Samráð fyrirhugað 04.01.2022—21.01.2022
Til umsagnar 04.01.2022—21.01.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 21.01.2022
Niðurstöður birtar

Hollustuháttareglugerð

Mál nr. 2/2022 Birt: 04.01.2022 Síðast uppfært: 25.01.2022
  • Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (04.01.2022–21.01.2022). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Drög að nýrri hollustuháttareglugerð sem ætlað er að koma í stað reglugerðar um hollustuhætti frá árinu 2002.

Unnið hefur verið að endurskoðun reglugerðarinnar frá því 2018 í samvinnu og samráði við hlutaðeigandi stofnanir og stjórnvöld. Starfshópur ráðherra með fulltrúum frá ráðuneytinu, Umhverfisstofnun og Samtökum heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi lagði fram tillögur að stefnu og áhersluatriðum á árinu 2018 sem höfð voru til hliðsjónar við endurskoðun á reglugerðinni auk þess sem markmiðið var einföldun og aukinn skýrleiki.

Helstu breytingar í drögum að nýrri hollustuháttareglugerð eru eftirfarandi:

• Tekið er mið af viðauka IV við lög nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir eins og honum var breytt með lögum nr. 66/2020.

• Bætt er við ákvæði um skráningu og útgáfu starfsleyfis til samræmis við breytingar á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir.

• Sérstakur kafli kveður á um skyldur rekstraraðila, m.a. varðandi hreinlæti og innra eftirlit.

• Ákvæði um sóttvarnavottorð og sóttvarnaundanþágur fyrir skip er ekki lengur að finna í hollustuháttareglugerð og stefnt er að því að fella þau út með þessari reglugerð og setja sér reglugerð um þau atriði, m.a. að höfðu samráði við sóttvarnalækni.

• Á grundvelli öryggissjónarmiða er fjallað sérstaklega um skipulagða afþreyingarstarfsemi.

• Kveðið er á um að leyfi forráðamanns þurfi til að heimilt sé að flúra, húðagata eða beita nálastungu á einstaklinga undir 18 ára aldri.

• Höfð er hliðsjón af lögum um kynrænt sjálfræði.

Umsögnum um drögin að reglugerðinni skal skilað í samráðsgátt stjórnvalda eigi síðar en 21. janúar 2022

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Reykjavíkurborg - 19.01.2022

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Reykjavíkurborgar um drög að hollustuháttarreglugerð.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Trans Ísland, félag transgender fólks á Íslandi - 20.01.2022

Meðfylgjandi er PDF skjal með umsögn Trans Íslands, félags trans fólks á Íslandi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Félag atvinnurekenda - 21.01.2022

Í viðhengi er umsögn Félags atvinnurekenda.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Samtökin '78,félag hinsegin fólks á Íslandi - 21.01.2022

Í fylgiskjali má finna umsögn Samtakanna '78 um drög að hollustuháttareglugerð.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Árný Sigurðardóttir - 21.01.2022

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Hörður Þorsteinsson - 21.01.2022

Umsögn Samtaka heilbrigðiseftirlitssvæða á Íslandi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Samtök iðnaðarins - 21.01.2022

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins, Samtaka iðnaðarins, Samtaka verslunar og þjónustu og Samtaka ferðaþjónustunnar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Reykjavíkurborg - mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð - 21.01.2022

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkur hefur undanfarin ár barist með ýmsum leiðum fyrir fullri innleiðingu laga nr. 80/2019 um kynrænt sjálfræði og uppfærslu reglugerða í takti við þau.

Hér er nýlegt opið bréf til til ríkisstjórnarinnar varðandi málefnið sem er undirritað af mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði Reykjavíkur, Q - félagi hinsegin stúdenta, Stúdentaráði Háskóla Íslands, Jafnréttisnefnd Háskóla Íslands, Femínistafélagi Háskóla Íslands, Samtökunum ‘78 og Trans Íslandi: https://www.frettabladid.is/skodun/opid-bref-til-rikisstjornarinnar/

Efni bréfsins er áréttað um leið og því er fagnað innilega að málið hafi notið stjórnsýslulegs framgangs með þessari framkomnu tillögu að breytingu á reglugerð um hollustuhætti. Hér vonum við að um sé að ræða fyrsta skrefið af fleiri nauðsynlegum breytingum er varða innleiðingu þessara mikilvægu laga.

Við vitum í dag að kyn eru ekki bara kynfæri. Það er kynvitundin sem ræður kyni fólks og lög um kynrænt sjálfræði staðfesta það. Þau gera þér kleift að skilgreina sjálft þitt kyn og veita þér þau réttindi sem fylgja því kyni. Þetta er óháð leiðréttingarferli viðkomandi enda ekki öll sem velja að fara í gegnum slíkt ferli. Mikilvægt er að allar reglugerðir staðfesti og styðji við þessi réttindi. Lög um kynrænt sjálfræði hafa ekki þau áhrif sem löggjafinn hafði í huga með setningu laganna á meðan reglugerðir hafa ekki verið uppfærðar í samræmi við lögin, því er brýnt að taka það verkefni alla leið sem allra fyrst.

Fyrsta samþykkta tillaga mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur á kjörtímabilinu 2018 - 2022 var að gera salerni í stjórnsýsluhúsnæði Reykjavíkur ókyngreind en eftir framfylgd þeirrar ákvörðunar var borgin gerð afturreka með þá breytingu vegna reglugerðar um húsnæði og salerni vinnustaða frá 1995. Ráðið hefur síðan beitt sér fyrir að sú reglugerð verði uppfærð sem og aðrar tengdar reglugerðir, eins og þessi reglugerð um hollustuhætti sem hér er verið að uppfæra, sem tekur fyrir almenningssalerni og klefa.

Mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráð Reykjavíkur hefur að auki unnið að því að tryggja aðgengi trans fólks og intersex fólks að klefum í sundlaugum og íþróttahúsnæði. Útbúnir hafa verið sérklefar í sundlaugum borgarinnar fyrir þau sem það kjósa, en reynsla okkar sýnir að þeir gagnast ekki bara trans og intersex fólki heldur einnig fólki sem sökum menningar, trúar, kynjasamsetningu fjölskyldna, fötlunar þar sem aðstoðarmanneskja af öðru kyni er með í för eða vegna annarra aðstæðna kjósa sérklefa. Þeir henta þó ekki öllum og því er mikilvægt að styðja við mannréttindi trans og intersex fólks og annars fólks með kyntjáningu og kynvitund sem fellur utan hefðbundinnar kynjatvíhyggju sem og staðfesta þau réttindi sem veitt eru í lögum um kynrænt sjálfræði. Í því skyni hefur borgin veitt starfsfólki fræðslu auk þess sem útbúnar hafa verið leiðbeiningar og upplýsingar fyrir starfsfólk íþróttamannvirkja um viðbrögð við fyrirspurnum vegna kyngreindra klefa og notkun trans fólks á þeim.

Ánægjulegt er að í reglugerðardrögunum sé það ávarpað að rekstraraðilar skuli fylgja lögum um kynrænt sjálfræði, sem og að við framkvæmd þessarar reglugerðar skuli tryggja að staðið sé vörð um rétt einstaklinga til kynræns sjálfræðis og líkamlegrar friðhelgi. Þetta eru jákvæðar og mikilvægar breytingar. Þó er það áréttað að brýnt er að reglugerð um hollustuhætti ávarpi hvernig beri að framfylgja þeim réttindum sem falin eru í lögum um kynrænt sjálfræði með skýrum hætti. Það vantar í reglugerðardrögin. Bæði hvað varðar salerni og klefa. Það skiptir máli að rekstrar- og framkvæmdaraðila hafi skýrar leiðbeiningar þar sem væntingarnar eru skilgreindar nákvæmlega til að styðja við að niðurstaðan verði sem best til þess fallin að standa vörð um réttindi og lífsgæði framangreindra hópa við breytingar og nýbyggingar.

Í reglugerðinni er kveðið á um eftirfarandi í 18. grein: ,,Þar sem salerni kvenna og karla eru aðskilin skal einnig vera til staðar einstaklingssalerni fyrir önnur kyn”. Þó þetta eigi vissulega að vera lágmarkskrafa þar sem öðrum breytingum verður ekki við komið þá dugar þetta ekki til að okkar mati. Æskilegt væri að leggja grunn að því viðmiði að salerni séu almennt ókyngreind í lokuðum básum og að það sé reyndin við uppbyggingu og almennar breytingar á húsnæði. Í gegnum vinnu starfshóps borgarinnar sem skoðaði ókyngreinda aðstöðu í skóla- og frístundahúsnæði kom í ljós að víða óskar fólk (starfsfólk og börn) eftir ókyngreindum lokuðum salernum, óháð kyni og kynvitund þeirra. Einnig væri rétt að setja þá kröfu að bjóða skuli upp á ókyngreinda klefa, sem og að ávarpa réttindi fólks sem skilgreinir sjálft sitt kyn til að sækja þá klefa sem henta, kyngreinda eða ókyngreinda.

Því er enn og aftur fagnað að málið sé komið á þetta stig og vill ráðið jafnframt koma á framfæri hvatningu til félagsmálaráðuneytisins að uppfæra reglugerð um húsnæði vinnustaða og salerni í samræmi við lög um kynrænt sjálfræði svo að Reykjavíkurborg og aðrir vinnustaðir sem vilja vera aðgengilegir öllum kynjum geti boðið upp á ókyngreind salerni án takmarkanna. Það er mikilvægt að reglugerðir taki mið af lögum og mannréttindum fólks. Vangaveltur um fjármagn og kostnað við breytingar mega ekki koma í veg fyrir það. Stefna stjórnvalda þarf að vera skýr og skiljanleg, sem og ávinningurinn af breytingunum.

Að öðru leyti er vísað til umsagnar Reykjavíkurborgar, sem ráðið tekur heilshugar undir. Í framhaldi er boðið upp á samtal um þessi sjónarmið um leið og vísað er á sérfræðinga mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu Reykjavíkur sem hafa unnið náið með ráðinu í málaflokknum.

Fyrir hönd mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur,

Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður

Afrita slóð á umsögn

#9 María Berg Guðnadóttir - 21.01.2022

Umsögn HSL v. fyrirhugaðra breytinga á hollustuháttareglugerð

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Félag ábyrgra hundaeigenda - 21.01.2022

Meðfylgjandi er umsögn Félags ábyrgra hundaeigenda.

Viðhengi