Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 28.2.–22.3.2022

2

Í vinnslu

  • 23.3.–29.5.2022

3

Samráði lokið

  • 30.5.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-49/2022

Birt: 28.2.2022

Fjöldi umsagna: 24

Annað

Matvælaráðuneytið

Landbúnaður

Áherslur og verklag við stefnumótun á sviði matvæla

Málsefni

Greinargerð sem lýsir áherslum og fyrirhuguðu verklagi matvælaráðherra við stefnumótun á sviði matvæla. ATH. Umsagnarfrestur framlengdur til 22. mars 2022.

Nánari upplýsingar

Greinargerð þessi lýsir áherslum og fyrirhuguðu verklagi matvælaráðherra við

stefnumótun á sviði matvæla á kjörtímabili ríkisstjórnar Framsóknarflokks,

Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar − græns framboðs sem hófst þann 28.

nóvember 2021.

Gert er ráð fyrir að þingsályktunartillaga að matvælastefnu verði lögð fyrir Alþingi.

Matvælastefnan verður leiðarstef í matvælaframleiðslu á Íslandi, hvort heldur

sem er í landbúnaði, sjávarútvegi eða fiskeldi. Stefnur í landbúnaði, sjávarútvegi

og fiskeldi munu þannig byggja á matvælastefnunni. Stefnurnar tengjast og móta

heildstæðan grunn fyrir sjálfbæra stefnu Íslands þar sem markmið og aðgerðir

eru skýrt afmarkaðar til langs tíma.

Sú stefnumótun sem gerð er grein fyrir í þessari greinargerð er ekki tæmandi fyrir

stefnumótun ráðuneytisins á kjörtímabilinu. Önnur stefnumótun mun hins vegar

leiða af og byggja á þeim grunni sem markaður er í matvælastefnu og

undirstefnum hennar.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (5)

Umsjónaraðili

Matvælaráðuneytið

mar@mar.is