Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 4.–10.3.2022

2

Í vinnslu

  • 11.3.2022–

Samráði lokið

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-54/2022

Birt: 4.3.2022

Fjöldi umsagna: 5

Drög að frumvarpi til laga

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið

Orkumál

Frumvarp til laga um breytingu á raforkulögum nr. 65/2003 (söluaðili til þrautavara)

Málsefni

Umhverfis- orku-, og loftslagsráðuneytið kynnir drög að frumvarpi er varðar útnefningu á söluaðila raforku til þrautavara

Nánari upplýsingar

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi til breytinga á raforkulögum. Með frumvarpinu er lagt til að tekið verði sérstaklega fram í lögunum að stjórnvöldum skuli heimilt að sjá til þess að þeir sem eru með virka neysluveitu hafi ávallt gildan raforkusölusamning við sölufyrirtæki.

Í nýlegum úrskurðum úrskurðanefndar raforkmála taldi nefndin ákvæði reglugerðar um útnefningu Orkustofnunar á söluaðila til þrautavara skorti lagastoð.

Með slíkri útnefningu Orkustofnunar er átt við að notendur sem ekki hafa gildan raforkusölusamning við sölufyrirtæki eru settir í viðskipti við það sölufyrirtæki sem Orkustofnun hefur útnefnt söluaðila til þrautavara. Í ljósi úrskurðarins er tilefni til að styrkja frekar lagastoð fyrir heimildum stjórnvalda til að grípa til ráðstafana til að tryggja að virkir notendur raforku hafi í gildi raforkusölusamning við sölufyrirtæki, svo sem heimild stjórnvalda til að útnefna sölufyrirtæki til þrautavara.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa umhverfis og skipulags

magnus.baldursson@urn.is