Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 4.–18.1.2022

2

Í vinnslu

  • 19.1.–23.2.2022

3

Samráði lokið

  • 24.2.2022

Mál nr. S-1/2022

Birt: 4.1.2022

Fjöldi umsagna: 1

Áform um lagasetningu

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Áform um frumvarp til laga um peningamarkaðssjóði

Niðurstöður

Ein umsögn barst. Samtök fjármálafyrirtækja vekja athygli á því að samtökin telji ekki raunhæft að miða gildistöku laganna við 1. október 2022 eins og gert er ráð fyrir í áformunum. Þeir sem reka sjóði sem munu falla undir skilgreiningu peningamarkaðssjóða muni þurfa lengri tíma til að aðlaga reksturinn að ákvæðum reglugerðarinnar. Tekur ráðuneytið undir þetta og er tekið tillit til þess í drögum að lagafrumvarpi. Drög að frumvarpi hafa verið birt í samráðsgátt stjórnvalda.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra áformar að leggja fram frumvarp til nýrra heildarlaga um peningamarkaðssjóði sem mun innleiða reglugerð (ESB) 2017/1131 (reglugerð um peningamarkaðssjóði).

Nánari upplýsingar

Markmiðið með reglugerðinni er að ýta undir fjármálastöðugleika á innri markaðnum og auka fjárfestavernd, en einnig að koma í veg fyrir áhættuna af smitáhrifum peningamarkaðssjóða á raunhagkerfið, smitáhrifum á bakhjarla sjóðanna, sem og að draga úr óhagræði fyrir þá sem óska seint innlausnar, sérstaklega þegar óróleiki er á mörkuðum. Til að tryggja allt framangreint var talið þurfa að tryggja að seljanleiki peningamarkaðssjóða væri nægjanlegur til að geta mætt kröfum fjárfesta um innlausnir og að breyta þyrfti uppbyggingu peningamarkaðssjóða til að þeir geti staðið við loforð um stöðugt verð þrátt fyrir erfiðar markaðsaðstæður. Í reglugerðinni er m.a. kveðið á um skilyrði þess að mega reka peningamarkaðssjóði, svo sem reglur um staðfestingu sjóðanna, fjárfestingarstefnur og þær þrjár tegundir peningamarkaðssjóða sem heimilt er að reka, þ.e. peningamarkaðssjóð með fast innra virði sem fjárfestir í skuldum hins opinbera, peningamarkaðssjóð með lítið flökt í innra virði og peningamarkaðssjóð með breytilegt innra virði. Einnig eru ákvæði um verðmat á eignum sjóðanna og áhættustýringu, upplýsingagjöf til fjárfesta og til eftirlitsstofnana. Þá er kveðið á um að utanaðkomandi stuðningur við peningamarkaðssjóði sé óheimill.

Meginefni frumvarpsins verður lögfesting reglugerðarinnar og nauðsynlegra ákvæða þar að lútandi, svo sem um hvernig eftirlit fari fram, viðurlagaákvæði og heimildir til setningar stjórnvaldsfyrirmæla.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa fjármálamarkaðar

postur@fjr.is