Samráð fyrirhugað 22.11.2021—07.12.2021
Til umsagnar 22.11.2021—07.12.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 07.12.2021
Niðurstöður birtar

Fyrirhuguð samningsgerð við Verzlunarskóla Íslands

Mál nr. 221/2021 Birt: 22.11.2021
  • Mennta- og barnamálaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Framhaldsskólastig

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (22.11.2021–07.12.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst gera samning við Verzlunarskóla Íslands, með fyrirvara um staðfestingu fjármála- og efnahagsráðherra. Fyrirhuguð samningsgerð er um kennslu bóknámsbrauta til stúdentsprófs.

Fyrirhuguð er samningsgerð við Verzlunarskóla Íslands.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst gera samning við Verzlunarskóla Íslands, með fyrirvara um staðfestingu fjármála- og efnahagsráðherra. Verzlunarskóli Íslands er bóknámsskóli sem sinnir kennslu námsbrauta til stúdentsprófs. Ráðgert er að samningur við Verzlunarskóla Íslands verði til 5 ára og byggi á grundvelli laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 og 40. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015. Áætlað er að samningurinn muni taka gildi 1. janúar 2022. Framlag árið 2021 var 1.600 m.kr. en endanlegt framlag ræðst af samningsgerð, áætluðum nemendafjölda og ákvörðun Alþingis um framlag í fjárlögum. Verzlunarskóli Íslands er með viðurkenningu skv. 12. gr. framhaldsskólalaga nr. 92/2008.