Samráð fyrirhugað 11.01.2022—07.02.2022
Til umsagnar 11.01.2022—07.02.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 07.02.2022
Niðurstöður birtar

Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða

Mál nr. 8/2022 Birt: 12.01.2022 Síðast uppfært: 09.02.2022
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Sjúkrahúsþjónusta
  • Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta
  • Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa
  • Málefni aldraðra

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (11.01.2022–07.02.2022). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Lögð er í samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða.

Í drögunum er lagt til að Alþingi álykti um að aldrað fólk á Íslandi skuli búa við örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu þar sem aðgengi allra sé tryggt.

Til þess að framtíðarsýnin verði að veruleika er í drögunum lagt til að áhersla verði á eftirfarandi viðfangsefni heilbrigðisstefnu til ársins 2030:

1. Forysta til árangurs

2. Rétt þjónusta á réttum stað

3. Fólkið í forgrunni

4. Virkir notendur

5. Skilvirk þjónustukaup

6. Gæði í fyrirrúmi

7. Hugsað til framtíðar

Þær tillögur sem lagðar eru til í drögunum er ætlað að verða eitt megin gagna í vinnu verkefnastjórnar um stefnu í þjónustu við eldra fólk, sem skipa skal samkvæmt stjórnarsáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sem kynntur var 26. nóvember 2021. Hluti af þeim tillögum að aðgerðum sem Alþingi leggur til svo framangreind framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu við aldraða verði að veruleika heyra undir önnur ráðuneyti eða stjórnvöld en heilbrigðisráðherra. Til að hrinda framtíðarsýn um heilbrigðisþjónustu við aldraða í framkvæmd verði gerðar áætlanir um aðgerðir til fimm ára í senn í samráði við helstu hagsmunaaðila. Slíkar áætlanir verði uppfærðar árlega.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Sjúkraliðafélag Íslands - 26.01.2022

Í viðhengi er umsögn frá Sjúkraliðafélagi Íslands.

Með kveðju, Sandra B. Franks

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök atvinnulífsins - 02.02.2022

Góðan daginn.

Meðfylgjandi er umsögn f.h. Samtaka atvinnulífsins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Anna Björg Jónsdóttir - 06.02.2022

Í viðhengi er umsögn Félags íslenskra öldrunarlækna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Landssamtökin Þroskahjálp - 07.02.2022

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar er hér í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Samband íslenskra sveitarfélaga - 07.02.2022

Góðan daginn

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga

Virðingarfyllst,

Bryndís Gunnlaugsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Pálmi V Jónsson - 07.02.2022

Góðan daginn;

sendi hér með ábendingar í sérstöku skjali (viðhengi ) um breytingar sem ég tel að gætu verið til þess fallnar að styrkja það mikilvæga framtak sem í þingsályktunartillögunni felst.

Pálmi V. Jónsson,

yfirlæknir öldrunarlækninga við Landspítala

prófessor í öldrunarlækningum við Háskóla Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Öryrkjabandalag Íslands - 07.02.2022

Meðfylgjandi er umsögn Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Sigurjón Norberg Kjærnested - 07.02.2022

Góðan daginn

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

með góðri kveðju

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Sjúkratryggingar Íslands - 09.02.2022

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Landsamband eldri borgara - 09.02.2022

Viðhengi