Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 15.–29.11.2021

2

Í vinnslu

  • 30.11.2021–26.9.2022

3

Samráði lokið

  • 27.9.2022

Mál nr. S-218/2021

Birt: 15.11.2021

Fjöldi umsagna: 0

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vinnumarkaður og atvinnuleysi

Áform um breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins - málefni forstöðumanna

Niðurstöður

Engin umsögn barst vegna áformanna.

Málsefni

Áform um að leggja fram frumvarp til breytingar á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Fyrirhugaðar breytingar snúa að málefnum forstöðumanna ríkisstofnana.

Nánari upplýsingar

Með fyrirhuguðu frumvarpi er ætlunin að taka af vafa um að ákvarðanir ráðherra, um grunnmat starfa forstöðumanna ríkisstofnana, séu stjórnvaldsfyrirmæli. Að baki þeirri tilhögun búa ákveðin hagkvæmnis-, skilvirkni- og sérhæfingarrök. Markmiðin sem búa að baki því að líta á launaákvarðanir starfa sem stjórnvaldsfyrirmæli eru m.a að auka gagnsæi, fyrirsjáanleika og stöðugleika í launum og launaákvörðunum þeirra sem gegna störfum forstöðumanna samkvæmt 39. gr. a. laga nr. 70/1996. Markmiðið er einnig að hnykkja á því að ekki sé um einstaklingsbundnar ákvarðanir að ræða enda er grunnmat starfa alls ótengt þeim einstaklingi sem sinnir starfinu og styðst við hlutlæga þætti.

Til stendur að breyta 39. gr. a laganna á þá leið að gera skylt að birta ákvarðanir um föst laun fyrir dagvinnu og önnur laun er fylgja tilteknu starfi forstöðumanns, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 39. gr. a, í reglugerð. Þessar ákvarðanir eru nú þegar birtar opinberlega á vefsvæði ráðuneytisins. Einnig stendur til að bæta ákvæði við 52. gr. laga nr. 70/1996 um að 1. mgr. þeirrar greinar taki ekki til 39. gr. a, 39. gr. b og 1. mgr. 39. gr. c sömu laga.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

fjr@fjr.is