Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 21.1.–4.2.2022

2

Í vinnslu

  • 5.2.–7.8.2022

3

Samráði lokið

  • 8.8.2022

Skjöl til samráðs

Fylgiskjöl

Mál nr. S-17/2022

Birt: 21.1.2022

Fjöldi umsagna: 0

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Sjávarútvegur og fiskeldi

Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða o.fl. (veiðar á bláuggatúnfiski)

Niðurstöður

Engar umsagnir bárust.

Málsefni

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur unnið að drögum að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um stjórn fiskveiða o.fl. vegna mögulegra veiða á bláuggatúnfiski.

Nánari upplýsingar

Ísland hefur náð að tryggja sér umtalsverðar veiðiheimildir af bláuggatúnfiski á vettvangi Atlantshafs-túnfiskveiðiráðsins (ICCAT). Undanfarin ár hafa íslensk skip þó ekki stundað þessar veiðar, þannig að íslenskur sjávarútvegur nýtur ekki góðs af þessum veiðiheimildum og gætu þær rýrnað eða horfið vegna þess. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur verið með til skoðunar valkosti um hvernig hægt sé að stuðla að því að túnfiskveiðar íslenskra skipa hefjist að nýju og verði hluti af íslenskum sjávarútvegi til framtíðar, með fullnýtingu hlutdeildar Íslands.

Frumvarpsdrögin leggja til breytingar á lögum um stjórn fiskveiða, á lögum um veiðar og vinnslu erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands, á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands og lögum um fjárfestingu erlendra aðila í atvinnurekstri. Gert er ráð fyrir að ákvæðin verði tímabundin bráðabirgðaákvæði sem miða að því að heimilt verði í þessum sérstöku aðstæðum sem uppi eru að veiðiheimildir eru ekki nýttar að íslenskir aðilar geti tekið á leigu erlend skip til veiðanna, eingöngu til veiða á bláuggatúnfiski skv. heimildum frá ICCAT. Markmiðið er að viðhalda veiðireynslu Íslands, kanna hagkvæmni veiðanna, hvetja til fjárfestinga og byggja upp innlenda sérþekkingu á slíkum veiðum.

Áform um lagasetningu ásamt frummati á áhrifum voru birt í samráðsgátt stjórnvalda frá 5. janúar 2022 til og með 18. janúar 2022 (mál nr. 4/2022).

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa sjávarútvegsmála

postur@anr.is