Samráð fyrirhugað 02.12.2021—30.12.2021
Til umsagnar 02.12.2021—30.12.2021
Niðurstöður í vinnslu frá 30.12.2021
Niðurstöður birtar 01.02.2022

Áform um frumvarp til sóttvarnalaga

Mál nr. 226/2021 Birt: 02.12.2021 Síðast uppfært: 01.02.2022
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála
  • Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa

Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um sóttvarnir var samið af starfshópi heilbrigðisráðherra sem skipaður var 18. júní 2021 og skilaði drögum að frumvarpi 1. febrúar 2022. Það frumvarp er nú til umsagnar á Samráðsgáttinni.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 02.12.2021–30.12.2021. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 01.02.2022.

Málsefni

Áform um lagasetningu og frummat á áhrifum frumvarps til sóttvarnalaga.

Áform um lagasetningu sem hér eru til kynningar og samráðs eru samin af starfshópi heilbrigðisráðherra sem falið er að skrifa drög að frumvarpi til heildarlaga um sóttvarnir. Jafnframt er birt frummat á áhrifum lagasetningar. Frestur til að skila inn umsögnum er til og með 30. desember nk.

Á þingmálaskrá heilbrigðisráðherra fyrir 152. löggjafarþing er áætlað að leggja fram frumvarp til heildarlaga um sóttvarnir. Ráðherra áætlar að mæla fyrir frumvarpinu í mars 2022.

Tilgangur frumvarpsins er m.a. að endurskoða stjórnsýslu sóttvarna, t.d. stöðu sóttvarnalæknis innan stjórnsýslunnar. Þá er lögð til breyting á því hvernig opinberar sóttvarnaráðstafanir eru ákvarðaðar í þeim tilgangi að fleiri aðilar komi að tillögum sóttvarnalæknis til ráðherra um opinberar sóttvarnaraðgerðir. Þá eru gerðar ýmsar breytingar í þeim tilgangi að gera lögin aðgengilegri og skýrari. Þá er lagt til að skýra frekar hlutverk helstu aðila innan stjórnsýslunnar, lagt er til að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra í stað þess að hann sé ráðinn af landlækni, lagt er til að fjölskipuð farsóttanefnd taki að hluta við tillögugerð um opinberar sóttvarnaráðstafanir sem eru á hendi sóttvarnalæknis í dag. Þá er lagt til að sóttvarnaráð verði lagt niður og verkefni þess flytjist til farsóttanefndar, sóttvarnalæknis og ráðherra.

Frestur til að skila inn umsögnum er til og með 30. desember nk.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Sveinlaug Sigurðardóttir - 03.12.2021

Ég tel það mjög óábyrgt að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra, þ.e. pólitískt skipaður. Sóttvarnarlæknir og aðrir aðilar sem fara með þau mál þurfa og eiga að vera skipaðir ópólitískt til að geta gefið ráðleggingar eingöngu byggðar á fagþekkingu og án allra tenginga við ákveðna flokka í pólitík. Èg sem þjóðfélagsþegn í þessu samfélagi leggst því alfarið gegn þessum tillögum.

Afrita slóð á umsögn

#2 Steingrímur Arason - 03.12.2021

Ég tel það mjög óábyrgt að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra, þ.e. pólitískt skipaður. Sóttvarnarlæknir og aðrir aðilar sem fara með þau mál þurfa og eiga að vera skipaðir ópólitískt til að geta gefið ráðleggingar eingöngu byggðar á fagþekkingu og án allra tenginga við ákveðna flokka í pólitík. Èg sem þjóðfélagsþegn í þessu samfélagi leggst því alfarið gegn þessum tillögum

Afrita slóð á umsögn

#3 Ingibjörg Þ Ólafsdóttir - 03.12.2021

Sveinlaug Sigurðardóttir, hér fyrir framan, orðar mína hugsun til þessa máls algerlega og ég fæ að gera hennar orð að mínum.

"Ég tel það mjög óábyrgt að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra, þ.e. pólitískt skipaður. Sóttvarnarlæknir og aðrir aðilar sem fara með þau mál þurfa og eiga að vera skipaðir ópólitískt til að geta gefið ráðleggingar eingöngu byggðar á fagþekkingu og án allra tenginga við ákveðna flokka í pólitík. Èg sem þjóðfélagsþegn í þessu samfélagi leggst því alfarið gegn þessum tillögum."

Afrita slóð á umsögn

#4 Sigríður Jónsdóttir - 03.12.2021

b. Lagt er til að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra í stað þess að hann sé ráðinn

af landlækni.

Áform um að hafa pólitískt skipaðan sóttvarnarlækni eru skelfileg tíðindi fyrir borgara landsins, með vísan til þess ágreinings og vanmats aðstæðna sem valdamikið fólk hefur sýnt sig hafa í opinberri umræðu. Landlæknir á að hafa valdið til að ráða sóttvarnarlækni og það að á að vera faglegt mat hans sem ræður ráðningu og byggt á faglegu trausti.

c. Lagt er til að fjölskipuð farsóttarnefnd taki að hluta við tillögugerð um opinberar

sóttvarnaráðstafanir sem er á hendi sóttvarnalæknis í dag.

Sóttvarnarlæknir á að vera alfarið ábyrgur fyrir tillögum um opinberar sóttvarnaráðstafanir, enda er hann pólitískt hlutlaus aðili! Almenningur þarf að vita hverjar hans áhyggjur eru og hvað hann leggur til. Og þetta eru tillögur, ekki tilskipanir. Hér eru valdhafar að seilast eftir ítökum sem þeir eiga ekki að fá! Eru tillögur sóttvarnarlæknis í alvöru að setja steinvölu í skó valdhafa? Þarf valdið virkilega að eiga möguleika á að þagga niður í honum?

Afrita slóð á umsögn

#5 Aðalbjörg Hrafnsdóttir - 03.12.2021

Ég er bara mjög sátt við hlutina eins og þeir eru núna. Auðvitað eiga þessi mál að vera í höndum landlæknis, með samvinnu við þingið. Alls ekki einhver pólitík ráðning. Ég er alfarið á móti því.

Afrita slóð á umsögn

#6 Lilja Ingimundardóttir - 03.12.2021

Sigríður Jónsdóttir orðar mínar àhyggjur nákvæmlega. Vil ég því nota hennar orð sem mín:

b. Lagt er til að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra í stað þess að hann sé ráðinn af landlækni.

Áform um að hafa pólitískt skipaðan sóttvarnarlækni eru skelfileg tíðindi fyrir borgara landsins, með vísan til þess ágreinings og vanmats aðstæðna sem valdamikið fólk hefur sýnt sig hafa í opinberri umræðu. Landlæknir á að hafa valdið til að ráða sóttvarnarlækni og það að á að vera faglegt mat hans sem ræður ráðningu og byggt á faglegu trausti.

c. Lagt er til að fjölskipuð farsóttarnefnd taki að hluta við tillögugerð um opinberar sóttvarnaráðstafanir sem er á hendi sóttvarnalæknis í dag.

Sóttvarnarlæknir á að vera alfarið ábyrgur fyrir tillögum um opinberar sóttvarnaráðstafanir, enda er hann pólitískt hlutlaus aðili! Almenningur þarf að vita hverjar hans áhyggjur eru og hvað hann leggur til. Og þetta eru tillögur, ekki tilskipanir. Hér eru valdhafar að seilast eftir ítökum sem þeir eiga ekki að fá! Eru tillögur sóttvarnarlæknis í alvöru að setja steinvölu í skó valdhafa? Þarf valdið virkilega að eiga möguleika á að þagga niður í honum?

Afrita slóð á umsögn

#7 Sif Guðjónsdóttir - 03.12.2021

Góðan dag,

Hvernig stendur á því að það þykir betra að ráðherra sjái um að ráða inn sóttvarnarlækni. Hvernig er hægt að staðfesta að embætti sóttvarnarlæknis verði ekki pólitískt? Einnig vil ég athuga hvort það sé ekki hagsmunaárekstrar ef ráðherra er að ráða inn sóttvarnalækni, bæði að þá verður valið þannig að sýn ráðherra speglist í vali sóttvarnalæknis, og að sóttvarnalæknir gæti haft hagsmunaárekstur ef kæmi fram með tillögur sem væri þvert á sýn ráðherra, þar sem ráðherra er vinnuveitandi, og gæti þá rekið sóttvarnalækni eftir hentugsemi. Þá þykir mér sóttvarnalæknir ætti að haldast að vera óháður ráðgjafi ríkistjórarinnar, og frekar að vinna undir hagsmunum þjóðarinnar að sýn.

Afrita slóð á umsögn

#8 Valgerður Ólafsdóttir - 03.12.2021

Ég tel það mjög óábyrgt að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra, þ.e. pólitískt skipaður. Sóttvarnarlæknir og aðrir aðilar sem fara með þau mál þurfa og eiga að vera skipaðir ópólitískt til að geta gefið ráðleggingar eingöngu byggðar á fagþekkingu og án allra tenginga við ákveðna flokka í pólitík. Èg sem þjóðfélagsþegn í þessu samfélagi leggst því alfarið gegn þessum tillögum.

Afrita slóð á umsögn

#9 Ásdís Auðar Ómarsdóttir - 03.12.2021

Pólitískar ráðningar ættu alls ekki að gerast innan heilbrigðiskerfisins. Sérstaklega þegar um mál er varða alla þjóðina er að ræða. Það hefur sýnt sig í gegnum tíðina að spilling og frændhygli hefur fengið að grassera á Íslandi, svo það er alls ekki hægt að treysta því að pólitískt ráðinn sóttvarnarlæknir myndi starfa af heilum hug með hag þjóðarinnar, en ekki einhverra útvalinna, í fyrirrúmi.

Eins með farsóttarnefnd, ef hún yrði skipuð pólitískt ráðnu fólki, þá er alveg sama vandamálið á ferðinni. Um er að ræða mál sem einungis sérfræðingar ættu að sjá um.

Afrita slóð á umsögn

#10 Sigurður Oddsson - 03.12.2021

Ég mótmæli þessu frumvarpi harðlega. Sóttvarnarlæknir á að vera faglega skipaður af landlækni en ekki pólitískt skipaður af heilbrigðisráðherra.

Afrita slóð á umsögn

#11 Óskar Steinn Gunnarsson - 03.12.2021

Sveinlaug Sigurðardóttir, hér fyrir framan, orðar mína hugsun til þessa máls algerlega og ég fæ að gera hennar orð að mínum.

"Ég tel það mjög óábyrgt að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra, þ.e. pólitískt skipaður. Sóttvarnarlæknir og aðrir aðilar sem fara með þau mál þurfa og eiga að vera skipaðir ópólitískt til að geta gefið ráðleggingar eingöngu byggðar á fagþekkingu og án allra tenginga við ákveðna flokka í pólitík. Èg sem þjóðfélagsþegn í þessu samfélagi leggst því alfarið gegn þessum tillögum."

Afrita slóð á umsögn

#12 Fannar Traustason - 03.12.2021

Sigríður Jónsdóttir orðar mínar àhyggjur nákvæmlega. Vil ég því nota hennar orð sem mín:

"b. Lagt er til að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra í stað þess að hann sé ráðinn af landlækni.

Áform um að hafa pólitískt skipaðan sóttvarnarlækni eru skelfileg tíðindi fyrir borgara landsins, með vísan til þess ágreinings og vanmats aðstæðna sem valdamikið fólk hefur sýnt sig hafa í opinberri umræðu. Landlæknir á að hafa valdið til að ráða sóttvarnarlækni og það að á að vera faglegt mat hans sem ræður ráðningu og byggt á faglegu trausti.

c. Lagt er til að fjölskipuð farsóttarnefnd taki að hluta við tillögugerð um opinberar sóttvarnaráðstafanir sem er á hendi sóttvarnalæknis í dag.

Sóttvarnarlæknir á að vera alfarið ábyrgur fyrir tillögum um opinberar sóttvarnaráðstafanir, enda er hann pólitískt hlutlaus aðili! Almenningur þarf að vita hverjar hans áhyggjur eru og hvað hann leggur til. Og þetta eru tillögur, ekki tilskipanir. Hér eru valdhafar að seilast eftir ítökum sem þeir eiga ekki að fá! Eru tillögur sóttvarnarlæknis í alvöru að setja steinvölu í skó valdhafa? Þarf valdið virkilega að eiga möguleika á að þagga niður í honum?."

Afrita slóð á umsögn

#13 Gunnar Stefánsson - 03.12.2021

Ég leggst alfarið gegn þeim áformum að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra og að hann verði þannig háður pólitík. Sóttvarnarlæknir og aðrir aðilar sem fara með þau mál þurfa og eiga að vera skipaðir ópólitískt til að geta gefið ráðleggingar eingöngu byggðar á fagþekkingu og án allra tenginga við ákveðna flokka í pólitík. Pólitísk skipun rýrir trúverðugleika ráðgjafar hans, þar sem hún getur litast af stjórnmálaástandi og einnig af þeirri staðreynd, að hann er skipaður af ráðherranum, sem þar með ræður starfstíma hans. Þjóðin á að geta treyst því, að ráðgjöfin sé fagleg og utan stjórnmála og áhrifa frá hugsanlegum starfsmissi.

Afrita slóð á umsögn

#14 Óðinn Dagur Bjarnason - 03.12.2021

Ég tel það mjög óábyrgt að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra, þ.e. pólitískt skipaður. Sóttvarnarlæknir og aðrir aðilar sem fara með þau mál þurfa og eiga að vera skipaðir ópólitískt til að geta gefið ráðleggingar eingöngu byggðar á fagþekkingu og án allra tenginga við ákveðna flokka í pólitík. Èg sem þjóðfélagsþegn í þessu samfélagi leggst því alfarið gegn þessum tillögum

Afrita slóð á umsögn

#15 Lýdía Kristín Sigurðardóttir - 03.12.2021

Ég mótmæli því að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra. Það er aldrei hægt að treysta því að sóttvarnarlæknir skipaður af ráðherra verði algjörlega óháður. En það er einmitt mjög mikilvægt að sóttvarnarlæknir sé óháður og skili inn til ráðherra því sem hann telur vera best fyrir heilsu fjöldann algjörlega óháð því hvað ráðherra eða öðrum sem stýra landinu telja að sé best fyrir efnahag landsins.

Það er mikilvægt að sóttvarnarlæknir sé ráðinni af Landlækni þar sem m.a. er gerð krafa um sérþekkingu á sviði sóttvarna.

Ef skipa á farsóttarnefnd þá finnst mér líka að hún eigi að vera skipuð af sérfræðingum í farsóttum sem landlæknir skipar svo hún verði einnig algjörlega óháð. Nefndin væri svo í samráði við sóttvarnarlæknir. Ráðherra sér svo um að ákveða hvað af þeirra tillögum er best að fara eftir út frá þeirra rökum og ýmsum öðrum.

Ef það er eitthvað sem Covid hefur kennt okkur ef við horfum út í heim t.d. Bandaríkjanna að þá er það mikilvægi þess að sóttvarnalæknir sé óháður ráðherra!

Afrita slóð á umsögn

#16 Kristján Guðmundur Arngrímsson - 03.12.2021

Það er einkar óheppilegt að sóttvarnalæknir sé pólitískt skipaður en ekki faglega. Einnig er slæmt að embætti sóttvarnalæknis verði að pólitískum bitlingi því að það getur auðveldlega leitt til skipunar algerlega vanhæfs einstaklings í embættið, sbr. skipanir Seðlabankastjóra á árum áður.

Afrita slóð á umsögn

#17 Guðrún Kristín Benediktsdóttir - 03.12.2021

Algerlega fáránlegt að leggja niður sóttvarnarráð þar sem það er algerlega ljóst að það er þörf á slíku nú og framvegis.

Það að ráðherra eigi að skipa sóttvarnalækni er leið til að gera þessa stöðu pólitíska og um leið að velja aðila sem væri þá meiri já maður viðkomandi stjórnar og starf hans alltaf talið af þjóðinni vera vafasamt þar sem hann væri valinn af pólitískum ráðherra hverju sinni.

Það er mun heillavænlegra að halda þessu eins og það er. Ópólitískur sóttvarnarlæknir og enginn efast um starf hans eins og vissulega yrði gert ef hann væri skipaður af ráðherra.

Þetta er starf sem á alls ekki að tengjast pólitík.

Vonandi verður þetta villuráfandi skref ekki tekið.

Afrita slóð á umsögn

#18 Auður Ö. Hlíðdal Magnúsdóttir - 03.12.2021

Ég mótmæli þessu frumvarpi harðlega. Sóttvarnarlæknir á að vera faglega skipaður af landlækni en ekki pólitískt skipaður af heilbrigðisráðherra.

Galin hugmynd sem á að fella hið snarasta !

Afrita slóð á umsögn

#19 Inga Dóra Hlíðdal Magnúsdóttir - 03.12.2021

Pólitíkusar hafa ekkert með það að gera að skipa einhvern í þessa stöðu til þess að koma á framfæri sinni sýn/hagsmunum. Þessi staða á að einkenna faglega þekkingu á málefnum sóttvarna og veita ráðleggingar eftir sinni bestu getu. Pólitíkusar mega því halda hrömmum sínum af þessari stöðu, takk fyrir pent.

"Ég tel það mjög óábyrgt að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra, þ.e. pólitískt skipaður. Sóttvarnarlæknir og aðrir aðilar sem fara með þau mál þurfa og eiga að vera skipaðir ópólitískt til að geta gefið ráðleggingar eingöngu byggðar á fagþekkingu og án allra tenginga við ákveðna flokka í pólitík. Èg sem þjóðfélagsþegn í þessu samfélagi leggst því alfarið gegn þessum tillögum."

Afrita slóð á umsögn

#20 Björn Gunnlaugsson - 03.12.2021

Ráðning sóttvarnarlæknis verður að vera ópólitísk. Það hefur komið mjög berlega í ljós í yfirstandandi heimsfaraldri hversu mikilvægt það er að embættið hafi engin tengsl við stjórnmálaöfl og starfi óHáð þeim.

Afrita slóð á umsögn

#21 Svandís Ósk Símonardóttir - 03.12.2021

Gjörsamlega galin hugmynd og gerð til þess að rengja traust almennings á jafn mikilvægri stoð í íslensku samfélagi. Staða sóttvarnalæknis á að vera mönnuð af hæfasta mögulega sérfræðingi og á að vera skipuð af alvöru sérfræðingi, líkt og landlækni. Það er fyrir neðan allar hellur að ætla heilbrigðisráðherra, sem oftar en ekki er ekkert menntaður í heilbrigðisvísindum, að ráða í þessa stöðu. Þetta fyrirkomulag býður uppá spillingu þar sem að heilbrigðisráðherra getur ráðið í þessa stöðu eftir hentugleika og eftir því hvort að honum líki hvernig umsækjandi er pólitískt þenkjandi.

Afrita slóð á umsögn

#22 Kári Alexander Þórðarson - 03.12.2021

Í guðanna bænum ekki gera sóttvarnalækni að pólitisku embætti. Það er ennþá mánuður í skaupið. Ekki láta þetta vera hluta af því.

Afrita slóð á umsögn

#23 Kjartan Kjartansson - 03.12.2021

Ég tel það mjög óábyrgt að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra, þ.e. pólitískt skipaður.

Sóttvarnarlæknir og aðrir aðilar sem fara með þau mál þurfa og eiga að vera skipaðir á faglegum forsendum hjá embætti Landlæknis og starfa undir Landlækni, ópólitískt til að geta gefið ráðleggingar eingöngu byggðar á fagþekkingu og án allra tenginga við pólitík.

Pólitískt hlutleysi er nauðsynlegt svo sottvarnarlæknir njóti trausts allra.

Ég sem þjóðfélagsþegn í þessu samfélagi leggst því alfarið gegn þessum tillögum

Afrita slóð á umsögn

#24 Kristján Birkir Guðmundsson - 03.12.2021

Afleit hugmynd og til þess fallin að rýra traust mitt til stjórnvalda

Afrita slóð á umsögn

#25 Hrafnhildur B Gunnarsdóttir - 03.12.2021

Ég er alfarið á móti því, að sóttvarnarlæknir sé skipaður eingöngu af heilbrigðisráðherra. Því fylgir mikil hætta á að sóttvarnarlæknir verði valinn úr sama stjórnmálaflokki og viðkomandi ráðherra og ekki eftir menntun og hæfi. Óhæft yrði ef heilbrigðisráðherra réði þessu einn og engir heilbrigðismenntaðir aðilar kæmu að málinu. Mér finnst þetta líka vera vantraustsyfirlýsing á núverandi sóttvarnarlækni sem hefur haft hag almennungs fyrir brjósti og staðið sig frábærlega í yfirstandandi faraldr.

Afrita slóð á umsögn

#26 Már Örlygsson - 03.12.2021

Sigríður Jónsdóttir orðar mínar àhyggjur nákvæmlega. Vil ég því nota hennar orð sem mín:

b. Lagt er til að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra í stað þess að hann sé ráðinn af landlækni.

Áform um að hafa pólitískt skipaðan sóttvarnarlækni eru skelfileg tíðindi fyrir borgara landsins, með vísan til þess ágreinings og vanmats aðstæðna sem valdamikið fólk hefur sýnt sig hafa í opinberri umræðu. Landlæknir á að hafa valdið til að ráða sóttvarnarlækni og það að á að vera faglegt mat hans sem ræður ráðningu og byggt á faglegu trausti.

c. Lagt er til að fjölskipuð farsóttarnefnd taki að hluta við tillögugerð um opinberar sóttvarnaráðstafanir sem er á hendi sóttvarnalæknis í dag.

Sóttvarnarlæknir á að vera alfarið ábyrgur fyrir tillögum um opinberar sóttvarnaráðstafanir, enda er hann pólitískt hlutlaus aðili! Almenningur þarf að vita hverjar hans áhyggjur eru og hvað hann leggur til. Og þetta eru tillögur, ekki tilskipanir. Hér eru valdhafar að seilast eftir ítökum sem þeir eiga ekki að fá! Eru tillögur sóttvarnarlæknis í alvöru að setja steinvölu í skó valdhafa? Þarf valdið virkilega að eiga möguleika á að þagga niður í honum?

Afrita slóð á umsögn

#27 Kristín Sigrún Guðmundsdóttir - 03.12.2021

Ég vill alls ekki að sóttvarnalæknir verði pólitískt skipaður.

Afrita slóð á umsögn

#28 Sara Líf Magnúsdóttir - 03.12.2021

"lagt er til að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra í stað þess að hann sé ráðinn af landlækni" - Þetta er hræðileg hugmynd sem gerir ráðherra kleift að velja pólitískt í stöðu sóttvarnalæknis. Sóttvarnalæknir á að vera ópólitískur til að hafa hagsmuni þjóðarinnar, ekki bara ákveðins pólitísks hluta af henni, í huga. Heilbrigðisstofnanir og -stöður eiga aldrei að vera pólitískt afl.

Afrita slóð á umsögn

#29 Kristín Erla Benediktsdóttir - 03.12.2021

Sóttvarnalæknir á ekki að tengjast pólitík og ráðning hans á ekki að vera í höndum ráðherra. Ráðning sóttvarnalæknis á að vera á faglegum forsendum en ekki háð vilja heilbrigðisráðherra hverju sinni.

Afrita slóð á umsögn

#30 Ingimundur Þór Jósepsson - 03.12.2021

Ég tel það heillavænlegast að lækka sóttvarnalækni í tign, í ljósi þess að núverandi sóttvarnalæknir er ekki læs á vísindagreinar. Og í staðin verði vísinda og siðanefnd elfd og sett yfir sóttvarnalækni. Sóttvarnalæknir gefi ráð til vísinda og siðanefndar, sem tekur óbundna afstöðu, og gefur stjórnvöldum ráð.

Svo vantar skilirði til yfirvalda, að Japanskri fyrirmynd, þá láti vísinda og siðanefnd ávalt rannsaka innihald bóluefna, áður en þau eru tekin í notkun, og svo stikkprufur eftir það. Sama gildi um lyf. En lengt á milli í tíma varðandi lyf sem hafa sannað sig.

Hugsanlega væri skynsamlegt að fjölga í vísinda og siðanefnd, til að ná sem bestri þverfaglegri þekkingu.

Kveðja Ingimundur Þ. Jósepsson

Afrita slóð á umsögn

#31 Sigurlaug Kristín Sævarsdóttir - 03.12.2021

Ég tel það mjög óábyrgt að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra, þ.e. pólitískt skipaður. Sóttvarnarlæknir og aðrir aðilar sem fara með þau mál þurfa og eiga að vera skipaðir ópólitískt til að geta gefið ráðleggingar eingöngu byggðar á fagþekkingu og án allra tenginga við ákveðna flokka í pólitík. Èg sem þjóðfélagsþegn í þessu samfélagi leggst því alfarið gegn þessum tillögum.

Afrita slóð á umsögn

#32 Haukur Þór Jóhannsson - 03.12.2021

Sóttvarnarlæknir á ekki að vera skipaður af ráðherra, heilbrigðis eða nokkrum öðrum. Pólitísk afskipti af slíku er algjört rugl.

Afrita slóð á umsögn

#33 Miriam Petra Ómarsdóttir Awad - 04.12.2021

Ég tel það engan veginn til þess fallið að auka traust á yfirvöldum ef það á að seilast í að gera hlutverk sóttvarnarlæknis pólitískt útskipað. Í stað færustu sérfræðinga sem hafa helgað lífi sínu menntun í faginu, gætum við setið uppi með pólitíska skipun, einstakling sem sinnir starfinu ekki af þeim heilindum sem hlutlaus aðili gerir. Mér finnst þetta til háborinnar skammar og í raun móðgun við allt það sem við segjumst standa fyrir, sem “menntað” samfélag.

Afrita slóð á umsögn

#34 Jóhannes Bragi Gíslason - 04.12.2021

Sóttvarnarlæknir er í dag ráðinn af landlækni en í það embætti er ráðherraskipað eftir að hæfisnefnd hefur metið hæfi umsækjenda, Ef ráðherraskipun sóttvarnalæknis er einnig framvæmt að undangengnu mati hæfisnefndar á umsækjendum um stöðu sóttvarnalæknis þá styð ég breytt ráðningafyrirkomulag. Skil breytt ráðingaferli þannig að verið sé að færa embættin á sama stað stjórnsýslulega. Embætti sóttvarnalæknis heyri þá beint undir ráðherra í stað Landlæknis nú. Að öðru leyti vísa ég í góða álitsgerð Páls Hreinssonar.

Afrita slóð á umsögn

#35 Hrafnhildur Eggerz Haraldsdóttir - 04.12.2021

Sveinlaug Sigurðardóttir, hér fyrir framan, orðar mína hugsun til þessa máls algerlega og ég fæ að gera hennar orð að mínum.

"Ég tel það mjög óábyrgt að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra, þ.e. pólitískt skipaður. Sóttvarnarlæknir og aðrir aðilar sem fara með þau mál þurfa og eiga að vera skipaðir ópólitískt til að geta gefið ráðleggingar eingöngu byggðar á fagþekkingu og án allra tenginga við ákveðna flokka í pólitík. Èg sem þjóðfélagsþegn í þessu samfélagi leggst því alfarið gegn þessum tillögum."

Afrita slóð á umsögn

#36 Sigurvaldi Rafn Hafsteinsson - 04.12.2021

Sveinlaug Sigurðardóttir, hér fyrir framan, orðar mína hugsun til þessa máls algerlega og ég fæ að gera hennar orð að mínum.

"Ég tel það mjög óábyrgt að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra, þ.e. pólitískt skipaður. Sóttvarnarlæknir og aðrir aðilar sem fara með þau mál þurfa og eiga að vera skipaðir ópólitískt til að geta gefið ráðleggingar eingöngu byggðar á fagþekkingu og án allra tenginga við ákveðna flokka í pólitík. Èg sem þjóðfélagsþegn í þessu samfélagi leggst því alfarið gegn þessum tillögum."

Afrita slóð á umsögn

#37 Guðrún Ösp Theodórsdóttir - 04.12.2021

Ég tel það mjög óábyrgt að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra og þannig pólitískt skipaður. Sóttvarnarlæknir og aðrir aðilar sem fara með þau mál þurfa og eiga að vera skipaðir ópólitískt til að geta gefið ráðleggingar eingöngu byggðar á fagþekkingu og án allra tenginga við ákveðna flokka í pólitík. Èg sem þjóðfélagsþegn í þessu samfélagi leggst því alfarið gegn þessum tillögum.

Afrita slóð á umsögn

#38 Vera Dögg Snorradóttir - 04.12.2021

Sveinlaug Sigurðardóttir, hér fyrir framan, orðar mína hugsun til þessa máls algerlega og ég fæ að gera hennar orð að mínum.

"Ég tel það mjög óábyrgt að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra, þ.e. pólitískt skipaður. Sóttvarnarlæknir og aðrir aðilar sem fara með þau mál þurfa og eiga að vera skipaðir ópólitískt til að geta gefið ráðleggingar eingöngu byggðar á fagþekkingu og án allra tenginga við ákveðna flokka í pólitík. Èg sem þjóðfélagsþegn í þessu samfélagi leggst því alfarið gegn þessum tillögum."

Afrita slóð á umsögn

#39 Auður Indíana Jóhannesdóttir - 04.12.2021

Sammála hverju orði, á alls ekki að vera tengt pólitík!

"Ég tel það mjög óábyrgt að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra, þ.e. pólitískt skipaður. Sóttvarnarlæknir og aðrir aðilar sem fara með þau mál þurfa og eiga að vera skipaðir ópólitískt til að geta gefið ráðleggingar eingöngu byggðar á fagþekkingu og án allra tenginga við ákveðna flokka í pólitík. Èg sem þjóðfélagsþegn í þessu samfélagi leggst því alfarið gegn þessum tillögum."

Afrita slóð á umsögn

#40 Unnur Þormóðsdóttir - 04.12.2021

Ráðning sóttvarnarlæknis verður að vera ópólitísk. Það hefur komið berlega í ljós í yfirstandandi heimsfaraldri hversu mikilvægt það er að embættið hafi engin tengsl við stjórnmálaöfl og starfi óháð þeim.

Afrita slóð á umsögn

#41 Árni Hafstað Arnórsson - 04.12.2021

Ég mótmæli þessu frumvarpi.

Sóttvarnarlæknir má ekki vera skipaður af ráðherra, ef svo gerist verður hætta á að hann gæti hagsmuna ráðherra síns (burt séð frá vísindum) en ekki hagsmuna almennings (með hliðsjón frá vísindum).

Svipað segi ég um sóttvarnarráð, sem er pólitískt skipað eins og er.

-nemandi

Afrita slóð á umsögn

#42 Svanhvít Vatnsdal Jóhannsdóttir - 04.12.2021

Sóttvarnalæknir á að vera faglega skipaður í embætti af Landlækni, ekki valinn úr hópi pólitískra gæðinga. Ég mótmæli frumvarpinu harðlega.

Afrita slóð á umsögn

#43 Þórunn Hreggviðsdóttir - 04.12.2021

Hugmyndin um að ráðherra skipi sóttvarnarlækni pólitískt er svo arfa vitlaus að ég á ekki til orð og mótmæli því harðlega.

Afrita slóð á umsögn

#44 Unnur Ósk Björnsdóttir - 04.12.2021

"Ég tel það mjög óábyrgt að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra, þ.e. pólitískt skipaður. Sóttvarnarlæknir og aðrir aðilar sem fara með þau mál þurfa og eiga að vera skipaðir ópólitískt til að geta gefið ráðleggingar eingöngu byggðar á fagþekkingu og án allra tenginga við ákveðna flokka í pólitík. Èg sem þjóðfélagsþegn í þessu samfélagi leggst því alfarið gegn þessum tillögum."

Afrita slóð á umsögn

#45 Hulda Rós Arndísardóttir - 04.12.2021

Ég mótmæli þessu frumvarpi. Sóttvarnarlæknir á ekki að vera valinn af ráðherra.

Afrita slóð á umsögn

#46 Ívar Gunnarsson - 04.12.2021

Það má kannski skilja að upp sé kominn vilji hjá pólitíkinni að tryggja sér beinni stjórn á embætti sem hefur jafn áberandi og veigamikla rödd og sóttvarnarlæknir hefur í núverandi árferði, en einmitt þessvegna er mikilvægt að tryggja að sú rödd hafi eins mikið faglegt frelsi og mögulegt er og sé því ekki milliliðalaust undir hæl ráðherra. Heilbrigt og eðlilegt er að endurskoða fyrirkomulagið og skoða möguleika á farsóttanefnd sóttvarnarlækni til stuðnings, en höldum núverandi fyrirkomulagi ráðningar sóttvarnarlæknis í stað þess að færa ráðgjöfina og framkvæmdavaldið í sömu hendur.

Afrita slóð á umsögn

#47 Sólbjörg Guðný Sólversdóttir Vestergaard - 04.12.2021

Sóttvarnarlæknir á ekki að vera pólitískt skipaður. Það væri sérlega ófaglegt og á skjön við almennt lýðræði og gagnsæi. Ef af þessari ákvörðun verður fær það mig til að efast um bjartari tíð fyrir allt heilbrigðiskerfið í heild sinni í hans ráðherra tíð. Heilbrigðisráðherra missir traust heilbrigðisstarfsmanna og almennings þ.s. hann lætur pólitíska hagsmuni ganga fyrir faglegt val. Skammarleg ákvöðun miðað við þau faglegheit sem núverandi sóttvarnarlæknir hefur staðið fyrir og sýnt af sér í starfi á erfiðasta tíma nokkurs undanfara hans!

Afrita slóð á umsögn

#48 Sana Salah Karim - 04.12.2021

Sóttvarnarlæknir er þjóðinni mikilvæg vegna sérþekkingu sinnar og sama gildir um landlækni sem að skipar sóttvarnarlækninn. Heilbrigði landsmanna á ekki að flokkast undir pólitískt vald ráðherra sem ekki hefur lagt nám og sérhæft sig í heilbrigði. Ráðherrum er fengin ráðherraembætti ekki vegna sérhæfingar heldur út frá samningaviðræðum og því er erfitt að telja landsmönnum trú um að verið sé að taka réttar ákvarðanir varðandi heilbrigði manna, ef þær eru ekki teknar af einstaklingi sem hefur hæfnina, reynsluna og sérþekkinguna í það. Sóttvarnarlæknir á ekki að bætast við sem enn eitt ráðherraembættið því ákvarðanir sem sóttvarnarlæknir tekur eiga að vera óháðar stjórnmálaflokkunum. Heilbrigði er ekki pólitík, heilbrigði er ofar öllu öðru því án þess myndu hjól lífsins hætta að ganga.

Afrita slóð á umsögn

#49 Ásdís Ingvarsdóttir - 04.12.2021

Ég tel það mjög óábyrgt að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra, þ.e. pólitískt skipaður. Sóttvarnarlæknir og aðrir aðilar sem fara með þau mál þurfa og eiga að vera skipaðir ópólitískt til að geta gefið ráðleggingar eingöngu byggðar á fagþekkingu og án allra tenginga við ákveðna flokka í pólitík. Èg sem þjóðfélagsþegn í þessu samfélagi leggst því alfarið gegn þessum tillögum.

Afrita slóð á umsögn

#50 Arna Sigríður Brynjólfsdóttir - 04.12.2021

Ég tel það mjög óábyrgt að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra, þ.e. pólitískt skipaður. Sóttvarnarlæknir og aðrir aðilar sem fara með þau mál þurfa og eiga að vera skipaðir ópólitískt til að geta gefið ráðleggingar eingöngu byggðar á fagþekkingu og án allra tenginga við ákveðna flokka í pólitík. Èg sem þjóðfélagsþegn í þessu samfélagi leggst því alfarið gegn þessum tillögum.

Afrita slóð á umsögn

#51 Kristján Júlían Sveinbjörnsson - 04.12.2021

Það er vægast sagt glórulaust og óábyrgt að sóttvarnarlæknir verði skipaður af stjórnmálamönnum sem hafa litla sem enga þekkingu a sóttvörnum eða læknisfræði. Best væri að sóttvarnarlæknir væri skipaður að pólitískt óháðum aðila eða óháðri nefnd. Alveg sama hvaða flokkur ræður yfir heilbrigðisráðuneytinu þá getur ekki verið í lagi að þau ráði einhvern já-mann í starfið sem er sammála þeirra skoðunum. Sóttvarnarlæknir á ekki að reyna að geðjast þingmönnum eða vinna einhverja vinsældarkeppni heldur á hann að gæta öryggis allra landsmanna líkt og Þórólfur hefur gert.

Afrita slóð á umsögn

#52 Aðalsteinn Baldursson - 04.12.2021

Ég tel það mjög óábyrgt að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra, þ.e. pólitískt skipaður. Sóttvarnarlæknir og aðrir aðilar sem fara með þau mál þurfa og eiga að vera skipaðir ópólitískt til að geta gefið ráðleggingar eingöngu byggðar á fagþekkingu og án allra tenginga við ákveðna flokka í pólitík. Ég er því algerlega mótfallinn þessum tillögum.

Afrita slóð á umsögn

#53 Edda Jóna Jónasdóttir - 04.12.2021

Söðu sóttvarnarlæknis þarf að veita út frá faglegri þekkingu.

Ég tel það mjög óábyrgt að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra. Sóttvarnarlæknir og aðrir aðilar sem fara með þau mál þurfa og eiga að vera skipaðir, skipun sem eingöngu byggir á fagþekkingu. Èg sem þjóðfélagsþegn í þessu samfélagi leggst því alfarið gegn þessum tillögum.

Afrita slóð á umsögn

#54 Áslaug Sigurjónsdóttir - 04.12.2021

Staða sóttvarnalæknis á alls ekki að vera á hendi ráðherra og á því ekki að vera pólitísk ráðning. Mótmæli ég því eindregið að heilbrigðisráðherra fari með vald til að ráða í stöðu sóttvarnalæknis. Ráðningin á að vera fagleg en ekki pólitísk. Tel þetta mál vera mjög vanhugsað í alla staði.

Afrita slóð á umsögn

#55 Margrét Sturlaugsdóttir - 04.12.2021

Þar sem ráðherra er ekki skipaður sem slíkur vegna hæfni sinnarmog þekkingar á málaflokkum ráðuneyta er það ófagmannlegt að ráðherra skipi sóttvarnarlækni og því mótmæli ég þeim aðgerðum. Pólitík fer ekki saman þarna og grefur undan trausti og fagmennsku ef viðkomandi er skipaður af ráðherra. Sóttvarnarlæknir skal vera óháður allri pólitík.

Afrita slóð á umsögn

#56 Eydís Inga Sigurjónsdóttir - 05.12.2021

Sem hjúkrunarfræðingur finnst mér afar sérstakt, óviðeigandi og mjög óábyrgt að sóttvarnarlæknir eigi að vera skipaður af ráðherra, þ.e. pólitískt skipaður. Þar ætti að vera skipaður sá aðili sem er færastur í að gefa ráðleggingar í smitsjúkdómum á að hverju sinni og tel ég ráðherra engan vegin vera sá aðili sem sé færastur um að finna þann einstakling. Þegar kemur að störfum sóttvarnarlæknis ætti aðeins að beita bestu fagþekkingu á þeim tíma og þrýstingur frá pólitískum áhrifum ætti hvergi að koma þar nálægt. Pólitíkusar hafa að öllu jafna ekki hrærst í heilbrigðisgeiranum og vita lítil útfrá ferilskrá á blaði hvaða mann viðkomandi hefur að geyma. Aftur á móti er landlæknir manneskja sem hefur starfað lengi í heilbrigðisgeiranum og hefur alla þá vitneskju sem þarf til að finna besta einstaklinginn í starfið.

Èg sem þjóðfélagsþegn og heilbrigðisstarfsmaður í þessu samfélagi leggst því alfarið gegn þessum tillögum ráðherra og tel þær vera með falinn tilgang.

Afrita slóð á umsögn

#57 Ingibjörg Hulda R Ragnarsdóttir - 05.12.2021

Ég er algjörlega á móti því að sóttvarnarlæknir verði skipaður af pólitískum aðila! Það er mikilvægt að þjóðin geti treyst því að það sem hann setur fram sé af þekkingu og með hagsmuni þjóðarinnar í huga en ekki pólitískar ákvarðanir. Eins og við höfum séð á síðust misserum þá er nauðsynlegt að það ríki jafnvægi í ákvarðanatökum sem er byggð á faglegum vinnubrögðum en ekki hentisemi stjórnvalda!

Afrita slóð á umsögn

#58 Hrafnhildur Skúladóttir - 05.12.2021

Sveinlaug Sigurðardóttir, hér fyrir framan, orðar mína hugsun til þessa máls algerlega og ég fæ að gera hennar orð að mínum.

Ég tel það mjög óábyrgt að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra, þ.e. pólitískt skipaður. Sóttvarnarlæknir og aðrir aðilar sem fara með þau mál þurfa og eiga að vera skipaðir ópólitískt til að geta gefið ráðleggingar eingöngu byggðar á fagþekkingu og án allra tenginga við ákveðna flokka í pólitík. Èg sem þjóðfélagsþegn í þessu samfélagi leggst því alfarið gegn þessum tillögum.

Afrita slóð á umsögn

#59 Magnús Jóel Jónsson - 05.12.2021

Sú breyting að gera skipun sóttvarnarlæknis að pólitísku bitbeini er eingöngu til þess fallin að grafa undan faglegu trausti almennings á þeim aðgerðum sem sóttvarnarlæknir leggur til. Þær breytingar að fela Pólitíst kjörnum einstaklingum vald yfir faglegum ráðningum er eingöngu til þess fallin að auka spillingu.

Afrita slóð á umsögn

#60 Ástríður Harðardóttir - 05.12.2021

Ég mótmæli því harðlega að sóttvarnarlæknir verði pólitísk skipaður.

Afrita slóð á umsögn

#61 Ragnhildur L Guðmundsdóttir - 05.12.2021

Mjög ófaglegt að gera þannig starf sóttvarnarlæknis pólitískt og að hann þurfi að vera undir hæl misviturra stjórnmálamanna með enga vísindalega þekkingu á því sem embætti sóttvarnarlæknis þarf að hafa. Það hefur einmitt verið mesti kosturinn við starf sóttvarnarlæknis að vera ekki háður stjórnmálaöflunum.

Afrita slóð á umsögn

#62 Magnús L Sigurgeirsson - 05.12.2021

Ég tel ekki rétt að misvitrir ráðherrar velji sóttvarnarlæknir, þar á betur við að læknismentað fólk geri það.

Afrita slóð á umsögn

#63 Halldóra Jóna Bjarnadóttir - 05.12.2021

Sem hjúkrunarfræðingur og þjóðfélagsþegn er ég alfarið á móti því að sóttvarnalæknir verði skipaður af ráðherra, það er pólitískt skipaður. Sóttvarnalæknir á að sjálfsögðu að vera sá aðili, sem færastur er í því að gefa ráðleggingar í smitsjúkdómum hverju sinni. Ég tel að Landlæknir sé færari í að finna réttan aðila í það starf. Þegar kemur að störfum sóttvarnalæknis, ætti aðeins að beita bestu fagþekkingu á hverjum tíma og pólitískur þrýstingur ætti hvergi að koma þar nálægt. Þeir sem starfa í pólitík á hverjum tíma, hafa ekki endilega þekkingu á heilbrigðiskerfinu og vita lítið út frá ferilskrá á blaði, hvaða mann viðkomandi kandídat í starfið hefur að geyma. Landlæknir hefur aftur á móti í flestum tilfellum starfað lengi í heilbrigðiskerfinu og hefur í flestum tilfellum þá þekkingu til að bera, að velja hæfasta einstaklinginn hverju sinni.

Afrita slóð á umsögn

#64 Ómar Sigurðsson - 05.12.2021

Það er út í hött að stjórnmálamenn ráði sóttvarnalækni. Við sjáum hvað það hefur kostað þjóðina að þeir seu með puttana í öllu. Benda má á hörmungarsögu bæði dómsmála og sjávarútvegs í þeim efnum. Þetta er valdagræðgi, stjórnmálamenn búa ekki yfir neinni faglegri þekkingu í þessum efnum..

Afrita slóð á umsögn

#65 Borghildur Ragnarsdóttir - 05.12.2021

Sveinlaug Sigurðardóttir, hér fyrir framan, orðar mína hugsun til þessa máls og leyfi ég mér að gera hennar orð að mínum.

Ég tel það mjög óábyrgt að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra, þ.e. pólitískt skipaður. Sóttvarnarlæknir og aðrir aðilar sem fara með þau mál þurfa og eiga að vera skipaðir ópólitískt til að geta gefið ráðleggingar eingöngu byggðar á fagþekkingu og án allra tenginga við ákveðna flokka í pólitík. Èg sem þjóðfélagsþegn í þessu samfélagi leggst því alfarið gegn þessum tillögum

Afrita slóð á umsögn

#66 Douglas Alexander Brotchie - 06.12.2021

Sveinlaug Sigurðardóttir, hér fyrir framan, orðar mína hugsun til þessa máls mjög vel og því geri ég orð hennar að mínum:

„Ég tel það mjög óábyrgt að sóttvarnarlæknir verði skipaður af ráðherra, þ.e. pólitískt skipaður. Sóttvarnarlæknir og aðrir aðilar sem fara með þau mál þurfa og eiga að vera skipaðir ópólitískt til að geta gefið ráðleggingar eingöngu byggðar á fagþekkingu og án allra tenginga við ákveðna flokka í pólitík. Ég sem þjóðfélagsþegn í þessu samfélagi leggst því alfarið gegn þessum tillögum.“

Afrita slóð á umsögn

#67 Sveinn Ríkarður Jóelsson - 06.12.2021

Ég get ekki skilið að pólitískt ráðinn sóttvarnarlæknir sé góð lausn, býður bara upp á ósætti með ráðningna og er til þess fallið að vantraust ríki um störf viðkomandi.

Afrita slóð á umsögn

#68 Margrét Ólafía Tómasdóttir - 09.12.2021

Umsögn frá Félagi íslenskra heimilislækna - send inn af formanni félagsins með samþykki stjórnar:

Félag íslenskra heimilislækna telur varhugavert að breyta lögum þannig að sóttvarnarlæknir sé skipaður beint af ráðherra.

Eins og hefur sýnt sig á síðustu árum getur spenna myndast milli pólitískra afla varðandi tillögur sóttvarnarlæknis. Það getur verið pólitískt erfitt fyrir ráðherra að víkja frá tillögum sóttvarnarlæknis og að sama skapi getur sú staða komið upp að af pólitískum ástæðum sé erfitt að samþykkja tillögur hans.

Af heilbrigðissjónarmiðum er mikilvægt að tillögur sóttvarnarlæknis séu settar fram óháð pólítískum átökum þó svo að um tillögurnar sé síðan rætt á pólitískum vettvangi.

Þá er faglegt sjálfstæði sóttvarnarlæknis einnig mikilvægt.

FÍH telur að það geti verið betur til þess fallið að tryggja sjálfstæði sóttvarnarlæknis að þessu leyti ef hann er ekki skipaður beint af ráðherra og meiri fjarlægð sé milli skipunar embættisins og þess aðila sem getur lent í pólitískt erfiðri stöðu vegna efnis tillagna sóttvarnarlæknis.

Einnig leggur FÍH áherslu á mikilvægi þess að við skipun farsóttarnefndar sé horft til allra þeirra aðila sem koma að sóttvarnarmálum á mismunandi heilbrigðisstofnunum um land allt.

Afrita slóð á umsögn

#69 Þröstur Þór Sigurðsson - 09.12.2021

Sóttvarnalæknir ætti endurskoða sjálfan sig daglega. Getur hann t.d lesið vísindagreinar og rannsóknir og tekið sjálfstæðar ákvarðanir án þess að vera undir hælnum á alþjóðaheilbrigðismálastofnun (who).

Ef það ríkir ekki neyðarástand, Ætti hann ekki að hafa leyfi til þess að halda úti sóttvarnarráðstöfunum.

Að farsótt skuli vera skilgreind í sóttvarnarlögum einungis út frá smithættu en ekki skaða gefur sóttvarnalækni tækifæri til þess að halda úti takmörkunum allt árið um kring. Skaði ætti að vera meðtalinn og ávalt vera verri en slæm flensa áður en gripið er til aðgerða.

Að setja í lög skyldubólusettningu eða kúga fólk með beinum eða óbeinum hætti ætti aldrei að festa í lög.

Að sóttvarnalæknir tali um mikilvægi bóluefna til að kalla fram hjarðónæmi á meðan vísindavefur háskóla íslands var búinn að benda á það að þessi bóluefni sem keypt voru myndu ekki framkalla hjarðónæmi. Vísun “Bóluefnið sem Íslendingar ætla að kaupa, ChAdOx1nCOV-19, hefur ekki myndað vörn í efri öndunarvegi í dýratilraunum. Það getur þess vegna verið að bóluefnið komi í veg fyrir alvarleg veikindi í bólusettum einstaklingum, en stöðvi ekki útbreiðslu veirunnar” er rannsóknavert.

Afrita slóð á umsögn

#70 Umboðsmaður barna - 13.12.2021

Meðfylgjandi er umsögn embættis umboðsmanns barna um áform um frumvarp til sóttvarnalaga.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#71 Sævar Örn Arason Michelsen - 14.12.2021

Tryggja verður alla aðkomu alþingis að takmarkandi aðgerðum á frelsi fólks þar sem þingmenn greiða atkvæði um sóttvarnarreglur hverju sinni. Leggi heilbrigðisráðherra fram tillögur þá ætti alþingi að greiða atkvæði um þær. Sé einstaklingur settur í sóttkví eða einangrun á viðkomandi rétt á því að það sé hægt að áfrýja slíkum úrskurði til dómstóla án þess að kostnaður falli á þann sem fyrir sóttkvínni verður. Rekstur slíks máls á að halda áfram jafnvel þó sóttkví ljúki til þess að skera úr um lögmæti sóttkvíarinnar og mögulegar bætur. Koma verður í veg fyrir allar gerðir af mismunun á milli bólusettra og óbólusettra skv jafnræðisreglunni. Sekta verður fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök sem gerast sek um slíka mismunun. Grímuskylda á alltaf að vera valkvæði. Ábyrgð í sóttvörnum á að vera hjá hverjum og einum. Notast á við tilmæli í stað reglugerðar. Afnema á allar takmarkanir innanlands og á landamærunum og beina orkunni og peningunum í að verja landspítalann aldraða og aðra viðkvæma hópa.

Afrita slóð á umsögn

#72 Þrándur Arnþórsson - 15.12.2021

Ekki verður séð að stjórnvöld hafi rekið "öflugt og markvisst sóttvarnastarf", þar sem enn eru í gildi reglur sem takmarka réttindi borgaranna án þess að sigur á pestinni sé í augsýn.

Það hljómar því ekki vel að gefa sóttvarnalækni meira vald en hann hefur nú þegar. Einræðislegir tilburðir og stjórnun með sérfræðivaldi kann ekki góðri lukku að stýra.

"Sóttvarnaaðgerðir" stjórnvalda hafa nú staðið yfir í bráðum tvö ár og valdið gríðarlegu tjóni, bæði fjárhagslegu fyrir smærri fyrirtæki, sérstaklega í ferðaþjónustu og einnig sálrænu álagi á þolendur sóttkvíar sem byggðar eru á falskt jákvæðum PCR prófum, grímuSKYLDU (sem er fasismi), fjarlægðarmörkum og fjöldatakmörkunum (eins og Íslendingar hafi þurft á því að halda) ásamt rakningarappi og ýmsu öðru sem brýtur á stjórnarskrá og mannréttindum.

Alþingi hefur val um að halda áfram í átt að meiri aðskilnaðarstefnu og fasisma, eins og við sjáum í Ástralíu og Austurríki eða fara leið mannréttinda og stjórnarskrár.

Sprautuherferð stjórnvalda með tilraunalyfjunum hefur nú þegar valdið gríðarlegum fjölda alvarlegra aukaverkana, þar með talið að minnsta kosti 32 andlátum.

Tökum ekki meiri áhættu, sérstaklega ekki fyrir börnin!

Afrita slóð á umsögn

#73 Reykjavíkurborg - 21.12.2021

Meðfylgjandi er umsögn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#74 Samtök iðnaðarins - 29.12.2021

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#75 Sindri Kristjánsson - 30.12.2021

Meðfylgjandi er umsögn Lyfjastofnunar um þessi áform.

Viðhengi