Samráð fyrirhugað 28.02.2022—22.03.2022
Til umsagnar 28.02.2022—22.03.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 22.03.2022
Niðurstöður birtar 30.05.2022

Áherslur og verklag við stefnumótun á sviði matvæla

Mál nr. 49/2022 Birt: 28.02.2022 Síðast uppfært: 30.05.2022
  • Matvælaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Landbúnaður
  • Sjávarútvegur og fiskeldi

Niðurstöður birtar

Nánar um niðurstöður

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 28.02.2022–22.03.2022. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 30.05.2022.

Málsefni

Greinargerð sem lýsir áherslum og fyrirhuguðu verklagi matvælaráðherra við stefnumótun á sviði matvæla. ATH. Umsagnarfrestur framlengdur til 22. mars 2022.

Greinargerð þessi lýsir áherslum og fyrirhuguðu verklagi matvælaráðherra við

stefnumótun á sviði matvæla á kjörtímabili ríkisstjórnar Framsóknarflokks,

Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar − græns framboðs sem hófst þann 28.

nóvember 2021.

Gert er ráð fyrir að þingsályktunartillaga að matvælastefnu verði lögð fyrir Alþingi.

Matvælastefnan verður leiðarstef í matvælaframleiðslu á Íslandi, hvort heldur

sem er í landbúnaði, sjávarútvegi eða fiskeldi. Stefnur í landbúnaði, sjávarútvegi

og fiskeldi munu þannig byggja á matvælastefnunni. Stefnurnar tengjast og móta

heildstæðan grunn fyrir sjálfbæra stefnu Íslands þar sem markmið og aðgerðir

eru skýrt afmarkaðar til langs tíma.

Sú stefnumótun sem gerð er grein fyrir í þessari greinargerð er ekki tæmandi fyrir

stefnumótun ráðuneytisins á kjörtímabilinu. Önnur stefnumótun mun hins vegar

leiða af og byggja á þeim grunni sem markaður er í matvælastefnu og

undirstefnum hennar.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Sigurjón Þórðarson - 09.03.2022

Umsögn um pólitíska stefnumörkun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, undir heitinu „Áherslur og verklag við stefnumótun á sviði matvæla“.

Umsögnin nær eingöngu til umfjöllunar kaflans um sjávarútvegsmál þ.e. frá bls. 8 og til bls. 15

Það sem einstakt við pólitíska stefnumörkun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, er að ekki er vitnað einu orði í stefnu Vg í sjávarútvegsmálum. Í stefnu Vg segir m.a. “ Festa þarf strandveiðar enn betur í sessi og auka svigrúm til félags- og bygðaráðstafanna.

Nei leiðarstefið í vinnunni virðist eiga að verða skýrsla sem Kristján Þór Júlíusson forveri hennar sem sjávarútvegsráðherra, lét einn af hugmyndfræðingum kvótakerfisins Svein Agnarsson skrifa um eigin kenningu árið 2021. Niðurstaða skýrslu Sveins var sú sama og þeirrar skýrslu sem hann skrifaði árið 2007, sem bar nafnið þjóðhagsleg áhrif aflareglu, þ.e. að hugmyndfræði hans sjálfs væri dásamleg.

Fyrstu verk matvælaráðherra í embætti voru þvert á stefnu Vg, þ.e. að skera niður afla til strandveiða og leggja fram frumvarp um að setja 2 nýjar nytjategundir inn í gjafakvótakerfi. Það var gert án þess að leggja með frumvörpunum nein líffræðileg rök, en ljóst er að frumvarpið mun leiða til brottkasts og matarsóunar!

Í stað þess að matvælaráðherra bretti upp ermar og boði að taka strax á þeim þáttum sem blasir við að þurfi að færa til betri vegar s.s. taka á þeim stóru í greininni sem komnir eru langt upp fyrir lögbundið kvótaþak og milliverðlagningunni í gegnum gervisölufélög í skattaskjólum (Namibíuaðferðin), þá virðist sem hún ætli að setja öll mál í enn eina sérhagsmunanefndina og salta í nokkur ár.

Tekið er heilshugar undir umfjöllun ritstjóra Kjarnans um þá vinnu sem ráðherra boðar hér, en í grein Þórðar Snæs Júlíussonar frá 4. Mars sl. segir:

„Ekki er til að bæta í trúna á raunverulegar breytingar að sitjandi ráðherra sjávarútvegsmála ætlar að skipa enn eina nefndina, nokkurs konar ofurnefnd yfir nokkrum starfshópum, til að fjalla um framtíðarskipan málaflokksins sem á að skila að sér seint á kjörtímabilinu, nánar til-tekið 2024. Ferlið minnir mjög á það sem var kynnt varðandi stjórnarskrárbreytingar á síðasta kjörtímabili, þar sem mikið var talað og fundað án þess að það skilaði á endanum nokkru.

Ráðherrann sem nú boðar þessa vegferð, Svandís Svavarsdóttir, sagði í ræðu á þinginu fyrir næstum sex árum síðan: „Í samfélaginu er viðvarandi og afar djúpstætt ósætti um núverandi fiskveiðistjórnarkerfi. Auðlindin sem sannarlega er þjóðainnar, við skiljum það öll svo, skilar einfaldlega ekki nægum verðmætum í sameiginlega sjóði og örfáar fjölskyldur hafa efnast gríðarlega um mjög langt skeið. Í raun má segja að eng¬inn sé sáttur við kerfið eins og það er nema þeir sem hagnast verulega á því og svo þeir stjórnmálaflokkar sem hafa gert sér far um að verja þau forréttindi, núverandi stjórnarflokkar.“

Gangi tímalína hennar eftir munu verða liðin átta ár frá því að ræðan um hið viðvarandi og djúp¬stæða ósætti var flutt þangað til að nefndin hennar lýkur störfum. Og 27 ár frá því útgerðarmenn fengu heimild til að veðsetja kvóta sem þeir eiga ekki, sem gerði handfylli manna að milljarðamæringum yfir nóttu.

Fáir með innsýn í stjórnmál telja þessa vegferð ráðherrans muni skila nokkru öðru en að kaupa tíma fyrir Vinstri græn þangað til að Sjálfstæðisflokkurinn slær allar breytingar á kerfinu út af borðinu. Vonandi reynist sú spá röng en sporin úr þessu ríkisstjórnarsamstarfi benda einfaldlega ekki til þess að nokkrar líkur séu þar á.“

Það sem ekki er til umfjöllunar og beinar rangfærslur í stefnuvinnu ráðherra.

A.

Á bls. 9 segir í stefnumótun á sviði matvæla eftirfarandi:

„Veigamikill þáttur í að ná sem mestum afrakstri úr auðlindinni var að aðlaga stærð fiskiflotans að afrakstursgetu fiskistofnanna. Sú aðlögun fór síðan fram, sér í lagi á tíunda áratugnum, með þeim hætti að útgerðir keyptu aflahlutdeildir eða skip og sameinuðu aflaheimildir þeirra á færri skip.“

Þessi fullyrðing stenst enga skoðun, en það sem gerðist á tíunda áratugnum var að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, sem gekk út á að veiða minna til að fá meira seinna var fylgt eftir út í ystu æsar. Niðurstaðan varð sú að þorskstofnin fór í niðursveiflu á ný um aldamótin þrátt fyrir að stefnunni hafði verið fylgt um árabil, þannig leiddi stefnan til gríðarlegar hörmungar yfir sjávarbyggðir landsins. Vestfirðingum fækkaði um 20% á 10 ára tímabili, enda var þorskaflinn árið 1994 innan við helmingur af því sem hann var árið 1987.

Hvernig sem á það er litið þá hafa markmið kvótakerfisins ekki gengið eftir en aflinn er miklu mun minni en fyrir daga kerfisins. Í þeim endurskoðunum sem hafa farið fram á kerfinu og aðferðafræðinni sem gengur út á að veiða minna til að fá meira seinna, hefur aldrei verið farið gaumgæfilega yfir líffræðileg álitamál sem tekin voru saman í skýrslu Tuma Tómassonar frá árinu 2002, „Fagleg gagnrýni á stofnmat og veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Það er furðulegt að ráðherra boði ekki að sérstaklega verði hugað að líffræðilegum forsendum ráðgjafarinnar sem eru meira en lítið vafasamar og stangast á við vistfræðileg lögmál.

B.

Vert er að vekja athygli á því að í umfjöllun matvælaráðherra er algerlega hlaupið yfir álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í máli Erlings Sveins Haraldssonar og Arnar Snævars Sveinssonar, um að kerfið brjóti í bága mannréttindi og búseturétt. Það er ljóst að stjórnvöld hafa ekki staðið við þau fyrirheit sem gefin voru til Mannréttindanefndar SÞ við úrlausn málsins, en það var m.a. að koma á strandveiðikerfinu og benda frelsi til grásleppuveiða og endurskoðunina á kerfinu til aukins jafnræðis.

Mikilvægt skref er að ganga strax í að bæta þeim Erlingi Sveini og erfingjum Arnar Snævars það tjón sem þeir urðu fyrir vegna þess misréttis sem þeir voru beittir af íslenska ríkinu og ganga hratt og örugglega í að efna þau fyrirheit sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna voru gefin.

Lokaorð

Ef ráðherrann ætlar ekki að láta ritstjóra Kjarnans vera sannspáann um að það nefndarstarf sem ráðherra boðar hér sé ódýr leið í pólitískum loddaraskap, þá verður ráðherra að sýna það strax skrefum til átt til jafnræðis og sanngirnis og virða mannréttindi Íslendinga.

Sigurjón Þórðarson, Sauðárkróki 9. mars 2022

S: 893 0919

Afrita slóð á umsögn

#2 Páll Guðfinnur Gústafsson - 09.03.2022

Umsögn um pólitíska stefnumörkun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, undir heitinu „Áherslur og verklag við stefnumótun á sviði matvæla“.

Umsögnin nær eingöngu til umfjöllunar kaflans um sjávarútvegsmál þ.e. frá bls. 8 og til bls. 15

Það sem einstakt við pólitíska stefnumörkun Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, er að ekki er vitnað einu orði í stefnu Vg í sjávarútvegsmálum. Í stefnu Vg segir m.a. “ Festa þarf strandveiðar enn betur í sessi og auka svigrúm til félags- og bygðaráðstafanna.

Nei leiðarstefið í vinnunni virðist eiga að verða skýrsla sem Kristján Þór Júlíusson forveri hennar sem sjávarútvegsráðherra, lét einn af hugmyndfræðingum kvótakerfisins Svein Agnarsson skrifa um eigin kenningu árið 2021. Niðurstaða skýrslu Sveins var sú sama og þeirrar skýrslu sem hann skrifaði árið 2007, sem bar nafnið þjóðhagsleg áhrif aflareglu, þ.e. að hugmyndfræði hans sjálfs væri dásamleg.

Fyrstu verk matvælaráðherra í embætti voru þvert á stefnu Vg, þ.e. að skera niður afla til strandveiða og leggja fram frumvarp um að setja 2 nýjar nytjategundir inn í gjafakvótakerfi. Það var gert án þess að leggja með frumvörpunum nein líffræðileg rök, en ljóst er að frumvarpið mun leiða til brottkasts og matarsóunar!

Í stað þess að matvælaráðherra bretti upp ermar og boði að taka strax á þeim þáttum sem blasir við að þurfi að færa til betri vegar s.s. taka á þeim stóru í greininni sem komnir eru langt upp fyrir lögbundið kvótaþak og milliverðlagningunni í gegnum gervisölufélög í skattaskjólum (Namibíuaðferðin), þá virðist sem hún ætli að setja öll mál í enn eina sérhagsmunanefndina og salta í nokkur ár.

Tekið er heilshugar undir umfjöllun ritstjóra Kjarnans um þá vinnu sem ráðherra boðar hér, en í grein Þórðar Snæs Júlíussonar frá 4. Mars sl. segir:

„Ekki er til að bæta í trúna á raunverulegar breytingar að sitjandi ráðherra sjávarútvegsmála ætlar að skipa enn eina nefndina, nokkurs konar ofurnefnd yfir nokkrum starfshópum, til að fjalla um framtíðarskipan málaflokksins sem á að skila að sér seint á kjörtímabilinu, nánar til-tekið 2024. Ferlið minnir mjög á það sem var kynnt varðandi stjórnarskrárbreytingar á síðasta kjörtímabili, þar sem mikið var talað og fundað án þess að það skilaði á endanum nokkru.

Ráðherrann sem nú boðar þessa vegferð, Svandís Svavarsdóttir, sagði í ræðu á þinginu fyrir næstum sex árum síðan: „Í samfélaginu er viðvarandi og afar djúpstætt ósætti um núverandi fiskveiðistjórnarkerfi. Auðlindin sem sannarlega er þjóðainnar, við skiljum það öll svo, skilar einfaldlega ekki nægum verðmætum í sameiginlega sjóði og örfáar fjölskyldur hafa efnast gríðarlega um mjög langt skeið. Í raun má segja að eng¬inn sé sáttur við kerfið eins og það er nema þeir sem hagnast verulega á því og svo þeir stjórnmálaflokkar sem hafa gert sér far um að verja þau forréttindi, núverandi stjórnarflokkar.“

Gangi tímalína hennar eftir munu verða liðin átta ár frá því að ræðan um hið viðvarandi og djúp¬stæða ósætti var flutt þangað til að nefndin hennar lýkur störfum. Og 27 ár frá því útgerðarmenn fengu heimild til að veðsetja kvóta sem þeir eiga ekki, sem gerði handfylli manna að milljarðamæringum yfir nóttu.

Fáir með innsýn í stjórnmál telja þessa vegferð ráðherrans muni skila nokkru öðru en að kaupa tíma fyrir Vinstri græn þangað til að Sjálfstæðisflokkurinn slær allar breytingar á kerfinu út af borðinu. Vonandi reynist sú spá röng en sporin úr þessu ríkisstjórnarsamstarfi benda einfaldlega ekki til þess að nokkrar líkur séu þar á.“

Það sem ekki er til umfjöllunar og beinar rangfærslur í stefnuvinnu ráðherra.

A.

Á bls. 9 segir í stefnumótun á sviði matvæla eftirfarandi:

„Veigamikill þáttur í að ná sem mestum afrakstri úr auðlindinni var að aðlaga stærð fiskiflotans að afrakstursgetu fiskistofnanna. Sú aðlögun fór síðan fram, sér í lagi á tíunda áratugnum, með þeim hætti að útgerðir keyptu aflahlutdeildir eða skip og sameinuðu aflaheimildir þeirra á færri skip.“

Þessi fullyrðing stenst enga skoðun, en það sem gerðist á tíunda áratugnum var að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar, sem gekk út á að veiða minna til að fá meira seinna var fylgt eftir út í ystu æsar. Niðurstaðan varð sú að þorskstofnin fór í niðursveiflu á ný um aldamótin þrátt fyrir að stefnunni hafði verið fylgt um árabil, þannig leiddi stefnan til gríðarlegar hörmungar yfir sjávarbyggðir landsins. Vestfirðingum fækkaði um 20% á 10 ára tímabili, enda var þorskaflinn árið 1994 innan við helmingur af því sem hann var árið 1987.

Hvernig sem á það er litið þá hafa markmið kvótakerfisins ekki gengið eftir en aflinn er miklu mun minni en fyrir daga kerfisins. Í þeim endurskoðunum sem hafa farið fram á kerfinu og aðferðafræðinni sem gengur út á að veiða minna til að fá meira seinna, hefur aldrei verið farið gaumgæfilega yfir líffræðileg álitamál sem tekin voru saman í skýrslu Tuma Tómassonar frá árinu 2002, „Fagleg gagnrýni á stofnmat og veiðiráðgjöf Hafrannsóknastofnunar. Það er furðulegt að ráðherra boði ekki að sérstaklega verði hugað að líffræðilegum forsendum ráðgjafarinnar sem eru meira en lítið vafasamar og stangast á við vistfræðileg lögmál.

B.

Vert er að vekja athygli á því að í umfjöllun matvælaráðherra er algerlega hlaupið yfir álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í máli Erlings Sveins Haraldssonar og Arnar Snævars Sveinssonar, um að kerfið brjóti í bága mannréttindi og búseturétt. Það er ljóst að stjórnvöld hafa ekki staðið við þau fyrirheit sem gefin voru til Mannréttindanefndar SÞ við úrlausn málsins, en það var m.a. að koma á strandveiðikerfinu og benda frelsi til grásleppuveiða og endurskoðunina á kerfinu til aukins jafnræðis.

Mikilvægt skref er að ganga strax í að bæta þeim Erlingi Sveini og erfingjum Arnar Snævars það tjón sem þeir urðu fyrir vegna þess misréttis sem þeir voru beittir af íslenska ríkinu og ganga hratt og örugglega í að efna þau fyrirheit sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna voru gefin.

Lokaorð

Ef ráðherrann ætlar ekki að láta ritstjóra Kjarnans vera sannspáann um að það nefndarstarf sem ráðherra boðar hér sé ódýr leið í pólitískum loddaraskap, þá verður ráðherra að sýna það strax skrefum til átt til jafnræðis og sanngirnis og virða mannréttindi Íslendinga.

Afrita slóð á umsögn

#3 Gísli Páll Guðjónsson - 12.03.2022

Framtíð fiskveiða á Íslandi

Ég heiti Gísli Páll Guðjónsson og er skipstjóri á Valdísi ÍS 889. Ég hef stundað handfæraveiðar í um 13 ár, og hef ég þannig fylgt í fótspor forfeðra minna sem slíkt stunduðu kynslóð fram af kynslóð. Á undaförnum árum hefur minni kynslóð hins vegar verið gert erfitt fyrir að stunda sjómennsku af þessu tagi.

Á meðan forfeður mínir þurftu að berjast við náttúruöflin á minni bátum og með minni öryggisbúnað, þarf mín kynslóð smábátasjómanna að berjast við annarskonar ógnir. Það er pólitíkusa sem og risastór og alltof öflug hagsmunasamtök sem heita SFS, áður LÍÚ. Ég tek sem dæmi að fyrir árið 2014 var hægt að leigja kvóta og kaupa sig inn í kerfið. Í dag er það ekki hægt því stórfyrirtækin eru búin að kaupa allt upp. Stórar útgerðir hafa þar með tekið yfir krókakerfið og samþjöppun aflaheimilda er vandamál sem pólitíkin, einhverra hluta vegna, hefur ekki haft hugrekki til að taka á.

Ég reyni að stunda handfæraveiðar allt árið, veiðar sem eru vistvænar og skemma ekkert út frá sér. Handfæraveiðar eru með miklu minna kolefnisspor en aðrar veiðar og eru veiðarfærin rafknúin, þannig að veiðarnar eru kolefnislausar, fyrir utan siglinguna á miðin og heim aftur.

Við notumst við króka með gervibeitu, annað en línuveiðibátar sem þurfa mikið magn af öðrum fisk sem beitu. Einnig eru slíkir bátar með vélarnar í gangi allan daginn, annað en bátar sem stunda handfæraveiðar. Mikilvægt í þessu samhengi er að benda á skaðsemi botndraganlegra veiðarfæra, en sá veiðiskapur er ástæða þess að minnka þarf kvótann reglulega. Skaðsemi þeirra veiðafæra er gríðarleg á allt vistkerfið og kolefnisporið miklu meira en á handfærum.

Eftir að bátum í krókakerfinu var leyft að stækka upp í 30 tonn og 15 metra árið 2014, hafa stórfyrirtækin keypt upp það kerfi. Afleiðingarnar eru þær að við sem stundum vistvænustu veiðar í heimi erum látin vera í samkeppni, um aflaheimildir, við fyrirtæki sem velta fleiri milljörðum á ári. Það sér það hver manneskja að sá leikur er ójafn.

Mörg þessara stórfyrirtækja hafa fengið úthlutarnir frá ríkinu á einhverjum tímapunkti og eru því með mikið forskot á aðra sem hafa ekki fengið úthlutað kvóta. Það eru mörg dæmi þess að togskip, sem undantekningalaust eru í eigu stórfyrirtækja, fái byggðakvóta en eru auk þess með nokkur þúsund tonn af kvóta. Með þessu er verið að eyðileggja krókakerfið.

Ég tel að það þurfi að taka af þessu lærdóm og framkvæma endurbætur en ekki ræða þær í nefndum.

Ég trúi því og vona að Ísland geti verið fyrirmynd í að innleiða fiskveiðimiðaða umhverfisvernd til framtíðar og jafnrétti til atvinnutækifæra. Eftirfarandi atriði tel ég mikilvægust:

• Afnema rækju og skelbætur

• Taka byggðakvóta af fyrirtækjum sem ráða yfir miklum heimildum fyrir

• Banna byggðakvóta á togskip

• Gera leigupott ríkisins að veruleika, fyrir kvótalitlar og kvótalausar útgerðir

• Auka kvóta í strandveiðikerfinu

Ég skora á Vinstri Græn að sýna fram á að það sé einhver raunveruleg umhverfishugsjón í þeirra stefnu og standa við kosningaloforðin. Þar vil ég helst nefna atriði úr þeirra eigin stefnu, það er stækkun 5,3% hluta kvótakerfisins upp í 10%.

Ég vona að nýr matvælaráðherra, Svandís Svavarsdóttir, hafi hugrekki til að framkvæma og gera kerfið sanngjarnara. Að stofna enn eina nefndina gerir ekkert annað en að tefja fyrir framförum og auka enn á ójöfnuð, ósanngirni og umhverfisspjöll.

Gísli Páll Guðjónsson

Suðureyri

Afrita slóð á umsögn

#4 Valdimar Ingi Gunnarsson - 13.03.2022

Umsögn Sjávarútvegsþjónustunnar ehf. í viðhengi

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Atli Hermannsson - 13.03.2022

Við Íslendingar erum að sögn með besta fiskveiðikerfi í heimi. í augum þeirra sem raka til sín arðinum af auðlindinni er það líklega alveg rétt. Það eru m.ö.o nokkrir ólikarkar sem sölsað hafa undir sig stærstan hluta af sameiginlegri auðlind þjóðarinnar. Þeir geta einnig nokkuð óáreittir stjórnað afurðarverðinu - hvað verður eftir hér á landi og hvað erlendis - í skattaskjólum. Þetta verður að stoppa. Skipta verður útgerðunum upp í annars vegar veiðar og hins vegar vinnslu. Aflahæsti ísfisk togarinn skilaði t.d. aðeins 200 króna meðalverði á síðasta ári. Aflahæsta uppsjávarskipið með aðeins 56 króna meðalverð fyrir loðnu-síld og makríl þegar norski flotinn er líklega nær 200 krónum. Svandís; Það þarf opinbera rannsóknarnefnd.

Þau okkar sem sitja uppi með virðlitlar eignir í brothættum byggðum sjá fiskveiðikerfið með öðrum augum en ólikarkarnir. Á sama tíma og því fólki eru allar bjargir bannaðar, eru þau sett í hlutverk betlara og þurfalinga sem háðir er velvilja, eða öllu heldur spillingakerfi eins og sérstökum - eða alveg einstökum byggðakvóta... Ef þetta er besta fiskveiðikerfi í heimi þá vil ég það ekki.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Ragnar Árnason - 14.03.2022

Umsögn um greinargerð matvælaráðuneytisins

Áherslur og verklag við stefnumótun á sviði matvæla (drög)

Í Samráðsgátt stjórnvalda var 28. febrúar sl. óskað eftir umsögnum við greinargerð matvælaráðuneytisins „Áherslur og verklag við stefnumótun á sviði matvæla“. Eftirfarandi er umsögn af minni hálfu.

Almennt

1. Framleiðsla matvæla er afar mikilvægur þáttur í íslensku efnahagslífi. Hagsæld landsmanna er því mjög undir því komin að viðkomandi atvinnuvegir, einkum sjávarútvegur og landbúnaður og iðngreinar sem á þeim byggjast, séu eins vel reknir og framast er unnt. Nauðsynlegt skilyrði til þess að svo megi vera er að stjórnvöld búi þeim skynsamlega, vel-hugsaða rekstrarumgjörð.

2. Það er því jákvætt að stjórnvöld leggi drög að stefnu að þessu marki og beri hana undir aðra kunnáttumenn og þjóðina.

3. Vegna greinargerðar matvælaráðuneytisins vaknar hins vegar spurning um hvað sé viðeigandi stjórnvald í þessu máli. Nú er það svo að um bæði landbúnað og sjávarútveg gilda lög. Í markmiðagreinum þeirra laga koma markmið löggjafans varðandi þessa atvinnuvegi skýrt fram. Verkefni matvælaráðuneytisins, sem er hluti af framkvæmdavaldinu, er að framkvæma þessi lög og leitast við að ná sem best þeim markmiðum sem þar eru sett fram. Matvælaráðuneytið sem hluti framkvæmdavaldsins á ekki að hafa frumkvæði að stefnumörkun í framleiðslu matvæla. Slíkt er hlutverk löggjafans. Löggjafinn er það stjórnvald sem á að ákveða stefnu ríkisvaldsins í einstökum málum. Hvað matvælaframleiðslu snertir, liggur sú stefna skýrt fyrir í gildandi lögum. Hugsanleg þingsályktunartillaga í framhaldi af stefnumótunarvinnu ráðuneytisins breytir þar engu um.

4. Það er hins vegar ekki óeðlilegt að matvælaráðuneytið útfæri hvernig það geti sem best framkvæmt þá stefnu sem fram kemur í gildandi lögum. Slíka útfærsla má e.t.v. skoða sem nánari stefnumótun innan ramma laganna.

5. Í umræddri greinargerð matvælaráðuneytisins er þessu hins vegar ekki að heilsa. Þar er ekki einu sinni vísað til markmiða viðkomandi atvinnuvega samkvæmt lögum, hvað þá að því sé lýst hvernig ráðuneytið hyggst ná þeim. Þess í stað er í greinargerðinni farið langt út fyrir umræddan lagaramma. Stefnumið matvælaráðuneytisins sem sett eru fram á bls. 5 eru í fyrsta lagi miklu víðtækari en gildandi lög um matvælaframleiðslu í landinu í þeim skilningi að þau taka til miklu fleiri þátta en þau lög. Í öðru lagi fara þau langt út fyrir svið matvælaframleiðslu. Þannig fjalla þau m.a. um náttúruvernd, nýsköpun, heilsufar, almenn samfélagsgæði, jöfnuð, loftlagsmál og svokallað hringrásarhagkerfi. Umhugsunarvert er að ýmis af þessum málefnum eru ekki aðeins utan markmiðaramma matvælaframleiðslunnar samkvæmt gildandi lögum heldur er þau beinlínis á verksviði annarra ráðuneyta. Í þriðja lagi verður ekki betur séð en þessi víðtæku stefnumið fari nærri því að brjóta í bága við þau markmið sem löggjafinn hefur sett um landbúnað og sjávarútveg í gildandi lögum. Það er vegna þess að umrædd stefnumiðum ráðuneytisins fela í sér kröfu um verulega breytingu á framleiðsluháttum í matvælaframleiðslu sem hrekja munu viðkomandi framleiðslufyrirtæki af hagkvæmustu framleiðslubraut og þannig hækka kostnaðarverð framleiðslunnar. Það mun að sjálfsögðu bitna á neytendum og skattgreiðendum. Þar til sýnt verður fram á annað verður ekki betur séð en það brjóti einnig í bága við markmiðin um hagkvæma nýtingu auðlinda, hagræðingu, bætta samkeppnishæfni og góða afkomu framleiðenda sem eru meginstef í markmiðasetningu sjávarútvegs og landbúnaðar.

6. Greinargerðin er rituð eins og allt sem gerist í matvælaframleiðslu hér á landi sé ákveðið af stjórnvöldum. Vera kann að svo hafi verið í gömlu Sovétríkjunum og öðrum alræðisríkjum. Á Íslandi og öðrum markaðshagkerfum eru það hins vegar fyrirtækin í viðkomandi atvinnuvegum sem með ákvörðunum sínum ráða hvernig atvinnugreinarnar þróast. Stjórnvöld geta einungis haft áhrif á framleiðsluhætti og þróunin greinanna með því að beita þeim stjórntækjum sem þau hafa til að hafa áhrif á starfsumhverfið og þá hvata sem fyrirtækin standa frammi fyrir. Því eru það þessi stjórntæki og virkni þeirra sem verða meginatriði þegar verið er að reyna að móta þróun atvinnuvega. Í því samhengi má ekki gleyma því að rekstrar- og samkeppnisskilyrði setja einnig möguleikum á opinberri stýringu á atvinnuvegum takmörk, jafnvel þótt enn sé svigrúm í stjórntækjunum. Afkoma fyrirtækjanna og afkomuhorfur verða einfaldlega að vera jákvæðar. Annars verður ekki um neina framleiðslu að ræða. Því miður örlar ekki á skilningi á þessum grundvallaratriðum í greinargerðinni.

7. Af ofangreindu má ljóst vera að til þess að stefnumótun í matvælaframleiðslu sé raunhæf verður hún að fjalla um leiðir að markmiðunum, þá hvata sem fyrirtækin búa við og þessar leiðir skapa, virkni þeirra boða og banna sem geta falist í leiðunum og þau takmörk sem samkeppnisaðstæður setja. Þessu þarf síðan að fylgja sæmilega vel gerð kostnaðar-ábatagreining sem sýnir að ábatinn af fyrirhuguðum aðgerðum sé meiri en kostnaðurinn. Ekkert slíkt er að finna í þessari greinargerð. Af þessari ástæðu er hún ófullbúin og ótæki í þeirri mynd sem hún nú er.

8. Í þeim stefnumiðum sem fram eru sett í greinargerðinni (bls. 5) er eftirtektarvert að þar er ekki minnst á að

(1) Matvælastefna þjóðarinnar skuli stuðla að velsæld/hagsæld Íslendinga-, sem margir myndu telja að sé meginhlutverk atvinnuvega.

(2) Rekstrarskilyrði fyrirtækja í matvælavinnslu þurfi að vera traust og afkoman góð.

(3) Mikilvægt sé, og jafnvel úrslitaatriði þar sem selt er á sömu mörkuðum, að samkeppnisstaða innlendra matvælaframleiðenda sé ekki vera lakari en erlendra fyrirtækja

(4) Hlutverk stjórnvalda og þar með matvælastefnu stjórnvalda sé að tryggja eftir megni -markmið (1)-(3) náist.

Þess í stað er megináherslan í þessum stefnumiðum að (i) ná illa skýrgreindum vistfræðilegum markmiðum, (ii) hjálpa til við að leysa alþjóðlegum vandamál í loftslagsmálum, (iii) gæta að orðspori Íslands erlendis og (iv) ná samfélagslegum markmiðum um jöfnuð óháð efnahag (sic!), kyni, uppruna og búsetu.

Það liggur alls ekki ljóst fyrir og er ekki útskýrt í greinargerðinni hvernig það að vinna að þessum stefnumið muni bæta hag venjulegra Íslendinga.

9. Sem fyrr greinir (liður 5 hér að framan) fela stefnumiðin fyrir innlenda matvælaframleiðslu sem sett eru fram á bls. 5 í sér auknar kvaðir og nýjar byrðar á viðkomandi atvinnuvegi. Í því sambandi þarf að hafa hugfast að öll íslensk matvælaframleiðsla á í samkeppni við erlenda matvælaframleiðslu. Þetta á bæði við um matvælaframleiðslu til útflutnings (einkum sjávarútvegur og fiskeldi) og matvælaframleiðslu fyrir innanlandsmarkað (einkum landbúnaður).

Ekki þarf að orðlengja það að séu meiri kvaðir og byrðar lagðar á innlenda matvælaframleiðendur en erlenda, líkt og stefnumið matvælaráðuneytisins fela í sér, mun samkeppnisstaða innlendu framleiðendanna versna. Þar með er, samkvæmt alþekktum hagfræðilögmálum, þess að vænta að afkoma þeirra rýrni og framleiðslan minnki. Það fer því ekki saman að annars vegar efla innlenda matvælaframleiðslu og hins vegar leggja á hana kvaðir og byrðar umfram það sem samkeppnisaðilarnir búa við. Það verður heldur ekki til að ná markmiðum í loftlagsmálum ef kröfur um útblástur og kolefnisjöfnuð á innlenda matvælaframleiðendur verða til þess að framleiðsla þeirra flytjist til annarra landa þar sem þessar kvaðir eru minni.

Eigi á annað borð að ná þeim stefnumiðum sem upp eru talin á bls. 5 í greinargerðinni, þ.á m. að matvælaframleiðslan sé rekin (i) í samræmi við loftlagsmarkmið stjórnvalda, (ii) lágmarki kolefnissporið, (iii) stuðli að jöfnuði án tillits til efnahags, kyns, uppruna eða búsetu o.s.frv. er nauðsynlegt að leiðirnar að þessum markmiðum feli ekki í sér byrðar á innlend fyrirtæki umfram þær sem samkeppnisaðilarnir erlendis að búa við.

Um þetta grundvallaratriði er ekkert fjallað í greinargerðinni.

10. Þegar á heildina er litið virðast höfundar þessarar greinargerðar líta svo á matvælastefna snúist um að velja áferðarfalleg markmið, svona rétt eins og neytendur velur vörur úr hillu eða barn býr til óskalista fyrir jólin, og engar náttúrulegar eða hagrænar takmarkanir komi í veg fyrir að þessi markmið geti náðst. Raunveruleikinn er hins vegar sá að lögmál náttúru og efnahagslífs takmarka mjög hvaða markmiðum er unnt að ná og raunhæf stefnumörkun snýst því fyrst og fremst um að raða markmiðum í forgangsröð og útfæra skynsamlegar leiðir að þeim. Tæpast þarf að orðlengja það að aðgerðir stjórnvalda sem einblína á óskalista eru líklegar til að hafa hrapallegar afleiðingar.

14.03.2021

Ragnar Árnason

Prófessor emeritus

Afrita slóð á umsögn

#7 Karólína Elísabetardóttir - 14.03.2022

Hvergi er minnst á einstakri stöðu Íslands

a) varðandi búfjárkynin fjögur sem byggjast að 99,9 % enn á sama grunni og fyrir 1100 árum (hér á ég við hross, sauðfé, mjólkurkýr og geitfé). Þróunin í útlöndum sýnir glögglega: Eina leiðin til verndar þeirra er að þau verða áfram einu búfjárkynin og verða áfram kynbætt eins og hefur verið gert með miklum árangri - í staðinn fyrir að flytja inn erlend kyn. Afurðir þeirra eru að mörgu leyti af gæðum sem engin önnur kyn í heiminum (nema kannski kyn með miklu lakara afkastagetu) hafa upp á að bjóða. Ef talað er um "skuldbindingar": Hér eru skuldbindingar sem ekki einfaldlega er hægt að hunsa.

b) varðandi framúrskarandi dýravelferð, hverfandi litla sykla- og eiturlyfjanotkun og sjálfbærni búskapsins (að langmestu leyti "grasabúskapur"!) með ofangreind búfjárkyn - og það án þess að hann sé "lífrænn"! Þessa stöðu þarf að varðveita og bæta - í "venjulegum" landbúnaði (sem er ekki skilgreindur sem lífrænn). Það er hættulegt að færa stöðu annara landa yfir á Ísland - í öðrum löndum er lífrænn búskapur eina leiðin til framleiðslu heilbrigða matvæla - á Íslandi hins vegar er þessu markmiði þegar náð í "venjulegum" landbúnaði.

Búskapargrein eins og sauðfjár- og geitfjárrækt

- sem leyfir dýrunum að sinna eðli sínu á sumrin eins og villifé,

- sem leyfir einstaka eiginleika eins og vitsmuni og greind, hæfileika að bjarga sér undir flóknum kringumstæðum (hvar er þetta til annars staðar í hátækniþjóðfélögum?),

- sem er að mestu leyti óháð innfluttu fóðri og umbreytir grasi og aðra jurtir (sem mannfólk getur ekki notað beint) í hágæða kjöt, ull og fleira -

svoleiðis búskapargrein þarf að styðja sérstaklega - í staðinn fyrir að minnka hann til að auka kjúklingakjöts- og svínakjötsát neytenda enn meira (nefni bara stikorðin dýravelferð og sjálfbærni!).

(Það furðulega er að þessi sauðfjárbúskapur er á sama tíma afkastarmeiri en sá sem er stundaður í öðrum löndum með "þaulræktuð" kyn. Að samfélagið virðist ekki kunna að meta þetta nógu vel - því þarf að breyta, en ekki öfugt.)

Karólína Elísabetardóttir, Hvammshlíð.

Afrita slóð á umsögn

#8 Umhverfisstofnun - 15.03.2022

Hjálögð er umsögn Umhverfisstofnunar.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Eygló Björk Ólafsdóttir - 15.03.2022

Meðfylgjandi er umsögn frá VOR - Verndun og ræktun, félag framleiðenda í lífrænum búskap

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Félag atvinnurekenda - 15.03.2022

Í viðhengi er umsögn Félags atvinnurekenda.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Vestfjarðastofa ses. - 15.03.2022

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Vestfjarðastofu og Fjórðungssambands Vestfirðinga.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Dóra Svavarsdóttir - 15.03.2022

Umsögn við greinargerð, Áherslur og verklag við stefnumótun á sviði matvæla.

Skrifað af Dóru Svavarsdóttur matreiðslumeistara og Ólafi R. Dýrmundssyni Búvísindamanni

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Sigurður Pétursson - 15.03.2022

Umsögn vegna „Fiskeldisstefnu“ sem hluti stefnumótunar matvælaframleiðslu

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Landssamband veiðifélaga - 15.03.2022

Meðfylgjandi er umsögn Landssambands veiðifélaga um fiskeldisstefnu.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Halldór Gunnlaugsson - 15.03.2022

Í viðhengi er sameiginleg umsögn Íslenskra Verðbréfa hf., ÍS 47 ehf. og Hábrúnar hf.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Sturla Böðvarsson - 17.03.2022

Matvælaráðuneytið

Undirritaður, í umboði sjávarútvegsfyrirtækjanna Þórsnes ehf. og Agustson ehf. í Stykkishólmi, vísar til greinagerðar um áherslur og verklag við stefnumótun á sviði matvæla sem er í Samráðsgátt Stjórnarráðsins.

Á undanförnum árum hefur verið leitað eftir því að endurmeta úthlutun skelbóta sem sett var í reglugerð árið 2003 í kjölfar þess að veiðar á hörpudiski í Breiðafirði voru aflagðar vegna sýkingar sem lagðist á stofninn. Síðasta reglugerð um skelbætur sem sett var er númer 922/2021 og tók gildi 11. ágúst 2021. Þegar lög voru sett um aflamarkskerfið voru bolfisks aflaheimildir skelbáta við Breiðafjörð skertar verulega, sem útgerðirnar höfðu byggt upp með veiðireynslu samhliða veiðum á hörpudiski. Þessar veiðiheimildir sem teknar voru vegna skelveiða gengu ínn í stóra kerfið til úthlutunar.

Vegna þessa máls vísar undirritaður til þeirra gagna sem send hafa verið inn til ráðuneytisins s.l. ár og varðar skelbæturnar sem hafa verið skertar mikið. Telja verður eðlilegt að athugasemdir þessar verði teknar til umfjöllunar þegar vinnan við stefnumótun á sviði matvæla verður tekin upp.

Í viðhengi eru gögn sem lýsa þeim þáttum sem um er að ræða auk annarra þeirra erinda sem send hafa verið til ráðuneytisins. Þess er vænst að tekið verði tillit til þeirra ábendinga sem varða skelbætur og aflaheimildir í hörpudiski þegar áherslur og verklag við stefnumótun á sviði matvæla og þar með á sviði sjávarútvegsmála verða mótaðar. Sérstaklega er minnt á niðurstöður starfshóps sem skipaður var til þess að fjalla um aflaheimildir sem ríkið fer með forræði yfir . Formaður starfshópsins var Þóroddur Bjarnason, prófessor við Háskólann á Akureyri. Þar var fullt tillit tekið til sérstöðu þeirra útgerða sem hafa gert út skelveiðibáta sem fengið hafa skelbætur. Þær hafa verið skertar verulega. Undirritaður er tilbúinn til þess að veita frekari upplýsingar verði þess óskað.

Virðingarfyllst,

F.h. Þórsnes ehf. og Agustson ehf. Stykkishólmi.

Sturla Böðvarsson

Ásklif 20, 340 Stykkishólmur

Sími 863 8888

sturla@sturla.is

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði sf. - 18.03.2022

Umsögn Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði er í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Samtök iðnaðarins - 21.03.2022

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka iðnaðarins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#19 Vigfús Þórarinn Ásbjörnsson - 21.03.2022

Íslenskum stjórnvöldum ber að virða mannréttindi og almannahagsmuni.

Umsögn smábátafélagsins Hrollaugs á Höfn um pólitíska stefnumörkun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, undir heitinu „Áherslur og verklag við stefnumótun á sviði matvæla".

Kerfið er galið og stuðlar að því að koma allri auðlindarnýtingu þjóðarinnar á örfáar hendur.

Hámarks aflahlutdeild í krókaaflamarki er 5%. Hámarksaflahlutdeild í aflamarkskerfinu er 12% samkvæmt lögum. Þetta þýðir að 20 útgerðir geti átt allt krókaaflamark við Ísland og rúmlega 8 útgerðir geta átt allt aflamarkið samkvæmt núgildandi lögum svo framarlega sem þær falli undir mjög loðnar reglur um hvað sé að vera tengdur aðili og hvað ekki. Auðvitað er búið að brjóta þessi lög eins og alþjóð veit, og það er gert í boði alþingis og embættismanna þjóðarinnar sem að meirihluta til eru ekkert annað en föðurlandssvikarar og glæpamenn.

Er þetta samfélagið sem þjóðin vill? Nei , hér á landi býr upp til hópa siðuð þjóð sem fyrirlítur þau brot sem framin eru á þjóðinni í gegnum alþingi og það er verið að fara illa með fólkið, eins og þið svo sem vitið.

Þetta er náttúrulega gjörsamlega galið og sýnir okkur að meirihlutinn á alþingi er alveg sama um þjóðina og samfélagið. Samtals gætu þá verið 28 útgerðir við Ísland þegar fram líða stundir. Allar þessar útgerðir eru svo búnar til einungis til að hámarka arðsemi hluthafa alveg sama hvað það veldur samfélaginu miklum skaða í samvinnu við bankana. Hvað heita svona ríki og samfélög? Þetta er Oligarkismi á háu stigi. Okkur vantar þingmenn sem leggja til umtalsvert minna hámarks aflamark á útgerð og skilda aðila við Ísland. Kvótakerfið er komið á endastöð fyrir löngu síðan og veldur okkur fólkinu í landinu ómælanlegum skaða. Það þarf að grípa inn í. Nægjanlegt kvótaþak á útgerð ætti að vera svona 1% til að tryggja dreifða atvinnustarfsemi inni í þessu kerfi og svo æðakerfi landsins til allra landshluta og sveitarfélaga virki. Ekki veit ég hvað hámarksaflamark á einstaka útgerðir og skyldra aðila er í öðrum löndum en það væri gott að fá að vita það ef einhver er með það á hreinu.

Nú munu þau sjávarútvegsfyrirtækin sem eru á uppsjávarveiðum verða gjörsamlega stútfull af peningum eftir þá loðnuvertíð sem nú er i gangi. Það er gott að það gangi vel og það er gott að það verði til peningar en þeir verða ekki til mikils góðs ef þetta lendir á allt of fáar hendur.

Það fylgir mikil samfélagsábyrgð að eiga mikið af peningum sem fengnir eru með nýtingu auðlinda samfélagsins. Samfélagsleg ábyrgð gagnvart samfélaginu sem gerði þeim kleift að eignast allan þann auð sem er að renna í alltof fáa vasa. Ekkert auðlindagjald munu þessar útgerðir þurfa að greiða til samfélagsins vegna yfirstandandi loðnuvertíðar sem er hneyksli og skandall. Og hvað kallast slíkt samfélag aftur? Oligarkismi ! Á meðan er ekki hægt að byggja hér almennilegan spítala, leggja hér vegi án þess að leggja á sérstakan skatt á fólkið, byggja hér næg hjúkrunarheimili og leikskóla í sveitarfélögunum okkar og ekki er hægt að tryggja gamla fólkinu okkar áhyggjulaust ævikvöld frekar en lágmarksframfærslu handa þeim verst settu. Eru þessir peningar ekki líka í vinnu við að koma í veg fyrir að þjóðin fái sína nýju stjórnarskrá? Er þjónum þjóðarinnar bara skít sama eða hafa þau ekki bein í nefinu til að vinna fyrir þjóðina eins og þau eru kosin til að gera. Þegar stórt er spurt er oft lítið um svör. Af hverju er enginn þingmaður að leggja auðlindagjald á loðnuvertíðina?

Allir þessir peningar sem verða eftir í örfáum vösum munu svo fara að leita sér að vinnu, enn bara vinnu við að hámarka arðsemi hluthafa með sem minnstum arði til samfélagsins. Þessir peningar fara jafnvel að leita sér að vinnu sem vinna gegn hagsmunum samfélagsins, það er einmitt það sem þeir hafa oftar en ekki verið nýttir í. Þar sem þetta eru gígantískar upphæðir sem einungis nokkrar fjölskyldur eru að fá mun verða líklegt að fjármagnið muni verða notað að hluta til enn meiri samþjöppunar í sjávarútvegi sem mun svo leiða af sér enn meiri auð handa örfáum aðilum og gera vítahring kvótakerfisins erfiðari til að rjúfa sem þarf að gerast fyrr en seinna. Aðrir peningar i landinu geta ekki keppt við það fjármagn sem um er að ræða. Hvorki í sjávarútvegi né annars staðar í samfélaginu, þeir fá allt sem þeir vilja fá. Þessir peningar eru meira að segja að keppa við fólk sem er að reyna að kaupa sér þak yfir höfuðið. Kannski verður megnið af hagnaðnum tekinn út í öðru landi en hér heima svona til að þurfa ekki að borga skatta til samfélagsins sem á jú auðlindina sem þessar útgerðir fá að nýta og til að passa uppá það að gengi krónunnar haldist veikt með tilheyrandi kostnaði fyrir almenning.

Það virðist vera að samfélags ábyrgð útgerðarfélaga sé nákvæmlega engin og í raun með öfugum formerkjum því þetta kostar okkur fólkið svo mikið að það er ekki á hendi færustu hagfræðinga heims að reikna skaðann. Miðað við hvaða árangur kvótakerfið hefur haft í að útrýma hér fiskistofnum þá gætum við allt eins verið búin að slátra síðasta ugga hér í hafinu fyrir árið 2050 þar sem flest allir fiskistofnar eru mjög hnignandi og sumum hefur verið útrýmt. Kannski er þeim sem eru að skapa sér þann mikla auð með nýtingu auðlinda okkar bara alveg nákvæmlega sama. Hann verður jú búin að gera bankareikninga sína svo feita á kostnað þjóðarinnar að það er meira líkt með konungsveldum en velgengni með rekstur.

Á meðan þetta er að gerast þá tárast Svandís Svavarsdóttir yfir frekjunni í þjóðinni að vilja fá mannsæmandi aðgengi í að nýta auðlindir sínar með frelsi til handfæraveiða og þar með eflingu búsetuskilyrða og lífsgæða fólksins í landinu. Hverskonar samfélag erum við að láta þetta lið komast upp með að búa til. Hvað heitir svona samfélagsgerð? Oligarkismi !

Vissuð þið að 62% bolfisks á Íslandsmiðum var veiddur af togurum árið 2020 og hlutfallið fer stækkandi ár frá ári. Þetta er hrikaleg þróun og 62% of mikið. Undanfarin 5 ár hafa 16 nýir togarar bæst í flotann. Eins og rannsóknir sína þá er ekki nóg með það að togveiðarfæri valda súrnun sjávar með því að róta upp koltvísýringi sem bundin er í jarðlögum hafsbotnsins og eyðileggingu á búsvæðum heldur drepa togveiðar 3-5 sinnum meira af fiski en veiðarfærið veiðir. Hvaða heilvita manni dettur í hug að fara svoleiðis með auðlindir okkar?

Eins og við vitum þá var 100% af humarstofninum veiddur í togveiðarfæri af stórum togurum núna síðustu árin. Afl, skip og veiðarfæri fóru sífellt stækkandi þar til vistkerfið hrundi. Við vitum hvað gerðist, humarstofninum var markvisst útrýmt fyrir framan nefið á okkur og Hafró, slíkur er gereyðingarmátturinn og það var ekkert brugðist við. Fánum umhverfisvottunnar MSC var bara flaggað hærra í stöngina. Lítill togari í dag hefur sama eyðileggingarmátt og risastór úthafstogari hafði hér 1984. Aflið í þessum skipum er orðið svo gígantískt að þessi skip geta dregið nánast hvaða gereyðingarvopn á eftir sér óháð stærð og þyngd.

Samhliða afl aukningunni hafa veiðarfæri þeirra farið stækkandi svo um munar og þyngd þeirra aukist og neikvæð áhrif þeirra á vistkerfi sjávar aukist samhliða því. Togari er með öðrum orðum gereyðingarvopn á umhverfi sitt. Við erum að horfa hér á togara á sumrin dragandi gereyðingarvopn sín í gegnum síldartorfur sem koma hér í miklu magni upp á landgrunnið á sumrin til hrygningar. Þessu verðum við vitni að á hverju einasta sumri. Togað er aftur og aftur í gegnum hrygnandi síldina á hrygningarstöðvum sínum. Hverskonar fiskveiðistjórnun er hér í gangi?

Það er enginn furða að árangur kvótakerfisins við uppbyggingu fiskistofna hér við land sé minni en enginn. Það var aldrei verið að hugsa um umhverfið, bara ræna þjóðina auðlindum sínum og völdum og færa örfáum. Þetta snerist bara um peninga og völd. Nú erum við að vera komin á stað sem þjóðfélag þar sem sjálfstæði þjóðarinnar hefur verið einkavætt og lýðræðið okkar liggur undir stanslausum árásum. Þjóðin, stjórnmálamenn og vísindamenn eru þjökuð af einhverskonar kúgun og hræðslu við að standa upp fyrir sjálfan sig og fyrir þjóð sína. Hugsið ykkur hvert við erum komin! Maður spyr sig að því hvað aðilar eins og SFS sé að hugsa, hafa þeir engar hugsjónir fyrir sanngjarnt samfélag? Eru þeir ekki með neina umhverfisvitund, samvisku gagnvart umhverfinu, þjóð sinni eða langtímamarkmið um að það verði einhver fiskistofn eftir á Íslandsmiðum eftir nokkur ár.

Ábyrgð þeirra sem nýta auðlindina er mikil og sama á við um stjórnmálamenn og vísindamenn sem leyfa þessu að viðgangast ár eftir ár og þetta er þjóðfélaginu gríðarlega dýrt. Algert bann ætti svo að vera sett á togveiðar í að minnsta kosti innan 50 mílna lögsögu þjóðarinnar. Það er kominn tími til að snúa þessari þróun við áður en skaðinn verður óafturkræfur og að öllum fiskistofnum okkar verði tortímt með gereyðingarvopnum eins og hefur verið gert við humarinn okkar. Hér við land ætti einungis að vera leyfð umhverfisvæn veiðarfæri, handfæraveiðar ættu að vera alfarið frjálsar þar sem þær ógna ekki lífríkinu og eiga ekkert sameiginlegt með tortímingarmætti togveiða og þjóðin á að fá fullt gjald frá þeim sem þessa auðlind nýta.

Rannsóknir benda til að 14-17% aflaheimilda í þorski og ýsu séu enn í upprunalegri eigu og 24-26% af aflahlutdeildum í ufsa. Þetta þýðir að þessar heimildir hafa aldrei verið keyptar og þar með ekkert verið greitt fyrir þær, eingöngu teknar frá þjóðinni og færðar einhverjum öðrum sem er sama orðalag og SFS notar um þjóðina sem vill aðgengi sitt til baka. Væri ekki tilvalið að innkalla allar heimildir sem eru en á upprunalegum höndum og útgerðir tóku frá þjóðinni núna strax og setja í 5,3% pottinn til handa þjóðinni til að nýta. Þessar útgerðir eru búnar að fá að veiða þessar heimildir í tugi ára sem forgjöf og forréttindi sem þeim einum var falið og gerði þeim kleift að verða þeir risar sem þeir nú eru orðnir. Að verða slíkur risi af nýtingu sameiginlegra auðlinda er mikið ábyrgðarhlutverk því risar hafa líka ákveðin völd sem hefur sýnt sig svo vel. Það að hafa völd er ekki öllum gefið eins og þið öll vitið og margir hverjir sem hafa þau, misnota þau.

Það er nákvæmlega sú birtingarmynd sem við höfum á meðferð þeirra valda sem margar útgerðir landsins virðast hafa. Við erum alltaf að verða vitni af misnotkun valds hér á landi sem er bæði sjálfstæði okkar og lýðræði stór hættulegt. Valds sem er fengið með nýtingu okkar eigin auðlinda. Nú er kominn tími til að nýta þessar auðlindir saman og ekki til að hámarka arðsemi hluthafa og hjálpa þeim að misnota sín völd því það hefur sannast að það er stórhættulegur leikur heldur til að hámarka arðsemi þjóðarinnar og samfélagsins sem á þessar heimildir skuldlaust. Þeir sem ekki geta unað því að nýta sameiginlegar auðlindir saman, verða bara að pakka saman og finna sér eitthvað annað að gera. Nánast allar tölur eru fengnar úr skýrslu sem er inni á stjórnarráðinu og heitir Staða og horfur í íslenskum sjávarútvegi og fiskeldi 2021. Takið ábyrgð á hlutverki ykkar…

Hvernig útrýmum við fiskistofnum? Jú með því að reyna að halda því fram að togveiðar séu umhverfisvænar og stuðli að sjálfbærri nýtingu fiskistofna. Rannsóknir hafa verið gerðar á togveiðarfærum sem sanna það skýrt fyrir heiminum að eyðileggingarmáttur togveiða er óumdeilanlega rosalega mikill og á ekkert skylt við umhverfisvænar veiðar né sjálfbærni og ættu því alls ekki að vera MSC vottaðar eða á annað borð leifðar. Að Hafró skuli ekki horfa til mismunandi veiðarfæra í veiðiráðgjöf sinni er með öllu stór undarlegt svo ekki sé meira sagt og það mætti halda að þeim sé alveg sama um umhverfi okkar Íslendinga í hafinu og okkar auðlindir. Til hvers er þá þessi stofnun? Fyrir hverja er þessi stofnun? Er hún fyrir þjóðina eða er hún fyrir SFS og þeirra skammtíma hagsmuni? Á meðan öll lönd í kringum okkur taka veiðarfæri inn í myndina við veiðiráðgjöf sína þá gerum við Íslendingar það ekki? Hver vegna ekki? Hentar það ekki SFS eða langar SFS ekki til að það verði til sjávarútvegur á Íslandi eftir nokkur ár eða er þeim alveg sama, kannski búin að græða nóg á fákeppninni ?

Í löndunum í kringum okkur hafa verið settar reglur um togveiðar og t.d. humarveiðar að aðeins lítið brot veiðanna mega fara fram með togveiðum, stærsta hlutfall veiðanna skal fara fram með gildrum sem eru umhverfisvæn veiðarfæri. Færeyingar t.d. settu slíkar reglur fyrir tugum ára til verndar humarstofni sínum því það var öllum ljóst hvert stefndi ef togveiðum skildi eingöngu beitt og ef ég fer rétt með þá einnig Bretar, Skotar, Norðmenn og Danir. En ekki við Íslendingar sem segir okkur að það er eitthvað meira en lítið að í okkar fiskveiðistjórnun.

Ein skýrasta birtingarmynd á tortímandi mætti togveiða er sú að humarstofninum við strendur Íslands hefur verið útrýmt og honum tortímt undir fánum MSC vottunar um sjálfbærar og vistvænar veiðar. Það var verið að blekkja alla og ekki síst neytendur sem vilja í stærra og stærra hlutfalli eingöngu kaupa sjávarafurðir sem veiddar eru með umhverfisvænum veiðum . Skammtíma hugsunin er ráðandi í SFS og þeim virðast vera alveg sama um það hvernig gengið er hér um fiskistofna þjóðarinnar og allt umhverfi hafsins. Vonin um gróða í dag virðist vera ríkjandi sama þó að það verði ekkert á morgun og sú ráðandi hugsun sem er í íslenskum sjávarútvegi sem er „VIÐ EIGUM ÞETTA OG VIÐ MEGUM ÞETTA“. Að þið eigið þetta og þið megið þetta er bara alls ekki rétt og þið í SFS skuluð fara að þurrka forréttindamóðuna úr augum ykkar til að skilja þetta . Þjóðin á þetta svo það sé skýrt tekið fram og þið megið þetta ekki. Togveiðar gera meira en að tortíma lífríkinu því rannsóknir sína að hafsbotninn er stærsta kolefnisforðabúr heims og með því að róta upp og grafa ofan í sjávarbotninn með togveiðum er verið að leysa úr læðingi mörg þúsund ára gamalt kolefni og auka þannig kolsýring í hafinu. Togveiðar valda súrnun sjávar, sködduðum búsvæðum og er því sótsporið það mikið að það er ekki réttlætanlegt og ætti ekki undir neinum kringum stæðum að vera MSC vottað.

Sjá grein Togveiðar og kolefnislosun úr sjávarbotni – jonbjarnason.blog.is

Sjá slóð á rannsókn Stór hluti fiskjar sleppur eða kremst undir botntroll – Vísir (visir.is)

Nú hefur Heiðrún nokkur formaður hins mikla risa SFS skrifað um strandveiðar okkar Íslendinga á heimasíðu SFS. Hún segir „ Að vera eða ekki vera á strandveiðum“ Hvað hún er að meina veit ég ekki en það hefur aldrei verið skýrari sá ásetningu SFS að komast yfir allar auðlindir okkar Íslendinga og reyna þar með að gera þjóðina auðlindarlausa um alla framtíð. Ég segi, okkur þjóðinni skal gjalda varhug við þeirri kröfu að þau ein í SFS muni nokkurn tímann mega gera hér út báta í okkar auðlindir. Það eru þeirra kröfur, eins vanþakklátt og ósvífið sem sú krafa er. SFS hefur fengið allt upp í sínar hendur frá þessari þjóð og heimtar sífellt meira og vill engum öðrum vel nema sjálfum sér og síst þjóðinni. Það má vel lesa það út úr skrifum þessarar konu. Heiðrún talar um hágæða vörur á hæst borgandi markaði og eignar SFS þær vörur. Einmitt Heiðrún, humarinn var góð vara en nú er búið að tortíma honum með togveiðarfærum sem engu lífríki eyrir , þvílíkur Heiður sem þið hafið með þessum aðferðum ykkar við að ná í annars hágæðavörur. Strandveiðifiskur er eftirsóttasti fiskur hér við land á öllum fiskmörkuðum í kringum landið og hefur verið það frá upphafi strandveiðikerfisins. Fiskkaupendur geta vottað um það. Kannski voru einhverjar brotalamir í upphafi hjá einstaka bátum við meðferð aflans en það var strax í upphafi farið í mikið átak með Matís og Landssambandi smábátaeigenda í að gera strandveiðiafla að besta mögulega hráefni sem er í boði á Íslandi og það veistu vel. Svona svipað verkefni og þegar þið voruð að moka upp makrílnum í bræðslur landsins og skeyttuð engu um gæði, bara magn. Þá hjálpaði Matís einmitt SFS að ná tökum á því að koma með hráefnið í land kælt til manneldis en ekki í bræðslur landsins um það bil 10 gráðu heitt eins útgerðir innan SFS voru að gera.

Það er talað um að árangur megi ekki kasta fyrir róða. Hvaða árangur er þá verið að tala um? Er það útrýmingin á humarstofninum eða ísprósentusvindlinu og heimavigtunarskandallinn? Hvaða árangur er verið að tala um? Árangur kvótakerfisins er að vera dýrari þessu þjóðfélagi heldur en það gefur þjóðinni til baka? Íslendingar borga með sjávarútveginum á hverju einasta ári. Það er vitað mál. Skattar og veiðigjöld dekka ekki þann kostnað sem þið veltið yfir á þjóðina. Hafró, Fiskistofa, sjávarútvegsráðuneytið , útrýming fiskistofna með togveiðarfærum, atvinnuleysisbætur í þeim þorpum sem nánast engar fiskveiðar fá að stunda, verðrýrnun á fasteignum í þessum sömu þorpum, og ekki síst kostnaðurinn sem þjóðin hefur orðið fyrir með því að fá ekki mannsæmandi aðgengi til nýtingar sinna eigin auðlinda. Oligarkar ætla allt að gleypa og þeim skeytir ekki um neitt nema sjálf sig sama hvað það kostar aðra miklar þjáningar. Þjóðin á þakkir skilið frá SFS en ekki vanþakklæti og sífelldar kröfur um að SFS megi arðræna þjóðina öllum sameiginlegu auðlindum. Við eigum þessa auðlind saman og við ætlum að nýta hana saman .

Sjávarútvegsráðherra flutti varnarræðu sínar á þingi fyrir SFS núna á þessu þingi. Ekki fyrir fólkið í landinu, sanngirni, mannréttindi og búsetuskilyrði. Það voru mikil vonbrigði, því ég hélt að hún væri manneskja fólksins í landinu, ekki útsendari SFS, sem hún virðist vera.

Hún vill setja á fót nefnd. Við höfum heyrt þetta allt áður og er eingöngu til þess fallið að svæfa það augljósa sem er að mannréttindi eru hér brotin og að íslenskt kvótakerfi er arðránskerfi nokkurra fjölskyldna undir verndarvæng þingmanna og ráðherra. Auðvitað yrði SFS í nefnd, en ekki hvað?

Sjálfsagt myndi SFS stýra þeirri nefnd. Það vita allir að byggðarkvóti er misnotaður að risastórum hluta og fyrirtæki innan SFS fá mest af honum og þú þarft að vera stór kvótaeigandi eða leigja til þín aflaheimildir af kvótakóngum á okurverði til þess að geta fengið hann úthlutaðan.

Varnarræður skrifaðar af SFS hljóma allar eins sama hver er sjávarútvegsráðherra. Hún telur ekki markaðslausnir vera inni í myndinni. Einokunarlausnir og mannréttindabrot og veiking búsetuskilyrða, eru það lausnir ? Nei takk. Hvað með arðránið í gegnum lágt veiðigjaldið og verðlagstofu skiptaverðs?

Á bara arðránið að halda áfram á vakt Svandísar í nefnd sem engu mun skila á meðan innviðir sveitarfélaga og þjóðfélagsins alls brotna niður. Ætlar Svandís að fara að berjast við flokkssystkini sín sem vilja framfylgja stefnu VG eins og heiðarlegt fólk. Sjávarútvegsráðherra þarf enga nefnd , varla hefur stefna flokks sjávarútvegsráðherra í sjávarútvegsmálum verið úr lausu lofti gripin. Hún hlýtur að vera sett fram af vel ígrunduðu máli svo ekki þarf hún neina nefnd til að skilja hversu meingallað íslenskt fiskveiðistjórnunarkerfi er í raun og veru. Ég er farin að horfa á síðasta þátt Verbúðarinnar sem lýsir svo vel hvernig upphafið af arðráninu hófst.

Það sem þjóðin hefur verið að biðja um er sanngjörn krafa um mannsæmandi tækifæri til þess að stunda hér trilluútgerðir allt í kringum landið og skapa hér um leið dreifða atvinnu allt í kringum landið okkur öllum og samfélaginu til heilla.

Krafa sem ætti að vera auðfengin ef það væri almannahagur sem ræður ríkjum hjá þeim sem hér fara með valdið. Atvinnu sem þetta þjóðfélag byggði á um aldir en hefur verið hrifsuð frá okkur og með því lagt heilu byggðarlögin í rúst og afkomu þúsunda fjölskyldna og byggðarlaga.

Við erum fiskveiðiþjóð og tækifærin fyrir íbúa slíkrar þjóðar liggja rétt fyrir utan hafnarkjaftinn í þorpum okkar allt í kringum landið og á meðan liggja bátar okkar bundnir við bryggju. Við sem trillusjómenn þurfum að geta staðið undir okkur og fjölskyldum okkar og skerðingar á því sem ekki var nóg til þess eru ekki sanngjarnar. Minnsta mögulega sanngjarna tækifæri fyrir okkur er að fá handfæraveiðar frjálsar. Annað er bara valdníðsla á fólkinu í landinu.

Á meðan traðkað er á okkur hefur alltaf allt virst auðfengið fyrir stórútgerðina hér á landi. Sama hvað er, meiri segja líka að þurfa ekki að fara að lögum. Þetta er einfaldlega ekki fólkinu í landinu bjóðandi. Fólkið í landinu á betra skilið en þetta. Við þurfum samfélagsbreytingar hér á landi til að gera íslenskan sjávarútveg sanngjarnan fyrir fólkið í landinu svo það fái að njóta sanngjarns aðgengis í fiskveiðiauðlind okkar sem við jú sannarlega eigum saman. Samfélagsbreytingar nást ekki nema að við berjumst fyrir þeim. Bið ykkur um að vera málefnalega í skrifum ykkar til ráðherra og tala frá hjartanu. Endilega setjið fleiri þingmenn í cc í póstinum svo hann fari víða.

„Halda menn í alvöru að það sé hægt að byggja upp fiskistofna með kvótakerfinu“ Það liggur ljóst fyrir að þetta kvótakerfi er orðið þjóðinni svo gríðarlega dýrt að ekki einu sinni hinn misvitri seðlabankastjóri myndi þora að reyna að ljúga að okkur hvað þær tölur eru háar þegar allt er tekið saman. Hér er árangurinn frá 1984 til dagsins í dag. Hlustið á allan þáttinn.

Leyfilegur heildarafli 1984 og 2022

Þorskur árið 1984 220.000 tonn, Árið 2022 er það 220.417 tonn. Uppbygging frá 1984 heil 417 tonn.

Ýsa árið 1984 60.000 tonn, Árið 2022 er það 41.229 tonn. Uppbyggingin er engin heldur niður um 18.771 tonn.

Ufsi árið 1984 70.000 tonn. Árið 2022 er það 77.381 tonn. Uppbyggingin er 7.381 tonn . Þetta eru heil 10% aukning á 38 árum. Þess má geta að mörg þúsund tonn brenna inni í fiskveiðikerfinu af óveiddum ufsa þar sem þeir sem á aflaheimildunum halda veiða hann ekki og þess vegna geta þeir sem vilja veiða hann ekki veitt hann....Strandveiðimenn þurfa að greiða 20% af aflaverðmæti hans til ríkisins auk veiðigjalda sem er 20% meiri gjöld en allir aðrir sem veiða hann þurfa að greiða.....

Steinbítur árið 1984 15.000 tonn. Árið 2022 er það 8.933 tonn. Uppbygging er engin heldur niður um 6.067 tonn.

Karfi árið 1984 110.000 tonn. Árið 2022 er það 36.700 tonn. Uppbyggingin er engin heldur niður um 77.300 tonn.

Grálúða 1984 30.000 tonn. Árið 2022 er það 15.000 tonn. Uppbyggingin er engin heldur niður um 15.000 tonn.

Skarkoli . Þar voru gefin út 17.000 tonn árið 2022 er það 7.800 tonn. Uppbygging er enginn heldur niður um 9.200 tonn.

Sandkolinn á svo að fara í gjafakvótakerfið í boði Svandísar Svavarsdóttir , nokkur ár eru síðan að gefin var út 7.000 tonna heildarkvóti í sandkola sem ráðgjöf frá Hafró. Árið 2022 er ráðgjöf Hafró 313 tonn. Uppbyggingin er engin heldur niður um 6.687 tonn.

Svo vita allir hvað varð um humarstofninn sem var algerlega tortímt. Eins og allir sjá að þá er þetta gjörsamlega galið. Að ekki skuli vera þingmenn sem öskra sig hása í ræðupúlti alþingis á þá sem ekki vilja hlusta á hversu galið þetta kerfi er , er til háborinnar skammar og þjóðfélaginu og fólkinu í því svo dýrt að við náum ekki yfir það. Þessu verður að breyta , strax í dag. Draga þarf Hafró að borðinu og gera þá ábyrga fyrir þessu rugli ásamt þeim þingmönnum sem leyfa þessu að viðgangast….Togarar og togveiðarfæri eiga stóran hlut að því hvernig er fyrir okkur komið og stórkostlega miklu fúski Hafrannsóknarstofnunar.

Það sem einstakt við pólitíska stefnumörkun matvælaráðherra Svandísar Svavarsdóttur, er að ekki er vitnað einu orði í stefnu Vg í sjávarútvegsmálum. Í stefnu Vg segir" Festa þarf strandveiðar enn betur í sessi og auka svigrúm til félags- og byggðaráðstafana.

Nei leiðarstefið í vinnunni virðist eiga að verða skýrsla sem Kristján Þór Júlíusson forveri hennar sem sjávarútvegsráðherra, lét einn af hugmyndfræðingum kvótakerfisins Svein Agnarsson skrifa um eigin kenningar árið 2021. Niðurstaða skýrslu Sveins var sú sama og þeirrar skýrslu sem hann skrifaði árið 2007, sem bar nafnið þjóðhagsleg áhrif aflareglu, þ.e. að hugmyndfræði hans sjálfs væri dásamleg.

Fyrstu verk matvælaráðherra í embætti voru þvert á stefnu Vg, þ.e. að skera niður afla til strandveiða og leggja fram frumvarp um að setja 2 nýjar nytjategundir inn í gjafkvótakerfið. Það var gert án þess að leggja með frumvörpunum nein líffræðileg rök, en ljóst er að frumvarpið munleiða til brottkasts og matarsóunar!

Í stað þess að matvælaráðherra bretti upp ermar og boði að taka strax á þeim þáttum sem blasir við að þurfi að færa til betri vegar s.s. taka á þeim stóru í greininni sem komnir eru langt upp fyrir lögbundið kvótaþak og milliverðlagningunni í gegnum gervisölufélög í skattaskjólum (Namibíuaðferðin), þá virðist sem hún ætli að setja öll mál í enn eina sérhagsmunanefndina og salta í nokkur ár.

Það sem ekki er til umfjöllunar og rangfærslur í stefnuvinnu ráðherra.

A.

Á bls. 9 segir í stefnumótun á sviði matvæla eftirfarandi:

„Veigamikill þáttur í að ná sem mestum afrakstri úr auðlindinni var að aðlaga stærð fiskiflotans að afrakstursgetu fiskistofnanna. Sú aðlögun fór síðan fram, sér í lagi á tíunda áratugnum, með þeim hætti að útgerðir keyptu aflahlutdeildir eða skip og sameinuðu aflaheimildir þeirra á færri skip."

Þessi fullyrðing stenst enga skoðun, en það sem gerðist á tíunda áratugnum var að ráðgjöf Hafó sem gekk út á að veiða minna til að fá meira seinna var fylgt eftir út í ystu æsar aflinn frá . Niðurstaðan var ekki aðeins að þetta seinna lét bíða eftir sér og kom reyndar aldrei þar sem þorskstofninn fór í niðursveiflu á ný um aldamótin, heldur leiddi stefna gríðarlegar hörmungar yfir sjávarbyggðir landsins. Vestfirðingum fækkaði um 20% á 10 ára tímabili, enda var þorskaflinn árið 1994 innan við helmingur af því sem hann var árið 1987.

Hvernig sem á það er litið þá hafa markmið kvótakerfisins ekki gengið eftir en aflinn er miklu mun minni en fyrir daga kerfisins. Í þeim endurskoðunum sem hafa farið fram á kerfinu og aðferðafræðinni sem gengur út á að veiða minna til að fá meira seinna hefur aldrei verið farið gaumgæfilega yfir líffræðileg álitamál sem tekin voru saman í skýrslu Tuma Tómassonar frá árinu 2002, „Fagleg gagnrýni á stofnmat og veiðiráðgjöf Hafrannsóknarstofnunar.

B.

Hrollaugur vill vekja athygli á því að í umfjöllun matvælaráðherra er algerlega hlaupið yfir álit Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna í máli Erlings Sveins Haraldssonar og Arnar Snævars Sveinssonar, um að kerfið brjóti í bága mannréttindi og búseturétt. Það er ljóst að stjórnvöld hafa ekki staðið við þau fyrirheit sem gefin voru til Mannréttindanefndar SÞ við úrlausn málsins, en það var m.a. að koma á strandveiðikerfinu og benda frelsi til grásleppuveiða og endurskoðunina á kerfinu til aukins jafnræðis.

Mikilvægt skref er að ganga strax í að bæta þeim Erlingi Sveini og erfingjum Arnar Snævars það tjón sem þeir urðu fyrir vegna þess misréttis sem þeir voru beittir af íslenska ríkinu og ganga hratt og örugglega í að efna þau fyrirheit sem Mannréttindanefnda Sameinuðu þjóðanna voru gefin.

Lokaorð

Ég vill hér taka undir umfjöllun ritstjóra Kjarnans um þá vinnu sem ráðherra boðar hér, en í grein Þórðar Snæs Júlíussonar frá 4. mars segir orðrétt

„Ekki er til að bæta í trúna á raun¬veru¬legar breyt¬ingar að sitj¬andi ráð¬herra sjáv¬ar¬út¬vegs¬mála ætlar að skipa enn eina nefnd¬ina, nokk¬urs¬konar ofur¬nefnd yfir nokkrum starfs¬hóp¬um, til að fjalla um fram¬tíð¬ar¬skipan mála¬flokks¬ins sem á að skila að sér seint á kjör¬tíma¬bil¬inu, nánar til-tekið 2024. Ferlið minnir mjög á það sem var kynnt varð¬andi stjórn¬ar¬skrár¬breyt¬ingar á síð¬asta kjör¬tíma¬bili, þar sem mikið var talað og fundað án þess að það skil¬aði á end¬anum nokkru.

Ráð¬herr¬ann sem nú boðar þessa veg¬ferð, Svan¬dís Svav¬ars¬dótt¬ir, sagði í ræðu á þing¬inu fyrir næstum sex árum síðan: „Í sam¬¬fé¬lag¬inu er við¬var¬andi og afar djúp¬¬stætt ósætti um núver¬andi fisk¬veið¬i¬¬¬stjórn¬¬¬ar¬¬kerfi. Auð¬lindin sem sann¬¬ar¬¬lega er þjóð¬¬ar¬inn¬¬ar, við skiljum það öll svo, skilar ein¬fald¬¬lega ekki nægum verð¬¬mætum í sam¬eig¬in¬¬lega sjóði og örfáar fjöl¬¬skyldur hafa efn¬¬ast gríð¬-ar¬¬lega um mjög langt skeið. Í raun má segja að eng¬inn sé sáttur við kerfið eins og það er nema þeir sem hagn¬¬ast veru¬¬lega á því og svo þeir stjórn¬¬¬mála¬¬flokkar sem hafa gert sér far um að verja þau for¬rétt¬indi, núver¬andi stjórn¬¬¬ar¬¬flokk¬¬ar."

Gangi tíma¬lína hennar eftir munu verða liðin átta ár frá því að ræðan um hið við¬var¬andi og djúp¬stæða ósætti var flutt þangað til að nefndin hennar lýkur störf¬um. Og 27 ár frá því útgerð-ar¬menn fengu heim¬ild til að veð¬setja kvóta sem þeir eiga ekki, sem gerði hand¬fylli manna að millj¬arða¬mær¬ingum yfir nótt¬u.

Fáir með inn¬sýn í stjórn¬mál telja þessa veg¬ferð ráð¬herr¬ans muni skila nokkru öðru en að kaupa tíma fyrir Vinstri græn þangað til að Sjálf¬stæð¬is¬flokk¬ur¬inn slær allar breyt¬ingar á kerf¬inu út af borð¬inu. Von¬andi reyn¬ist sú spá röng en sporin úr þessu rík¬is¬stjórn¬ar¬sam¬starfi benda ein¬fald-lega ekki til þess að nokkrar líkur séu þar á."

Fh. Smábátafélagsins Hrollaugs á Höfn 21/03/2022

Vigfús Ásbjörnsson félagsmaður í Hrollaugi , stjórnarmaður í Strandveiðifélagi Íslands og félagsmaður í Landsambandi smábátaeigenda.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#20 Gunnar Ingiberg Guðmundsson - 22.03.2022

Í viðhengi er umsögn Strandveiðifélags Íslands.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#21 Oddný Anna Björnsdóttir - 22.03.2022

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka smáframleiðenda matvæla.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#22 Bændasamtök Íslands - 22.03.2022

Sjá hjálagða umsögn BÍ.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#23 Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) - 22.03.2022

Meðfylgjandi er umsögn SFS.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#24 NASF á Íslandi - 22.03.2022

Umsögn NASF á Íslandi um Áherslur og verklag við stefnumótun á sviði matvæla, Mál nr. 49/2022

f.h. NASF á Íslandi,

Elvar Örn Friðriksson

Viðhengi