Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 1.–16.2.2022

2

Í vinnslu

  • 17.2.–26.9.2022

3

Samráði lokið

  • 27.9.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-25/2022

Birt: 1.2.2022

Fjöldi umsagna: 1

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Vinnumarkaður og atvinnuleysi

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins (málefni forstöðumanna ríkistofnana)

Niðurstöður

Ein umsögn barst, frá Félagi forstöðumanna ríkisstofnana, sem gaf tilefni til nánari skoðunar. Sú vinna er hafin innan ráðuneytisins og frestast málið á meðan hún stendur yfir.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins. Fyrirhugaðar breytingar snúa að málefnum forstöðumanna

Nánari upplýsingar

Verði frumvarpið að lögum verða niðurstöður grunnmats starfa, það er föst laun fyrir dagvinnu og önnur laun er fylgja starfi viðkomandi forstöðumanns, birt í auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Jafnframt verður með lögunum lögfest að samráðsskylda við heildarsamtök skv. 52. gr. laga nr. 70/1996 taki ekki til launafyrirkomulags forstöðumanna enda standa þeir utan stéttarfélaga, sbr. 1. tölul. 2. mgr. 1. gr. laga nr. 94/1986 um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

fjr@fjr.is