Samráð fyrirhugað 11.01.2022—07.02.2022
Til umsagnar 11.01.2022—07.02.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 07.02.2022
Niðurstöður birtar 15.07.2022

Tillaga til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða

Mál nr. 8/2022 Birt: 12.01.2022 Síðast uppfært: 15.07.2022
  • Heilbrigðisráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Sjúkrahúsþjónusta
  • Hjúkrunar- og endurhæfingarþjónusta
  • Heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa
  • Málefni aldraðra

Niðurstöður birtar

Umrædd tillaga til þingsályktunar var samykkt á vorþingi 152. löggjafarþings með breytingum.

Skjal að loknu samráði

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 11.01.2022–07.02.2022. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 15.07.2022.

Málsefni

Lögð er í samráðsgátt drög að tillögu til þingsályktunar um mótun stefnu í aðdraganda aðgerðaráætlunar í heilbrigðisþjónustu við aldraða.

Í drögunum er lagt til að Alþingi álykti um að aldrað fólk á Íslandi skuli búa við örugga og hagkvæma heilbrigðisþjónustu þar sem aðgengi allra sé tryggt.

Til þess að framtíðarsýnin verði að veruleika er í drögunum lagt til að áhersla verði á eftirfarandi viðfangsefni heilbrigðisstefnu til ársins 2030:

1. Forysta til árangurs

2. Rétt þjónusta á réttum stað

3. Fólkið í forgrunni

4. Virkir notendur

5. Skilvirk þjónustukaup

6. Gæði í fyrirrúmi

7. Hugsað til framtíðar

Þær tillögur sem lagðar eru til í drögunum er ætlað að verða eitt megin gagna í vinnu verkefnastjórnar um stefnu í þjónustu við eldra fólk, sem skipa skal samkvæmt stjórnarsáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, sem kynntur var 26. nóvember 2021. Hluti af þeim tillögum að aðgerðum sem Alþingi leggur til svo framangreind framtíðarsýn í heilbrigðisþjónustu við aldraða verði að veruleika heyra undir önnur ráðuneyti eða stjórnvöld en heilbrigðisráðherra. Til að hrinda framtíðarsýn um heilbrigðisþjónustu við aldraða í framkvæmd verði gerðar áætlanir um aðgerðir til fimm ára í senn í samráði við helstu hagsmunaaðila. Slíkar áætlanir verði uppfærðar árlega.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Sjúkraliðafélag Íslands - 26.01.2022

Í viðhengi er umsögn frá Sjúkraliðafélagi Íslands.

Með kveðju, Sandra B. Franks

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök atvinnulífsins - 02.02.2022

Góðan daginn.

Meðfylgjandi er umsögn f.h. Samtaka atvinnulífsins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Anna Björg Jónsdóttir - 06.02.2022

Í viðhengi er umsögn Félags íslenskra öldrunarlækna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Landssamtökin Þroskahjálp - 07.02.2022

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar er hér í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Samband íslenskra sveitarfélaga - 07.02.2022

Góðan daginn

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga

Virðingarfyllst,

Bryndís Gunnlaugsdóttir

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Pálmi V Jónsson - 07.02.2022

Góðan daginn;

sendi hér með ábendingar í sérstöku skjali (viðhengi ) um breytingar sem ég tel að gætu verið til þess fallnar að styrkja það mikilvæga framtak sem í þingsályktunartillögunni felst.

Pálmi V. Jónsson,

yfirlæknir öldrunarlækninga við Landspítala

prófessor í öldrunarlækningum við Háskóla Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Öryrkjabandalag Íslands - 07.02.2022

Meðfylgjandi er umsögn Öryrkjabandalags Íslands, ÖBÍ.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Sigurjón Norberg Kjærnested - 07.02.2022

Góðan daginn

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.

með góðri kveðju

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Sjúkratryggingar Íslands - 09.02.2022

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Landsamband eldri borgara - 09.02.2022

Viðhengi