Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 31.1.–14.2.2022

2

Í vinnslu

  • 15.2.–30.8.2022

3

Samráði lokið

  • 31.8.2022

Mál nr. S-24/2022

Birt: 31.1.2022

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Mennta- og barnamálaráðuneytið

Menning, listir, íþrótta- og æskulýðsmál

Áform um breytingar á lögum um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs

Niðurstöður

Áform um breytingar á lögum um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs voru til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda 31. janúar til 14. febrúar 2022. Ein umsögn barst sem var höfð til hliðsjónar við smíði lagafrumvarpsins. Frumvarpið var lagt fyrir Alþingi 1. apríl 2022.

Málsefni

Markmiðið með frumvarpi til breytingar á lögum um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs er að samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsmála fái viðhlítandi heimildir í lögum og að löggjöfin verði

Nánari upplýsingar

Frá því að samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs tók til starfa í byrjun árs 2020 hefur þörfin fyrir úrræðið sýnt sig. En eins og oft vill verða með lagasetningu hefur komið í ljós að þörf er á breytingum á lögunum með hliðsjón af því hvernig starf samskiptaráðgjafa hefur þróast. Má í því samhengi nefna að einstaklingar sem nýta úrræðið senda samskiptaráðgjafa oft á tíðum mjög viðkvæm gögn og er því talin þörf á að styrkja betur heimildir samskiptaráðgjafa til að vinna með viðkvæmar persónuupplýsingar. Markmiðið með frumvarpi til breytingar á lögum um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs er að samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsmála fái viðhlítandi heimildir í lögum og að löggjöfin verði þannig úr garði gerð að störf hans nýtist sem best almenningi til heilla.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

mrn@mrn.is