Samráð fyrirhugað 22.11.2021—06.12.2021
Til umsagnar 22.11.2021—06.12.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 06.12.2021
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um minjasvæði og minjaráð

Mál nr. 219/2021 Birt: 22.11.2021
  • Mennta- og menningarmálaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 22.11.2021–06.12.2021. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnir til umsagnar drög að reglugerð um minjasvæði og minjaráð vegna 10. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti áformar að setja reglugerð um minjasvæði og minjaráð, samkvæmt 10. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

Í ákvæðinu kemur fram að skipta skuli landinu í minjasvæði eftir ákvæðum í reglugerð sem ráðherra setur að fengnum tillögum Minjastofnunar Íslands. Á hverju minjasvæði starfar minjaráð, sem er samráðsvettvangur þar sem fjallað er um menningarminjar, varðveislu þeirra og nýtingu í þágu samfélagsins í samráði við Minjastofnun Íslands og höfuðsöfn sem skilgreind eru samkvæmt safnalögum, svo og önnur helstu söfn og stofnanir sem vinna að varðveislu menningarminja.

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.