Umsagnarfrestur er liðinn (14.02.2022–28.02.2022).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Drög að frumvarpi um breytingu á ýmsum lögum vegna banns við leit, rannsókn og vinnslu kolvetnis (olíu) í efnahagslögsögunni.
Frumvarpinu er ætlað að framfylgja þeirri stefnu í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar að engin leyfi verði gefin út til olíuleitar í efnahagslögsögu Íslands. Ríkisstjórnin hefur jafnframt sett fram það markmið að Ísland nái kolefnishlutleysi og fullum orkuskiptum eigi síðar en árið 2040 og verði þá óháð jarðefnaeldsneyti fyrst ríkja.
Með frumvarpinu er lagt til að í samkvæmt lögum um eignarrétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins verði ekki heimilt að gefa út leyfi til leitar, rannsóknar eða vinnslu kolvetnis í efnahagslögsögunni. Þá er lagt til að lög um leit, rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu) verði felld brott. Auk þess eru í frumvarpinu gerðar tillögur til breytinga á ýmsum lögum sem innihalda vísun til leitar, rannsóknar og vinnslu kolvetnis í efnahagslögsögunni.
Frestur til að skila inn umsögnum um frumvarpsdrögin er til og með 28. febrúar 2022.
Vinsamlegast sjá umsögn Landvernda um málið í viðhengi.
Viðhengi