Samráð fyrirhugað 23.12.2021—10.01.2022
Til umsagnar 23.12.2021—10.01.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 10.01.2022
Niðurstöður birtar

Upplýsingar í skýrslu stjórnar og framsetning þeirra

Mál nr. 244/2021 Birt: 23.12.2021 Síðast uppfært: 08.08.2022
  • Menningar- og viðskiptaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (23.12.2021–10.01.2022). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Meðfylgjandi eru drög að leiðbeiningum reikningsskilaráðs, Upplýsingar í skýrslu stjórnar og framsetning þeirra, lögð fram til samráðs.

Leiðbeiningar þessar ná til upplýsinga í skýrslu stjórnar félaga sem falla undir ákvæði laga nr. 3/2006 um ársreikninga. Þær endurspegla afstöðu reikningsskilaráðs, að höfðu samráði við ársreikningaskrá ríkisskattstjóra og Félag löggiltra endurskoðenda (FLE), um bestu framkvæmd á framsetningu upplýsinga í skýrslu stjórnar.

Upplýsingum í skýrslu stjórnar er almennt ætlað að styðja við og bæta við þær upplýsingar sem veittar eru annars staðar í ársreikningnum. Nánari leiðbeiningar en finna má í lögum um ársreikninga og reglugerð nr. 696/2019 um framsetningu þeirra hefur fram til þessa ekki verið að finna hér á landi. Markmið með útgáfu þessara leiðbeininga er að bæta úr því. Leiðbeiningunum er ætlað að vera yfirlit yfir grunnkröfur laga og reglugerða á þessu sviði með ítarlegri leiðbeiningum um þau atriði sem huga þarf sérstaklega að.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök atvinnulífsins - 10.01.2022

Góðan dag,

Samtök atvinnulífsins fagna útgáfu þessara leiðbeininga og telja þær til þess fallnar að gera fyrirtækjum auðveldara að setja fram upplýsingar sem ársreikningalög krefjast af þeim. Þær eru jafnframt til fyllingar Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq gefa út.

f.h. Samtaka atvinnulífsins,

Heiðrún Björk Gísladóttir

Afrita slóð á umsögn

#2 PricewaterhouseCoopers ehf. - 10.01.2022

Góðann daginn

PricewaterhouseCoopers vill gera eftirfarandi athugasemd við skjal Reikningsskilaráðs "Upplýsingar í skýrslu stjórnar og framsetning þeirra"

PricewaterhouseCoopers ehf leggur til að neðangreind málsgrein í lið 3.8 leiðbeiningum reikningsskilaráðs um upplýsingar í skýrslu stjórnar verði felld út:

"Nauðsynlegt er að greina frá fjárhæð arðgreiðslu sem stjórn leggur til eða að stjórn leggi til að ekki verði greiddur arður. Upplýsingar um fjárhæð fyrirhugaðrar arðgreiðslu eru mikilvægar fyrir notendur reikningsskilanna."

Bent er á að ákvörðun um arðgreiðslur er tekin á hluthafafundi, hér má benda á þrennt sem getur valdið því að fjárhæð arðgreiðslu sem er tilgreind í ársreikningi sé röng:

Þó að félagsstjórn geti lagt til einhverja fjárhæð í arðgreiðslu í skýrslu stjórnar í ársreikningi er ekkert sem kemur í veg fyrir að hún leggi til aðra fjárhæð á hluthafafundi.

Einnig er óvist hvort hluthafafundur samþykkir tillögu stjórnar.

Eins liggur ekki endilega fyrir hver tillaga stjórnar til hluthafafundar um arðgreiðslu þegar ársreikningur er samþykktur í stjórn.

Því eru leiðbeiningar að upplýsa um fjárhæð fyrirhugaðrar arðgreiðslu í skýrslu stjórnar ekki góð þar sem fjárhæð er óvissu háð og getur allt eins verið röng.

Það er engin lagakrafa um að tilgreina tillögu um arðgreiðslu í skýrslu stjórnar, ekki í lögum ársreikninga eða í lögum um hlutafélög eða einkahlutafélög. Fullyrðingin um að fjárhæð fyrirhugaðrar arðgreiðslu sé mikilvæg fyrir notendur er vafasöm þar sem fjárhæð getur verið röng. Í einhverjum tilfellum geta þessar upplýsingar komið að góðum notum fyrir einhverja lesendur, en jafnframt þarf að hafa í huga að þessar upplýsingar í ársreikningi geta verið blekkjandi fyrir lesendur þar sem um ranga fjárhæð gæti verið um að ræða.