Samráð fyrirhugað 26.11.2021—15.12.2021
Til umsagnar 26.11.2021—15.12.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 15.12.2021
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerðum um lýsingar sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði

Mál nr. 224/2021 Birt: 26.11.2021 Síðast uppfært: 10.12.2021
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (26.11.2021–15.12.2021). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Gert er ráð fyrir að veita tveimur undirgerðum reglugerðar (ESB) 2017/1129 um lýsingar verðbréfa gildi hér á landi.

Efni gerðanna er eftirfarandi:

- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1273 um breytingu og leiðréttingu á framseldri reglugerð (ESB) 2019/980 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1129 að því er varðar sniðmát, efni, athugun og staðfestingu lýsinga sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði. Gerðin leiðréttir og útfærir nánar efni reglugerðar (ESB) 2019/980.

- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/528. Gerðin útfærir fyrirmæli reglugerðar (ESB) 2017/1129 um lágmarksupplýsingar tiltekins skjals sem birta skal vegna undanþágu frá lýsingu í tengslum við yfirtöku með skiptiútboði, samruna eða uppskiptingu.

Þýðing reglugerðanna hefur ekki verið birt EES-viðbæti við stjórnartíðindi Evrópusambandsins og fylgja því óformlegar þýðingar á gerðunum sem fylgiskjal.