Samráð fyrirhugað 25.11.2021—06.12.2021
Til umsagnar 25.11.2021—06.12.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 06.12.2021
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um ráðgjöf, sáttameðferð og samtal að frumkvæði barns á grundvelli barnalaga

Mál nr. 223/2021 Birt: 25.11.2021
  • Dómsmálaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Fjölskyldumál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (25.11.2021–06.12.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Dómsmálaráðuneytið birtir til umsagnar drög að nýrri reglugerð um ráðgjöf, sáttameðferð og samtal að frumkvæði barns á grundvelli barnalaga nr. 76/2003.

Drög að reglugerðinni byggja á núgildandi reglum um ráðgjöf og sáttameðferð samkvæmt 33. gr. og 33. gr. a barnalaga nr. 76/2003 sem settar voru til bráðabirgða og lagt er til að falli úr gildi. Gera þurfti breytingar á núgildandi reglum vegna breytinga á barnalögum sem samþykktar voru 15. apríl sl., sbr. lög nr. 28/2021 um skipta búsetu barns, sem taka gildi 1. janúar 2022. Í drögum að reglugerðinni er jafnframt lagt til að setja ákvæði um samtal að frumkvæði barns í reglugerð í samræmi við breytingar á barnalögum sem gerðar voru með lögum nr. 28/2021 auk ákvæða um ráðgjöf skv. 46. gr. b barnalaga sem varðar umgengni við aðra þegar annað foreldra barns er látið eða bæði. Lagt er til að reglugerðin taki gildi 1. janúar 2022.

Opið verður fyrir umsagnir til og með 6. desember 2021.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Þyrí Halla Steingrímsdóttir - 05.12.2021

Vil benda á nýfallinn dóm Landsréttar í máli nr. 700/2021 sem fjallar um framkvæmd sáttameðferðar utan sýslumannsembættisins. Niðurstaða Landsréttar er að öðrum aðilum er heimilt að leita slíkrar sáttameðferðar án samvinnu við hinn og að sáttamanni sé rétt og skylt að gefa út sáttavottorð eftir 2 boðanir. Undirrituð telur að ákvæðin um sjálfsætt starfandi sáttamenn í reglugerð þessari séu ekki í samræmi við efni dómsins.

Þyrí Steingrímsdóttir

hæstaréttarlögmaður

Afrita slóð á umsögn

#2 Landssamtökin Þroskahjálp - 06.12.2021

Sjá fylgiskjal

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Sátt, félag um sáttamiðlun - 06.12.2021

Sjá fylgiskjal.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Öryrkjabandalag Íslands - 06.12.2021

Umsögn ÖBÍ um reglugerð um ráðgjöf, sáttameðferð og samtal að frumkvæði barns á grundvelli barnalaga nr. 76/2003

Viðhengi