Samráð fyrirhugað 22.11.2021—06.12.2021
Til umsagnar 22.11.2021—06.12.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 06.12.2021
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um minjasvæði og minjaráð

Mál nr. 219/2021 Birt: 22.11.2021
  • Mennta- og barnamálaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (22.11.2021–06.12.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðuneyti kynnir til umsagnar drög að reglugerð um minjasvæði og minjaráð vegna 10. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti áformar að setja reglugerð um minjasvæði og minjaráð, samkvæmt 10. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012.

Í ákvæðinu kemur fram að skipta skuli landinu í minjasvæði eftir ákvæðum í reglugerð sem ráðherra setur að fengnum tillögum Minjastofnunar Íslands. Á hverju minjasvæði starfar minjaráð, sem er samráðsvettvangur þar sem fjallað er um menningarminjar, varðveislu þeirra og nýtingu í þágu samfélagsins í samráði við Minjastofnun Íslands og höfuðsöfn sem skilgreind eru samkvæmt safnalögum, svo og önnur helstu söfn og stofnanir sem vinna að varðveislu menningarminja.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Félag fornleifafræðinga - 03.12.2021

Efni: Umsögn Félags fornleifafræðinga um Drög að reglugerð um minjasvæði og

minjaráð.

Félag fornleifafræðinga hefur farið yfir drög að reglugerð um minjasvæði og minjaráð sem birtust á

samráðsgátt stjórnvalda þann 22. nóvember 2021. Félagið fagnar því að verið sé að festa í sessi

reglur um minjasvæði og minjaráð.

1. gr.

Félag fornleifafræðinga bendir á að nafngiftin „Minjasvæði Höfuðborgasvæðis“ gæti valdið ruglingi.

Í daglegu tali telst höfuðborgasvæðið vera Reykjavíkurborg ásamt Seltjarnarnesi, Kópavogi,

Hafnarfirði, Garðabæ, og Mosfellsbæ. Í reglugerðinni tilheyra hins vegar Garðabær og Hafnarfjörður

minjasvæði Reykjaness og innan minjasvæðis Höfuðborgasvæðisins er Kjósarhreppur. Félagið gerir

ekki athugasemd við hvaða sveitarfélög tilheyra hverju minjasvæði fyrir sig en það leggur hins vegar

til meira lýsandi heiti á „minjasvæði Höfuðborgasvæðis“. Félagið stingur upp á heitinu „Minjasvæði

Reykjavíkur og nágrennis.“

Félag fornleifafræðinga vill enn fremur benda á að innan minjasvæðis Vestfjarða vantar Árneshrepp.

Þá er rétt að geta þess að Minjasvæði Vestfjarða hefur ekki verið með minjavörð síðan 2018. Það er

algjörlega óviðunandi staða fyrir menningu Íslands og skipulagsmál á Vestfjörðum að íslenska ríkið

hafi ekki veitt fjármagn til þess að manna allar stöður minjavarða á landinu. Félagið hvetur ríkið

eindregið til þess að Minjastofnun Íslands fái fjármagn til þess að manna stöðu minjavarðar á

Vestfjörðum.

Félag fornleifafræðinga gerir ekki aðrar athugasemdir við þessi drög að reglugerð. Fulltrúi félagsins

er tilbúinn til viðræðna til þess að skýra nánar athugasemdir félagsins ef þurfa þykir

Viðhengi