Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 28.1.–11.2.2022

2

Í vinnslu

  • 12.2.2022–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-22/2022

Birt: 28.1.2022

Fjöldi umsagna: 2

Áform um lagasetningu

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Orkumál

Áform um niðurfellingu laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis og breytingu á lögum um eignarrét íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins

Málsefni

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir áform um niðurfellingu laga um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis og breytingu á lögum um eignarrét íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins

Nánari upplýsingar

Í stjórnarsáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, 2021 er sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja. Ríkisstjórnin muni ekki gefa út nein leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands.

Samkvæmt lögum nr. 73/1990 um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins má enginn leita að efnum til hagnýtingar á, í eða undir hafsbotninum utan netlaga í landhelgi, efnahagslögsögu og landgrunni utan netlaga nema að fengnu skriflegu leyfi Orkustofnunar. Með lögum nr. 13/2001 um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis var í löggjöfinni settur rammi um leyfisveitingu fyrir leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis.

Þannig gerir núgildandi löggjöf ráð fyrir að hægt sé að uppfylltum skilyrðum að fá útgefið leyfi til rannsóknar og vinnslu kolvetnis í efnahagslögsögu Íslands.

Áformað er að fella brott lög nr. 13/2001 um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis. Eins og rakið er hér að framan er stefna stjórnvalda að gefa ekki út leyfi til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands. Til samræmis við þá stefnu er áformað að orða með jákvæðum hætti bann við leit og vinnslu kolvetnis í efnahagslögsögu Íslands í lögum nr. 73/1990 um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa umhverfis og skipulags

magnus.baldursson@uar.is