Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 11.–20.12.2021

2

Í vinnslu

  • 21.12.2021–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-230/2021

Birt: 11.12.2021

Fjöldi umsagna: 2

Áform um lagasetningu

Innviðaráðuneytið

Hagskýrslugerð og grunnskrár

Áform um lagasetningu um lagastoð fyrir mannvirkjaskrá

Málsefni

Til umsagnar eru drög að áformum um lagasetningu um nýja mannvirkjaskrá. Frestur til að skila inn umsögnum er til og með 20. desember nk.

Nánari upplýsingar

Vorið 2021 fór af stað verkefni sem snýst um að byggja upp nýja mannvirkjaskrá hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Verkefnið er hluti af stærra viðfangsefni sem lýtur að því að til verði áreiðanlegar rauntímaupplýsingar um mannvirkjagerð, tegundir fasteigna, notkunarsvið og stöðuna á húsnæðismarkaði með rekstri nútímalegra gagnagrunna. Þannig er stefnt að því til lengri tíma að öll byggingastig fasteigna verði samviskusamlega færð inn í grunninn sem verður opinn en einnig meiriháttar viðhaldsframkvæmdir á eldri byggingum, svo sem lagnaviðgerðir unnar að fagmönnum, meiriháttar þakviðgerðir o.s.frv. Áformað er að bæta inn heimildum fyrir mannvirkjaskrá í lög um skráningu og mat fasteigna og lög um húsnæðis og mannvirkjastofnun.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið

srn@srn.is