Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 3.–17.12.2021

2

Í vinnslu

  • 18.12.2021–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-227/2021

Birt: 3.12.2021

Fjöldi umsagna: 3

Áform um lagasetningu

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Áform um frumvarp til laga um breytingu á hafnalögum, nr. 61/2003.

Málsefni

Áformað er að leggja fram frumvarp til breytinga á hafnalögum. Innleidd verða ákvæði EES-gerðar um veitingu hafnarþjónustu og um gagnsæi í fjármálum hafna. Auk þess mun frumvarpið hafa að geyma ákvæði um gjaldtöku af fiskeldi, rafræna vöktun, stjórnsýslukærur vegna gjaldskrárákvarðana, skilgreiningu hafnarsvæða o.fl.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu verða í fyrsta lagðar til lagabreytingar til innleiðingar á ákvæðum reglugerðar (ESB) 2017/352 um að setja ramma um veitingu hafnarþjónustu og um sameiginlegar reglur um gagnsæi í fjármálum fyrir hafnir. Reglugerðin nær til hafna sem eru hluti af samevrópska flutninganetinu. Breytingar þessar snúa m.a. að setja ákvæði um það þegar annar aðila en höfn býður upp á þjónustu í höfnum, möguleika hafnar eða lögbærs yfirvalds til að gera lágmarkskröfur til utanaðkomandi aðila til að bjóða upp á þjónustu við skip eða heimildir til að takmarka fjölda þeirra sem bjóða upp á þessa þjónustu og að hafnarstjórn ráðfæri sig við notendur hafna við álagningu gjalda. Þá verður lögð til heimild fyrir hafnir til að veita umhverfisafslætti frá hafnargjöldum. Mun sú heimild ná til allra hafna hér á landi.

Í öðru lagi verður með frumvarpinu lagt til ákvæði um gjaldtöku hafna vegna fiskeldisstarfsemi. Er lagagrundvöllur slíkrar gjaldtöku talinn óskýr samkvæmt gildandi lögum. Hefur gjaldtakan grundvallast á e-lið 1. tölul. 2. mgr. 17. gr. hafnalaga um aflagjöld og hefur framkvæmd við gjaldtöku verið mismundandi eftir sveitarfélögum.

Í þriðja lagi verður kveðið á um rafræna vöktun í höfnum. Er talin þörf á ákvæði þessa efnis til að vinnsla persónuupplýsinga byggist á viðhlítandi lagastoð en ekki er að finna ákvæði þessa efnis í hafnalögum.

Í fjórða lagi verður lögð til breyting á 27. gr. hafnalaga um stjórnsýslukærur. Þar segir að heimilt að skjóta ákvörðunum hafnarstjórna, öðrum en gjaldskrárákvörðunum, til Samgöngustofu. Í reglugerð (ESB) 2017/352 er mælt fyrir um kæruferli vegna ágreinings um beitingu reglugerðarinnar og þörf á breytingu vegna þess ákvæðis. Þá segir í athugasemdum við frumvarp sem varð að hafnalögum nr. 61/2003, að ágreiningur vegna gjaldskrárákvarðana hafna heyri undir Samkeppnisstofnun (nú Samkeppniseftirlitið). Samkeppniseftirlitið hefur talið að hlutverk þess er lýtur að gjaldskrárkvörðunum sé bundið við ákvæði samkeppnislaga. Þarf því jafnframt að skýra í hafnalögum hvernig leyst skuli úr ágreiningi vegna gjaldskrárákvarðana, t.a.m. með kæruheimild til Samgöngustofu.

Í fimmta lagi verður lögð til skilgreining á hafnarsvæðum þannig að sett verði fram viðmið um hvernig beri að afmarka hafnasvæði á sjó í hafnarreglugerðum.

Í sjötta lag verður lagt til að efni III. kafli laga um vakstöð siglinga, nr. 41/2003, um hafnsögu og leiðsögu, verði færð í hafnalög.

Í sjöunda lagi kemur til skoðunar að setja heimild fyrir ráðherra til setningar reglugerðar um hafnamál, m.a. þannig að ráðherra verði heimilað að setja almenna hafnarreglugerð fyrir hafnir sem hafa ekki sett sér hafnarreglugerð.

Loks verða í áttunda lagi lagðar til breytingar á verkaskiptingu Samgöngustofu og Vegagerðarinnar á sviði hafnamála, m.a. er lýtur að eftirliti með hönnun og byggingu hafnarmannvirkja, sbr. 6. gr. laganna, og upplýsingar um hafnir, sbr. 9. gr. laganna.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

srn@srn.is