Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 25.1.–8.2.2022

2

Í vinnslu

  • 9.2.2022–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-18/2022

Birt: 25.1.2022

Fjöldi umsagna: 5

Drög að frumvarpi til laga

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 93/1995, um matvæli og lögum nr. 22/1994, um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru (lífræn framleiðsla)

Málsefni

Lagðar eru til breytingar á lögum um matvæli og lögum um eftirlit með fóðri áburði og sáðvöru.

Nánari upplýsingar

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra birtir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um matvæli og lögum um eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru til innleiðingar á reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2018/848 um lífræna framleiðslu og merkingu lífrænna vara.

Með frumvarpinu er lagt til að lög um lífræna landbúnaðarframleiðslu verði felld brott í heild sinni og ákvæði er varða lífræna framleiðslu verði felld inn í matvæla- og fóðurlöggjöfina.

Meginmarkmið frumvarpsins er að innleiða í íslenskan rétt reglugerð (ESB) 2018/848 um lífræna framleiðslu en um er að ræða nýja reglugerð sem leysa af hólmi eldri reglur sem innleiddar voru í íslenska löggjöf.

Frumvarpið felur í sér tillögur að efnisbreytingum á gildandi rétti sem nauðsynlegar þykja til innleiðingar en miðar jafnframt að því að einfalda regluverkið.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar að loknum umsagnarfresti. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa matvæla

mar@mar