Samráð fyrirhugað 18.01.2022—08.02.2022
Til umsagnar 18.01.2022—08.02.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 08.02.2022
Niðurstöður birtar

Drög að þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks

Mál nr. 10/2022 Birt: 18.01.2022 Síðast uppfært: 18.01.2022
  • Forsætisráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála
  • Lýðheilsa og stjórnsýsla velferðarmála

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (18.01.2022–08.02.2022). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Í framkvæmdaáætluninni eru kynnt verkefni sem ætlað er að skilgreina stefnu stjórnvalda og lýsa tilteknum verkefnum sem ýmist er ætlað að varpa ljósi á stöðu hinsegin fólks í samfélaginu eða fela í sér beinar aðgerðir til hagsbóta fyrir samfélag hinsegin fólks.

Í framkvæmdaáætlun sem er sú fyrsta sem gerð er um málefni hinsegin fólks eru sautján verkefni sem skiptast á tíu ráðuneyti. Framkvæmdaáætlun um málefni hinsegin fólks er forgangsatriði í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar og munu þær aðgerðir sem mælt er fyrir um í áætluninni stuðla að réttarbótum og bættri stöðu hinsegin fólks.

Þær aðgerðir sem gerð er tillaga um í framkvæmdaáætluninni eru margvíslegar og snerta sumar mörg svið og þ. a. l. fleira en eitt ráðuneyti, sem og undirstofnanir ráðuneyta og aðrar stofnanir, sveitastjórnir, félagasamtök og hagsmunaaðila. Um er að ræða fyrstu framkvæmdaáætlunina sem snýr með beinum hætti og eingöngu að málefnum hinsegin fólks. Það er mikilvægt að auka þekkingu og búa til farveg fyrir málefnalega umræðu um stöðu og réttindi hinsegin fólks og ber áætlunin þess merki því mikil áhersla er lögð á fræðslutengd verkefni og vitundarvakningu um málefni hinsegin fólks. Nokkrar aðgerðir gera ráð fyrir starfshópum og áframhaldandi vinnu á útfærslu þeirra, aðrar gera ráð fyrir lagabreytingum og enn aðrar rannsóknum, gerð skýrslna og stefnumótun. Allar miða aðgerðirnar að því að bæta stöðu og réttindi hinsegin fólks til hagsbóta fyrir samfélagið allt.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Guðrún Vaka Helgadóttir - 21.01.2022

Gjarnan hefði mátt setja inn lagabreytingu eða úttekt á þeirri mismunun sem samkynhneigðar konur verða fyrir í kerfinu þegar þær kjósa að eiga barn saman (með eða án aðkomu Livio). Viðmótið sem mætir þessum konum í kerfinu er mjög einkennileg og mismunar þeim á grundvelli kyns. Fæðingarorlofssjóður krefst t.d. undirritunar þess aðila sem ekki gengur með barnið um að hún hafi samþykkt getnaðinn/frjóvgunina (eitthvað sem karlkyns makar þurfa ekki að gera jafnvel þótt ekkert sé vitað um hvar sæðið í þeim getnaði kom eða hvort höfð var aðkoma einkafyrirtækis við getnað). Ég óska eftir gagngerri endurskoðun á foreldrarétti samkynja para, heimild fyrir skráninu á fleiri en tveimur foreldrum og útstrokun á þeim kröfum að konur í samkynja samböndum verði að fara í gegnum rándýra einkastofnun ef þær ætla að eiga barn saman með gjafasæði (þess í stað mætti útbúa einfalt eyðublað fyrir sæðisgjafa um að hann afsali sér rétti til sæðisins og að sæðið sé gefið af fúsum og frjálsum vilja). Konur í samkynja sambúð eða hjónabandi ættu báðar sjálfkrafa að verða skráðar sem foreldrar barns sem verður til í því sambandi - annað er mismunun á grundvelli kyns.

Afrita slóð á umsögn

#2 Tryggvi Sveinsson - 24.01.2022

Ég tel að þetta öfugugga tal sé komið á mjög hálan ís.

Við fæddumst mismunandi og það er alveg þekkt hvernig börn eru búin til.

Ég er ekki tilbúinn að greiða fyrir það ef öfuguggar vilja láta búa til barn fyrir sig á rannsóknastofu ...

Afrita slóð á umsögn

#3 Matthías Matthíasson - 25.01.2022

Ég vil lýsa ánægju minni með þessa tímabæru þingsályktunartillögu. Það er mikilvægt að málefni hinsegin fólks séu skoðuð í samhengi; að fræðsla sé veitt, úrbætur gerðar þar sem þeirra er þörf og fjármagni veitt til rannsókna og úrbóta. Sérstaklega er mikilvægt að gæta að aðstæðum trans fólks sem býr oft við félagslega flókinn veruleika og síður styðjandi aðstæður en ýmsir aðrir hinsegin hópar. Ég vil minna á mikilvægi þess að huga að aðstæðum eldra hinsegin fólks; fólks sem kom út í óvinsamlegri heimi þar sem yfir vofði atvinnu- eða húsnæðismissir, útskúfun og jafnvel ofbeldi. Sumt eldra hinsegin fólk glímir við áfengisvanda, einangrun og slaka félagslega stöðu, sérstaklega tví- og samkynhneigt fólk en einnig trans fólk. Í sumum tilfellum hefur fólk ekki unnið úr þeim áföllum og hörðu aðstæðum sem mættu þeim á síðustu öld. Hommar með HIV smit eru margir hverjir ennþá félagslega einangraðir og upplifa útskúfun og vanlíðan. Það skiptir miklu að horft sé til aðstæðna allra hópa hinsegin samfélagsins um leið og þeim hópum sem eru í sérstaklega viðkvæmri stöðu er veitt athygli og stuðningur. Sérstaklega er mikilvægt að gæta að orðræðu og fræðslu vegna trans fólks sem á undir högg að sækja vegna illa ígrundaðrar orðræðu (t.d. í Bretlandi) um að kyn (e. gender) sé einhverskonar fasti. Slík orðræða jaðarsetur trans fólk og ómerkir á kerfisbundinn hátt tilveru þeirra. Orðræða af þessu tagi getur aukið hættu á andlegu og líkamlegu ofbeldi (getur gefið veiðileyfi á fólk). Tví- og samkynhneigt CIS fólk í góðum félagslegum aðstæðum á auðveldara með að þola það að vera kallað "öfuguggar" en trans fólk sem er oft í mjög varnarlausri og berskjaldaðri stöðu. Mikilvægt er að hafa í huga að enn er til ungt fólk sem á erfitt með að koma út úr skápnum sem tví- eða samkynhneigð. Fræðsla í skólakerfinu þarf að taka mið af því til viðbótar við þá ágætu fræðslu sem veitt er um hugtök, hópa og skilgreiningar.

Afrita slóð á umsögn

#4 Antonía Arna Janusdóttir - 27.01.2022

Það þarf að huga sérstaklega að málefnum trans fólks. Ég tek það fram að bið eftir aðgerðum er mörg ár (sem er stórhættulegt fyrir fólk í sjálfsvígshættu).

Einnig þarf sérstakt átak gegn hatursorðræðu og hatursglæpum. Hatursorðræðu hefur þær afleiðingar með í för að einstaklingar gerast líklegri til að beita aðra ofbeldi. Nú erum við að heyra að hinsegin ungmenni(börn) þori ekki ein út úr húsi af ótta við að fullorðið fólk vilji þeim illt. Þetta er mjög alvarlegt.

Og varðandi börn þá er mikilvægt að þau fái geðheilbrigðisþjónustu og að ekki sé biðlisti til að komast að hjá bugl. Barn sem er í sjálfsvígshættu á ekki að bíða í ár eftir að fá hjálp. Það er hættulegt.

Afrita slóð á umsögn

#5 Guðrún Elsa Tryggvadóttir - 04.02.2022

Meðfylgjandi er umsögn Reykjavíkurborgar um drög að þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks nr. 10/2022.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Sif Ólafsdóttir - 04.02.2022

Forsætisráðuneytið

Sent í samráðsgátt stjórnvalda

Stjórnarráðshúsinu v/Lækjartorg

101 Reykjavík                                                                                                  Reykjavík 4. febrúar 2022

Efni: Drög að þingsályktunartillögu um framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks 2022 - 2025 

Alþýðusambandið (ASÍ) fagnar þeim umbótum sem felast í þessari fyrstu framkvæmdaáætlun ríkisstjórnarinnar í málefnum hinsegin fólks og þeirri skýru stefnumótun sem í henni felast hinsegin fólki til hagsbóta.

ASÍ telur þá könnun sem minnst er á í 14. lið (fjölbreytileiki á vinnumarkaði) of takmarkaða til að hún skili tilskyldum árangri, þ.e.a.s. meti stöðu og aðgengi hinsegin fólks að vinnumarkaði. ASÍ leggur til að einnig verði lögð könnun lögð fyrir hinsegin launafólk og það spurt út í reynslu sína af vinnumarkaði. Niðurstöður gætu svo nýst Alþýðusambandinu einnig til að auka við þekkingu sína á veruleika hinsegin fólks, m.a. í fræðslu til handa félagslegum trúnaðarmönnum og starfsfólki stéttarfélaga og þannig lagt lóð sitt á vogaskálar til að auka jafnrétti hinsegin fólks.

Virðingarfyllst,

f.h. Alþýðusambands Íslands

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir, sérfræðingur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Dagný Ósk Aradóttir Pind - 07.02.2022

Í viðhengi er umsögn BSRB.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Landssamtökin Þroskahjálp - 07.02.2022

Umsögn Landssamtakanna Þroskahjálpar er hér í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Trans Ísland, félag transgender fólks á Íslandi - 07.02.2022

Meðfylgjandi er umsögn Trans Íslands, félags trans fólks á Íslandi, um aðgerðaráætlun um málefni hinsegin fólks.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Samband íslenskra sveitarfélaga - 07.02.2022

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

f.h. sambandsins,

Valgerður Rún

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Birna Björg Guðmundsdóttir - 07.02.2022

Umsögn Trans Vina er hér í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Íris Ellenberger - 07.02.2022

Meðfylgjandi er umsögn Írisar Ellenberger, dósents á Menntavísindasviði Háskóla Íslands og Auðar Magndísar Auðardóttur, nýdoktors á Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Dögg Hauksdóttir - 08.02.2022

Umsögn frá transteymi Barna og Unglingageðdeildar(BUGL) Landspitala

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Vilhjálmur Hilmarsson - 08.02.2022

Umsögn BHM

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Viðskiptaráð Íslands - 08.02.2022

Meðfylgjandi er umsögn Viðskiptaráðs Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Viðskiptaráð Íslands - 08.02.2022

Meðfylgjandi er umsögn Viðskiptaráðs Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Íþrótta-og Ólympíusamband Ísl - 08.02.2022

Umsögn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um drög að þingsályktun um framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks er hér sem viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Samtökin '78,félag hinsegin fólks á Íslandi - 08.02.2022

Meðfylgjandi er umsögn Samtakanna '78.

Viðhengi