Samráð fyrirhugað 21.12.2021—14.01.2022
Til umsagnar 21.12.2021—14.01.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 14.01.2022
Niðurstöður birtar 04.03.2022

Áform um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011

Mál nr. 238/2021 Birt: 21.12.2021 Síðast uppfært: 04.03.2022
  • Innviðaráðuneytið
  • Áform um lagasetningu
  • Málefnasvið:
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður birtar

Þrjár umsagnir bárust um áform þessi og er umsagnaraðilum þakkað fyrir þær. Drög að frumvarpi til laga var birt í Samráðsgátt 4. mars 2022 til umsagnar (sjá mál nr. 53/2022).

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 21.12.2021–14.01.2022. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 04.03.2022.

Málsefni

Áformað er að breyta sveitarstjórnarlögum á þann veg að mælt verði með skýrari hætti fyrir um hvaða reglur skuli gilda um íbúakosningar.

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 er í þremur tilvikum gert ráð fyrir íbúakosningum. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir kosningum um skipan nefndar samkvæmt 38. gr. laganna, í öðru lagi kosningum um einstök málefni samkvæmt 107. gr. og í þriðja lagi kosningum um sameiningu sveitarfélaga samkvæmt 125. gr.

Fengin reynsla hefur leitt það í ljós að þær reglur sem nú gilda um íbúakosningar mættu vera skýrari. Jafnframt hefur komið fram að þær kröfur sem gerðar eru til íbúakosninga á grundvelli núgildandi sveitarstjórnarlaga kunna að vera óþarflega miklar sem leitt hefur til þess að sveitarfélög nýta sér ekki þau úrræði sem sveitarstjórnarlögin bjóða til þess að kanna vilja íbúa, heldur halda þess í stað sérstakar kannanir.

Með þingsályktun um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga nr. 21/150 samþykkti Alþingi meðal annars að stefna að því að sveitarfélög á Íslandi yrðu öflugur og sjálfbær vettvangur lýðræðislegrar starfsemi. Í samræmi við það markmið þykir mikilvægt að þau ákvæði sveitarstjórnarlaga sem mæla fyrir um íbúakosningar séu skýr og að allri óvissu um framkvæmd slíkra kosninga verði eytt. Vinna er því hafin, á grundvelli framangreindra sjónarmiða, að útfærslu þeirra reglna sem eiga að gilda um íbúakosningar.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Gísli Halldór Halldórsson - 05.01.2022

Í frummati á áhrifum er getið um fylgiskjal en það fylgiskjal er ekki sjáanlegt í gáttinni.

Eingöngu er getið um áhrif á ríkissjóð en ekkert minnst á sveitarsjóði eða aðra þætti sem gætu orðið fyrir áhrifum, s.s. framkvæmd kosninga, aðgengi kjósenda eða því um líkt.

Afrita slóð á umsögn

#2 Akureyrarbær - 13.01.2022

Bæjarráð Akureyrarbæjar telur mjög mikilvægt að endurskoða lagaumhverfi íbúakosninga til þess að þær gagnist sem hluti af íbúasamráði. Bæjarráð fagnar því fyrirhuguðum áformum um breytingu á X. kafla sveitarstjórnarlaga um samráð við íbúa.

Afrita slóð á umsögn

#3 Sveitarfélagið Skagafjörður - 14.01.2022

Á 998. fundi byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 12. janúar 2022 var tekið fyrir mál 238/2021,, Áform um frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011".

Byggðarráð Sveitarfélagsins Skagafjarðar tekur undir markmið frumvarpsins.

F.h. byggðarráðs

Sigfús Ingi Sigfússon

sveitarstjóri