Umsagnarfrestur er liðinn (22.11.2021–07.12.2021).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst gera samning við Verzlunarskóla Íslands, með fyrirvara um staðfestingu fjármála- og efnahagsráðherra. Fyrirhuguð samningsgerð er um kennslu bóknámsbrauta til stúdentsprófs.
Fyrirhuguð er samningsgerð við Verzlunarskóla Íslands.
Mennta- og menningarmálaráðuneyti hyggst gera samning við Verzlunarskóla Íslands, með fyrirvara um staðfestingu fjármála- og efnahagsráðherra. Verzlunarskóli Íslands er bóknámsskóli sem sinnir kennslu námsbrauta til stúdentsprófs. Ráðgert er að samningur við Verzlunarskóla Íslands verði til 5 ára og byggi á grundvelli laga um framhaldsskóla nr. 92/2008 og 40. gr. laga um opinber fjármál nr. 123/2015. Áætlað er að samningurinn muni taka gildi 1. janúar 2022. Framlag árið 2021 var 1.600 m.kr. en endanlegt framlag ræðst af samningsgerð, áætluðum nemendafjölda og ákvörðun Alþingis um framlag í fjárlögum. Verzlunarskóli Íslands er með viðurkenningu skv. 12. gr. framhaldsskólalaga nr. 92/2008.