Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 21.1.–4.2.2022

2

Í vinnslu

  • 5.2.2022–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-16/2022

Birt: 21.1.2022

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Frumvarp til laga um breytingu á lögum um Slysavarnaskóla sjómanna, nr. 33/1991

Málsefni

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið kynnir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um Slysavarnaskóla sjómanna, nr. 33/1991.

Nánari upplýsingar

Með frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á lögum um Slysavarnaskóla sjómanna, nr. 33/1991, sem endurspegla fyrst og fremst breytingar sem hafa orðið á rekstri skólans frá gildistöku laganna.

Í fyrsta lagi er lagt til ákvæði þess efnis að Slysavarnafélagið Landsbjörg, sem annast rekstur skólans, haldi fjárreiðum hans aðskildum frá öðrum rekstri og starfsemi félagsins og verði heimilað að hafa rekstur skólans í sérstöku félagi.

Í öðru lagi eru lagðar til breytingar á ákvæðum er varða skólanefnd skólans sem skýra hlutverk þess og gera breytingu á aðkomu þess að ráðningu skólastjóra skólans.

Í þriðja lagi er gerð breyting á ákvæði um greiðslur til skólans þannig að kveðið sé á um þær séu samkvæmt þjónustusamningi við íslenska ríkið.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

srn@srn.is