Samráð fyrirhugað 14.02.2022—28.02.2022
Til umsagnar 14.02.2022—28.02.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 28.02.2022
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim

Mál nr. 35/2022 Birt: 14.02.2022
  • Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Umhverfismál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (14.02.2022–28.02.2022). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Drög að nýrri reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim.

Hér er sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda drög að nýrri reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim. Nýja reglugerðin kemur í stað reglugerðar um sama efni frá árinu 2002.

Leikvallatæki eru, samkvæmt reglugerðinni, þau tæki eða mannvirki sem börn leika sér í eða á utanhúss og innanhúss og sem almenningur hefur aðgang að.

Unnið hefur verið að endurskoðun gildandi reglugerðar í samráði við hlutaðeigandi stofnanir og stjórnvöld og í samvinnu við sérfræðing á sviði öryggi leikvallatækja og leiksvæða.

Markmiðið með nýrri reglugerð er að stuðla enn frekar að öryggi barna og annarra í leik og umgengni við leikvallatæki eða leiksvæði, með því að tryggja að þau séu hönnuð, frágengin og viðhaldið á öruggan og viðurkenndan hátt. Þó nokkrar viðamiklar breytingar eru frá gildandi reglugerð og skýrt kveðið á um ábyrgð rekstaraaðila leiksvæða og leikvallatækja. Má þar nefna að aðalskoðun skal ætíð fara fram a.m.k. á þriggja ára fresti og oftar komi fram frávik með talsverðri eða hámarks áhættu eða ef rekstrarskoðun er ekki sinnt. Heilbrigðisnefnd metur alvarleika frávika og hvort það þurfi að fylgja þeim eftir.. Einnig eru gerðar kröfur um að rekstraraðilar haldi rekstrarhandbók sem heilbrigðisnefnd hefur aðgang að. Loks er kveðið markvissara á um þá staðla sem gilda um leikvallatæki.

Gert er ráð fyrir að reglugerðin nái utan um öll tæki sem falla undir þessa staðla, þ.á m. ærslabelgi, klifurveggi á leiksvæðum og vatnsleiktæki.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Árný Sigurðardóttir - 25.02.2022

Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Húsnæðis- og mannvirkjastofnun - 28.02.2022

Góðan dag

Meðfylgjandi er umsögn Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar við drög að reglugerð um öryggi leikvallatækja og leiksvæða og eftirlit með þeim.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Reykjavíkurborg - 28.02.2022

Umsögn frá umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Heilbrigðiseftirlit Suðurlands bs. - 28.02.2022

Umsögn Heilbrigðiseftirlits Suðurlands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 BSI á Íslandi ehf - 28.02.2022

Meðfylgjandi er umsögn BSI á Íslandi ehf.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Helga Björg Jónsdóttir - 28.02.2022

Meðfylgjandi er umsögn aðstandenda drengs sem lést þann 15. maí ári 2010 í leiktæki á opnu leiksvæði við fjöleignarhús.

Viðhengi