Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 26.11.–15.12.2021

2

Í vinnslu

  • 16.12.2021–11.8.2022

3

Samráði lokið

  • 12.8.2022

Mál nr. S-224/2021

Birt: 26.11.2021

Fjöldi umsagna: 0

Drög að reglugerð

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að reglugerðum um lýsingar sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust. Máli lokið með setningu reglugerða nr. 1514/2021 um breytingu á reglugerð nr. 274/2020 um innleiðingu framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2019/980 um sniðmát, efni, athugun og staðfestingu lýsinga sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði og nr. 1515/2021 um gildistöku reglugerðar Evrópusambandsins um lágmarksupplýsingar tiltekins skjals sem birta skal vegna undanþágu frá lýsingu í tengslum við yfirtöku með skiptiútboði, samruna eða uppskiptingu.

Málsefni

Gert er ráð fyrir að veita tveimur undirgerðum reglugerðar (ESB) 2017/1129 um lýsingar verðbréfa gildi hér á landi.

Nánari upplýsingar

Efni gerðanna er eftirfarandi:

- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2020/1273 um breytingu og leiðréttingu á framseldri reglugerð (ESB) 2019/980 um viðbætur við reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1129 að því er varðar sniðmát, efni, athugun og staðfestingu lýsinga sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði. Gerðin leiðréttir og útfærir nánar efni reglugerðar (ESB) 2019/980.

- Framseld reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/528. Gerðin útfærir fyrirmæli reglugerðar (ESB) 2017/1129 um lágmarksupplýsingar tiltekins skjals sem birta skal vegna undanþágu frá lýsingu í tengslum við yfirtöku með skiptiútboði, samruna eða uppskiptingu.

Þýðing reglugerðanna hefur ekki verið birt EES-viðbæti við stjórnartíðindi Evrópusambandsins og fylgja því óformlegar þýðingar á gerðunum sem fylgiskjal.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

benedikt.hallgrimsson@fjr.is