Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.–25.11.2021

2

Í vinnslu

  • 26.11.2021–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-216/2021

Birt: 11.11.2021

Fjöldi umsagna: 2

Annað

Menningar- og viðskiptaráðuneytið

Ferðaþjónusta

Drög að rannsóknaráætlun Ferðamálastofu 2022-2024

Málsefni

Drög að rannsóknaráætlun 2022-2024 um rannsóknir og gagnaöflun í ferðaþjónustu. Fyrsta rannsóknaráætlun Ferðamálastofu var gefin út í ágúst 2020 á grunni laga um stofnunina og reglugerð 20/2020. Stofnunin skal safna gögnum sem nýtast við ákvarðanatöku og markmiðasetningu í ferðaþjónustu og birta þau og jafnframt stuðla að rannsóknum og greina þörf fyrir rannsóknir á sviði ferðamála og vinna rannsóknaáætlun.

Nánari upplýsingar

Mikilvægi ferðaþjónustu sem atvinnugreinar hefur sannast á undanförnum misserum. Á komandi tímabili tekur við markaðssetning á áfangastaðnum Íslandi, skipulag eða endurskipulagning áfangastaða og uppsetning á áætlunum fyrirtækja sem eru mikilvæg verkefni fyrir þjóðarbúið í heild. Áætlun um rannsóknir og gagnaöflun í ferðaþjónustu fyrir árin 2022-2024 mun koma til með að leggja grunn að þessari vinnu og draga fram nauðsynlegar upplýsingar fyrir stjórnvöld og atvinnugreinina við stefnumótun, markmiðasetningu, áætlanagerð og eftirlit á komandi tímabili.

Rannsóknaráætlunin byggir á vinnu undanfarinna ára og hefur iðulega tekið smávægilegum breytingum eftir aðstæðum á hverju tímabili.

Á komandi rannsóknartímabili mun samningur milli framkvæmdaraðila að stærsta verkefni rannsóknaráætlunar, Landamærarannsókn Ferðamálastofu og Hagstofu, renna út. Nauðsynlegt er að fara í gegnum útboð til að halda þessu mikilvæga verkefni til að tryggja áframhaldandi gagnasöfnun á þeim mikilvægu gildum sem hún skapar. Þá kemur til álita að samnýta þetta verkefni við eftirfarandi þrjú verkefni í rannsóknaráætluninni: verkefni 4 – Ferðahegðun Íslendinga, verkefni 5 – Ferðavenjur útlendinga á völdum þéttbýlisstöðum og verkefni 6 – dreifing ferðamanna á ferðamannastaði. Þessi vinna mun leiða af sér landshlutabundnar upplýsingar sem nýtast við skipulagningu og uppbyggingu áfangastaða innan landshlutanna.

Leitað verður eftir fremsta megni leiða til að auka tíðni gagnasöfnunar á Verkefni 3 - Könnun á viðhorfum Íslendinga til ferðafólks og ferðaþjónustu. Þessi könnun útvegar mælikvarða sem nýtast við uppfærsluJafnvægisáss ferðamála og er lögð áhersla á að uppfæra hann að minnsta kosti árlega. Sú vinna sem lagt verður í mun hafa það að leiðarljósi.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Hildur Kristjánsdóttir

mvf@mvf.is