Samráð fyrirhugað 08.11.2021—29.11.2021
Til umsagnar 08.11.2021—29.11.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 29.11.2021
Niðurstöður birtar 08.09.2022

Drög að stefnu um rafleiki/rafíþróttir

Mál nr. 213/2021 Birt: 08.11.2021 Síðast uppfært: 08.09.2022
  • Mennta- og barnamálaráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Niðurstöður birtar

Drög að stefnu um rafleiki/rafíþróttir voru til umsagnar í samráðsgátt frá 8. - 29. nóvember 2021. Alls bárust 14 umsagnir frá fjölbreyttum aðilum. Almennt ríkti ánægja um drögin og fjallað um mikilvægi þess að skapa ramma utan um málefnin. Nánar er fjallað um niðurstöður samráðs í niðurstöðuskjali.

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 08.11.2021–29.11.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 08.09.2022.

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnir til samráðs drög að stefnu um rafleiki/rafíþróttir sem starfshópur á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins skilaði.

Mennta- og menningarmálaráðuneytið kynnir til samráðs drög að stefnu um rafleiki/rafíþróttir. Ráðuneytið skipaði starfshóp 21. desember 2020 sem fékk það hlutverk að mynda stefnu um rafleiki/rafíþróttir með það að markmiði að efla umgjörð í kringum rafleiki/rafíþróttir. Formaður hópsins var Ólafur Hrafn Steinarsson. Í starfshópnum áttu sæti fulltrúar Ungmennafélags Íslands, Samfés, Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands auk fulltrúa mennta- og menningarmálaráðuneytisins.

Stafræn áhugamál verða stöðugt fyrirferðarmeiri í samfélaginu og sífellt fleiri börn og ungmenni spila margskonar tölvuleiki í sínum frítíma. Núgildandi lög, reglur og viðmið ná ekki að fullu utan um stafræn áhugamál, þar á meðal rafleikja-/rafíþróttastarfsemi eins og hún hefur þróast á Íslandi og í heiminum á undanförnum árum.

Í vinnu hópsins var lögð áhersla á mikilvægi þess að rafleikir/rafíþróttir sem eru stundaðar í skipulögðu starfi leggi áherslu á forvarnir og lýðheilsu.

Umsögnum skal skilað eigi síðar en 29. nóvember 2021 í Samráðsgátt.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Sigurður Helgi Brynjarsson - 09.11.2021

Rafíþróttir eru ólíkar hefðbundnum íþróttum í því að þær efla andlega hæfileika iðkenda fremur en líkamlega, sem þykir talsvert nytsamlegra í sífellt tæknivæddri nútímanum.

Auk þess að þjálfun í rafíþróttum takmarkast ekki við veðráttu, þannig að Íslenskt rafíþróttafólk myndi ekki standa höllum fæti á sviðinu samanborið við aðrar þjóðir.

Afrita slóð á umsögn

#2 Samband íslenskra framhaldsskólanema (S.Í.F) - 25.11.2021

SÍF (Samband íslenskra framhaldsskólanema) fagnar því að sett sé stefna um rafleik og rafíþróttir.

Okkur þykir jákvætt að í stefnunni er sérstaklega tekið fram að ekki er lögð áhersla á einn leik fram yfir annan og að lögð sé áhersla á að æft sé saman í hóp. Einnig jákvætt að sjá að í stefnunni er lögð áhersla á að stuðlað sé að jákvæðum og heilbrigðum spilaháttum og markvissri uppbyggingu.

Nefnt er í stefnunni að tryggja þurfi aðgang allra að íþróttinni og þá sérstaklega kvenna. SÍF leggur áherslu á að litið til sé fleiri en tveggja kynja þegar stefnur eru mótaðar og vill árétta að líklega sé rétt að nefna fleiri kyn í þessu samhengi.

Við hjá SÍF hefðum viljað sjá að tekið væri fram hvort að iðkun rafíþrótta í skipulögðu starfi sem inniheldur hreyfingu myndi telja til eininga á framhaldsskólastigi eins og margar aðrar íþróttir gera.

Afrita slóð á umsögn

#3 Landssamtökin Þroskahjálp - 26.11.2021

Sjá viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Umboðsmaður barna - 26.11.2021

Meðfylgjandi er umsögn umboðsmanns barna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Íþróttafélagið Fylkir - 29.11.2021

Meðfylgjandi er umsögn frá Íþróttafélaginu Fylki

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Viðar Halldórsson - 29.11.2021

Sjá umsögn í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Reykjavíkurborg - 29.11.2021

Umsögn skóla- og frístundasviðs Reykjavíkur um drög að stefnu um rafleiki / rafíþróttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Samtök iðnaðarins - 29.11.2021

Meðfylgjandi er umsögn SI, SA og IGI um málið.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Þorsteinn Sæberg Sigurðsson - 29.11.2021

Umsögn Skólastjórafélags Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Öryrkjabandalag Íslands - 29.11.2021

Umsögn Öryrkjabandalags Íslands um drög að stefnumótun um rafíþróttir/rafleiki

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Þóra Jónsdóttir - 29.11.2021

Umsögn Barnaheilla - Save the Children á Íslandi um drög að stefnu um rafleiki/rafíþróttir.

Barnaheill – Save the Children á Íslandi þakka fyrir boð um að senda inn athugasemdir við ofangreint mál.

Heilt yfir er stefnumótunin góð og jákvæð að mati Barnaheilla sem styðja innihald hennar.

Þó vilja samtökin koma því á framfæri að það er mikilvægur liður í fræðslu um tölvuleikjaiðkun að kenna börnum að setja mörk og virða mörk annarra í tengslum við fræðslu um jákvæð samskipti. Í tölvuleikjaheiminum er aðgengi að börnum nokkuð greitt fyrir fólk sem leitar sér leiða til að tæla börn og áreita. Börn þurfa að vita af þeirri staðreynd þó ekki sé markmiðið að hræða þau frá tölvuleikjaiðkun eða þátttöku í rafíþróttum. Það styrkir þau og undirbýr þau betur, að þekkja og vera meðvituð um hætturnar og um hvað beri að varast. Rétt eins og þegar þeim er kennt að vara sig í umferðinni og fara að umferðarreglunum. Slík forvarnarfræðsla er nauðsynleg.

Jafnframt er mikilvægt að börn þekki leiðir til að tilkynna um slæma og óviðeigandi framkomu annarra við þau í tölvuleikjum og um að loka á samskipti við viðkomandi.

Því miður er það staðreynd sem mikilvægt er að vera upplýst um og afar mörg dæmi eru um að börn hafi orðið fyrir ofbeldi eftir að samskipti komust á við fólk með slæman ásetning, í gegnum tölvuleiki á neti. Að mati Barnaheilla er óábyrgt að sleppa umfjöllun um hvað ber að varast þó áherslan skuli eindregið vera á það jákvæða sem fæst með skipulögðu rafíþróttastarfi.

Barnaheill hafa Barnasáttmálann að leiðarljósi í öllu sínu starfi og veita margvíslega fræðslu um forvarnir gegn ofbeldi, vanrækslu og einelti sem og fræðslu um jákvæð samskipti og barnvænt umhverfi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Ungmennafélag Íslands - 29.11.2021

Meðfylgjandi er umsögn UMFÍ.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Íþrótta-og Ólympíusamband Ísl - 29.11.2021

Umsögn ÍSÍ um drög að stefnu um rafleiki/rafíþróttir.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Kolbrún Þorbjörg Pálsdóttir - 29.11.2021

Sjá meðfylgjandi umsögn Menntavísindasviðs Háskóla Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Viðar Halldórsson - 02.12.2021

Viðhengi