Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 4.–15.3.2022

2

Í vinnslu

  • 16.3.2022–25.1.2023

3

Samráði lokið

  • 26.1.2023

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-53/2022

Birt: 4.3.2022

Fjöldi umsagna: 4

Drög að frumvarpi til laga

Innviðaráðuneytið

Sveitarfélög og byggðamál

Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011. (Íbúakosningar á vegum sveitarfélaga)

Niðurstöður

Frumvarpið var samþykkt á Alþingi þann 15. júní 2022. Sjá niðurstöður samráðs í 5. kafla greinargerðar með frumvarpinu.

Málsefni

Innviðaráðuneytið birtir til umsagnar drög að frumvarpi til breytinga á sveitarstjórnarlögum vegna íbúakosninga sveitarfélaga.

Nánari upplýsingar

Samkvæmt sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011 er í þremur tilvikum gert ráð fyrir íbúakosningum. Í fyrsta lagi er gert ráð fyrir kosningum um skipan nefndar samkvæmt 38. gr. laganna, í öðru lagi kosningum um einstök málefni samkvæmt 107. gr. og í þriðja lagi kosningum um sameiningu sveitarfélaga samkvæmt 125. gr.

Fengin reynsla hefur leitt það í ljós að þær reglur sem nú gilda um íbúakosningar mættu vera skýrari. Jafnframt hefur komið fram að þær kröfur sem gerðar eru til íbúakosninga á grundvelli núgildandi sveitarstjórnarlaga kunna að vera óþarflega miklar sem leitt hefur til þess að sveitarfélög nýta sér ekki þau úrræði sem sveitarstjórnarlögin bjóða til þess að kanna vilja íbúa, heldur halda þess í stað sérstakar kannanir.

Tilgangur frumvarpsins er að (1) einfalda og skýra þær reglur sem gilda um íbúakosningar sveitarfélaga, (2) rýmka og lögfesta varanlega heimildir sveitarfélaga til að halda íbúakosningar með rafrænum hætti og (3) leiðrétta ágalla sem eru á hinu lögbundna ferli sem fylgja þarf þegar kemur að sameiningu sveitarfélaga.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (2)

Umsjónaraðili

Skrifstofa sveitarfélaga og byggðamála

irn@irn.is