Samráð fyrirhugað 12.01.2022—21.01.2022
Til umsagnar 12.01.2022—21.01.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 21.01.2022
Niðurstöður birtar

Breyting á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu

Mál nr. 9/2022 Birt: 12.01.2022
  • Dómsmálaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Til umsagnar

Umsagnarfrestur er 12.01.2022–21.01.2022. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast.
Senda inn umsögn

Málsefni

Lagðar eru til breytingar á reikningshaldi Kirkjugarðasjóðs. Jafnframt er lagt til að felld verði brott ákvæði um Bálfarafélag Íslands.

Með frumvarpinu er lögð til sú breyting á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993 að reikningshald Kirkjugarðasjóðs sem biskupsstofa annast verði flutt til kirkjugarðaráðs og að reikningar sjóðsins verði framvegis birtir á vef kirkjugarðaráðs í stað þess að birta þá í Stjórnartíðindum. Jafnframt er lagt til að felld verði brott tvö ákvæði er snúa að Bálfarafélagi Íslands sem hefur verið lagt niður og ekki starfað í um 60 ár,

Viltu senda inn umsögn um málið?

Smelltu hér til að skrá þig inn með Íslykli eða rafrænni auðkenningu.

Ef umsögnin er send fyrir hönd samtaka, fyrirtækis eða stofnunar þarf umboð þaðan, sjá nánar hér.