Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 3.–17.12.2021

2

Í vinnslu

  • 18.12.2021–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-228/2021

Birt: 3.12.2021

Fjöldi umsagna: 1

Áform um lagasetningu

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Áform um frumvarp til laga um breytingu á lögum um vaktstöð siglinga, nr. 41/2003.

Málsefni

Áformað er að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum um vaktstöð siglinga, nr. 41/2003. Með frumvarpinu verður leitast við að einfalda stjórnsýslu og skýra ábyrgð að því er varðar vakstöð siglinga. Þá er talin þörf á að skýra ákvæði laganna um árgjald.

Nánari upplýsingar

Samkvæmt lögum um vakstöð siglinga, nr. 61/2003, fara Samgöngustofa og Vegagerðin með framkvæmd laganna. Neyðarlínan annast síðan rekstur vakstöðvarinnar samkvæmt þjónustusamningi við ríkið en í framkvæmd er það Landhelgisgæsla Íslands sem fer með daglega stjórn hennar. Fyrirkomulag þetta þykir flókið og getur leitt til þess að ábyrgð aðila verði óskýr.

Ákvæði 3. mgr. 5. gr. varðar árgjald eigenda skipa fyrir þjónustu í sjálfvirka tilkynningarkerfinu. Að mati samgöngu- og sveitarstórnarráðuneytisins er ákvæðið ekki nægilega skýrt. Skera þurfi úr um hvort innheimta skuli þjónustugjald eða skatt.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

srn@srn.is