Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 28.1.–11.2.2022

2

Í vinnslu

  • 12.2.2022–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-21/2022

Birt: 28.1.2022

Fjöldi umsagna: 6

Áform um lagasetningu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Orkumál

Áform um breytingu á lögum nr. 78/2002 um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar

Málsefni

Umhverfis- og auðindaráðuneytið kynnir til samráðs áform um breytingu á lögum nr. 78/2002 um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar.

Nánari upplýsingar

Notendur sem njóta niðurgreiddrar rafhitunar eiga þess kost að sækja um eingreiðslu til Orkustofnunar vegna kaupa á varmadælu. Varmadælur bæta orkunýtingu og geta lækkað bæði rafhitunarkostnað notenda sem og niðurgreiðslukostnað af hálfu ríkisins.

Núverandi stuðningskerfi felur í sér eingreiðslu byggða á krónutölu niðurgreiðslna á hverju dreifisvæði sem þýðir að styrkur getur verið mishár eftir svæðum. Kerfið hefur reynst þungt og óskilvirkt í framkvæmd enda felur það í sér hátt flækjustig fyrir notendur og tímafreka umsýslu Orkustofnunar, en áform þessi stefna að því að einfalda niðurgreiðslukerfið og fjölga með því varmadælum, sem hefðu í för með sér ávinning fyrir neytendur, ríki, raforkukerfið og orkuskipti.

Áformað er að gera breytingu á 12. gr. laga nr. 78/2002 um niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar. Í ákvæðinu er fjallað um fjárhæð styrkja. Áformað er að umorða 1. mgr. með þeim hætti að styrkir á grundvelli 5. tölul. 11. gr. (þ.e. styrkir til kaupa á varmadælu) miðist við tiltekið hlutfall af kostnaði vegna kaupa á búnaðinum.

Áformin eru opin til samráðs til 11. feb. nk.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa umhverfis og skipulags

magnus.baldursson@uar.is