Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 20.1.–7.2.2022

2

Í vinnslu

  • 8.2.–15.8.2022

3

Samráði lokið

  • 16.8.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-15/2022

Birt: 20.1.2022

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Umhverfismál

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um loftslagsmál nr. 70/2012 (leiðrétting o.fl.)

Niðurstöður

Frumvarp var samþykkt á Alþingi þann 14. júní 2022 sbr. lög nr. 47/2022

Málsefni

Með frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um loftslagsmál. Lagt er til að orðaröðun í 6. gr. b. laganna verði lagfærð og að innleidd verði EES-gerð sem breytir tilskipun 2003/87/EB.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpinu er lögð til breyting á orðaröðun í 1. mgr. 6. gr. b. í því skyni að inntak ákvæðisins verði rétt. Ákvæðið fjallar um að losun gróðurhúsalofttegunda og upptaka sem fellur undir flokk landnotkunar, breyttrar landnotkunar og skógræktar hjá milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar skuli ekki leiða af sér nettólosun á tímabilinu 2021–2025 annars vegar og 2026–2030 hins vegar til að tryggja framlag Íslands til sameiginlegs markmiðs Íslands, Noregs og Evrópusambandsins. Ekki er ætlunin í ákvæðinu að fjalla um upptöku gróðurhúsalofttegunda heldur losun gróðurhúsalofttegunda og upptöku sem fellur undir flokk landnotkunar og skógræktar. Með upptöku er átt við bindingu kolefnis úr andrúmslofti með tilteknum aðgerðum.

Jafnframt er í frumvarpinu lagt til að EES-gerð verði innleidd og henni bætt við 47. gr. laganna. Um er að ræða ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar (ESB) 2021/1416 sem breytir tilskipun 2003/87/EB og varðar flug frá Bretlandi sem eru undanþegin gildissviði viðskiptakerfis ESB með losunarheimildir.

Áform um lagasetningu voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda þann 17. desember 2021, mál nr. 234/2021.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa loftslagsmála

uar@uar.is