Umsagnarfrestur er liðinn (03.03.2022–14.03.2022).
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.
Frá þeim tíma er lög um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs tóku gildi hefur starf samskiptaráðgjafans þróast með þeim hætti að þörf er á lagabreytingum og er frumvarp þetta til þess fallið.
Hjá samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsmála geta einstaklingar og félög fengið ráðgjöf án endurgjalds hafi þeir orðið fyrir, fengið vitneskju eða orðið vitni að einelti, kynferðislegri áreitni og/eða ofbeldi í íþróttum eða æskulýðsstarfi. Samskiptaráðgjafi hlustar, styður og aðstoðar með öll mál er snerta óeðlileg samskipti eða áreitni við íþróttaiðkun eða æskulýðsstarf. Samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs er bundinn trúnaði og innheimtir ekki gjald fyrir þjónustu sína. Nú hefur samskiptaráðgjafi íþrótta- og æskulýðsstarfs starfað í rúmlega tvö ár. Þörfin fyrir úrræðið hefur sýnt sig. Frá þeim tíma hefur starf samskiptaráðgjafans þróast með þeim hætti að þörf er á lagabreytingum og er frumvarp þetta til þess fallið að kveða skýrar á um þau atriði sem ráðuneytið telur nauðsynleg í því samhengi.
Umsögn Þroskahjálpar er hér í viðhengi.
ViðhengiÍ fylgiskjali má finna umsögn Íþróttabandalags Reykjavíkur um Drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs nr. 45/2019.
ViðhengiÍ fylgiskjali má finna umsögn Bandalags íslenskra skáta um breytingar á lögum um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs nr. 45/2019.
ViðhengiUmsögn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands um drög að frumvarpi til laga um breytingar á lögum um samskiptaráðgjafa íþrótta- og æskulýðsstarfs nr. 45/2019, er hér í viðhengi.
ViðhengiMeðfylgjandi í viðhengi er umsögn Ungmennasambands Íslands - UMFÍ.
Viðhengi