Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 05.01.2022–19.01.2022.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 07.03.2022.
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um ökuskírteini nr. 830/2011.
Með drögunum er lagt til að bætt verði við reglugerðina ákvæði sem kveði sérstaklega á um heimild lögreglu til að sannreyna gildi stafræns ökuskírteinis og sækja til þess upplýsingar í ökutækjaskrá með sérstökum skanna, gefnum út af ríkislögreglustjóra. Lagt er til að ríkislögreglustjóra verði einnig heimilað að gefa út sérstakan stafrænan skanna til nota fyrir aðra en lögreglu. Slíkur skanni sannreyni gildi ökuskírteinis og hvort upplýsingar sem fram koma á slíku ökuskírteini samræmist þeim upplýsingum sem skráðar eru í ökuskírteinaskrá, en sæki ekki viðkvæmar upplýsingar. Drögin gera sérstaklega ráð fyrir því að samþykki handhafa ökuskírteinis fyrir vinnslu persónuupplýsinga í slíkum tilvikum liggi fyrir.