Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 25.11.–6.12.2021

2

Í vinnslu

  • 7.12.2021–12.7.2023

3

Samráði lokið

  • 13.7.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-223/2021

Birt: 25.11.2021

Fjöldi umsagna: 4

Drög að reglugerð

Dómsmálaráðuneytið

Fjölskyldumál

Drög að reglugerð um ráðgjöf, sáttameðferð og samtal að frumkvæði barns á grundvelli barnalaga

Niðurstöður

Alls bárust 5 umsagnir, frá umboðsmanni barna, Sátt, Öryrkjabandalagi Íslands, Landssamtökunum Þroskahjálp og Þyrí Höllu Steingrímsdóttur. Gerðar voru breytingar á reglugerðinni eftir atvikum en t.d. er tekið nú sérstaklega fram um tillit til barna með sértækar þarfir. Þá voru gerðar breytingar á ákvæðum um hæfi sáttamanns og framkvæmd sáttameðferðar á vegum annarra en sýslumanna. Aðrar ábendingar, sem ekki var talin ástæða að koma við að svo stöddu, en ástæða er til að skoða sérstaklega, kunna að verða teknar til skoðunar síðar s.s. í tengslum við heildarendurskoðun á barnalögum.

Málsefni

Dómsmálaráðuneytið birtir til umsagnar drög að nýrri reglugerð um ráðgjöf, sáttameðferð og samtal að frumkvæði barns á grundvelli barnalaga nr. 76/2003.

Nánari upplýsingar

Drög að reglugerðinni byggja á núgildandi reglum um ráðgjöf og sáttameðferð samkvæmt 33. gr. og 33. gr. a barnalaga nr. 76/2003 sem settar voru til bráðabirgða og lagt er til að falli úr gildi. Gera þurfti breytingar á núgildandi reglum vegna breytinga á barnalögum sem samþykktar voru 15. apríl sl., sbr. lög nr. 28/2021 um skipta búsetu barns, sem taka gildi 1. janúar 2022. Í drögum að reglugerðinni er jafnframt lagt til að setja ákvæði um samtal að frumkvæði barns í reglugerð í samræmi við breytingar á barnalögum sem gerðar voru með lögum nr. 28/2021 auk ákvæða um ráðgjöf skv. 46. gr. b barnalaga sem varðar umgengni við aðra þegar annað foreldra barns er látið eða bæði. Lagt er til að reglugerðin taki gildi 1. janúar 2022.

Opið verður fyrir umsagnir til og með 6. desember 2021.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Dómsmálaráðuneytið

dmr@dmr.is