Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 12.–21.1.2022

2

Í vinnslu

  • 22.1.–9.10.2022

3

Samráði lokið

  • 10.10.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-9/2022

Birt: 12.1.2022

Fjöldi umsagna: 130

Drög að frumvarpi til laga

Dómsmálaráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Breyting á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu

Niðurstöður

Alls bárust 130 umsagnir um frumvarpið við kynningu í samráðsgátt. 127 þeirra voru frá einstaklingum en hinar frá Tré lífsins - bálstofu og minningargörðum, nýstofnuðu Bálfarafélagi Íslands og frá Siðmennt. Umsagnirnar voru svo til samhljóða þó umsagnir félaganna þriggja hafi verið heldur ítarlegri. Umsagnirnar leiddu ekki til breytinga á frumvarpinu. Ítarlega er farið yfir umsagnir og viðbrögð við þeim í frumvarpi sem lagt var fram á Alþingi.

Málsefni

Lagðar eru til breytingar á reikningshaldi Kirkjugarðasjóðs. Jafnframt er lagt til að felld verði brott ákvæði um Bálfarafélag Íslands.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu er lögð til sú breyting á lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993 að reikningshald Kirkjugarðasjóðs sem biskupsstofa annast verði flutt til kirkjugarðaráðs og að reikningar sjóðsins verði framvegis birtir á vef kirkjugarðaráðs í stað þess að birta þá í Stjórnartíðindum. Jafnframt er lagt til að felld verði brott tvö ákvæði er snúa að Bálfarafélagi Íslands sem hefur verið lagt niður og ekki starfað í um 60 ár,

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Dómsmálaráðuneytið

postur@dmr.is