Samráð fyrirhugað 11.01.2022—26.01.2022
Til umsagnar 11.01.2022—26.01.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 26.01.2022
Niðurstöður birtar 28.03.2022

Drög að frumvarpi til laga um evrópska langtímafjárfestingarsjóði

Mál nr. 7/2022 Birt: 11.01.2022 Síðast uppfært: 28.03.2022
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit, neytendamál og stjórnsýsla atvinnumála

Niðurstöður birtar

Drög að frumvarpi til laga um evrópska langtímafjárfestingarsjóði voru birt í samráðsgátt stjórnvalda 11. janúar 2022. Frestur til að skila umsögnum var til 26. janúar 2021. Engar umsagnir bárust.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 11.01.2022–26.01.2022. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 28.03.2022.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðherra birtir til umsagnar drög að frumvarpi til innleiðingar í íslenskan rétt á reglugerð (ESB) 2015/760 um evrópska langtímafjárfestingarsjóði (ELTIF).

Frumvarpið felur í sér ný heildarlög um evrópska langtímafjárfestingarsjóði. Meginefni frumvarpsins er því lögfesting ELTIF-reglugerðarinnar og nauðsynlegra ákvæða þar að lútandi, svo sem um hvernig eftirlit fari fram, um heimildir eftirlitsaðila til upplýsingaöflunar, viðurlagaákvæði og heimildir til setningar stjórnvaldsfyrirmæla.

Með gerðinni er settur rammi um notkun heitanna ELTIF og evrópskur langtímafjárfestingarsjóður fyrir þá rekstraraðila sem kjósa að markaðssetja slíkan sjóð. Í reglugerðinni er kveðið á um þau skilyrði sem uppfylla þarf til þess að unnt sé að markaðssetja sjóði sem þessa innan EES bæði til fagfjárfesta og einnig almennra fjárfesta. Þau skilyrði varða m.a. staðfestingu sjóðanna, samþykki yfirvalda á rekstraraðila ELTIF-sjóðs, fjárfestingarheimildir sjóðanna, gagnsæiskröfur og kröfur vegna markaðssetningar til almennra fjárfesta.

Tengd mál