Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 8.–22.3.2022

2

Í vinnslu

  • 23.3.–14.7.2022

3

Samráði lokið

  • 15.7.2022

Skjöl til samráðs

Mál nr. S-58/2022

Birt: 8.3.2022

Fjöldi umsagna: 28

Annað

Heilbrigðisráðuneytið

Sjúkrahúsþjónusta

Drög að tillögu til þingsályktunar um stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030

Niðurstöður

Umrædd tillaga til þingsályktunar var lögð fram á 152. löggjafarþingi og samþykkt með áorðnum breytingum velferðarnefndar hinn 15. júní 2022.

Málsefni

Drög að stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 sem byggð er á fjórum kjarnaþáttum sett fram sem tillaga til þingsályktunar.

Nánari upplýsingar

Stefnur og aðgerðaáætlanir í heilbrigðismálum hafa, frá árinu 2019, tekið mið af þingsályktun Alþingis um heilbrigðisstefnu til 2030 (þskj. 835, 509. mál á 149. löggjafarþingi) og lýðheilsustefnu til ársins 2030 (þskj. 1108, 645. mál á 151. löggjafarþingi). Við mótun í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 var engin undantekning gerð á því og leggur hún þar af leiðandi bæði áherslu á grunngildi sem hvetja til einstaklingsmiðaðrar heilbrigðisþjónustu á félagslegum grunni, sem og stuðning við heilsueflingu á öllum æviskeiðum.

Með samþykkt heilbrigðisstefnu til 2030 er nú kominn leiðarvísir að uppbyggingu á heildstæðu, öflugu og enn betra heilbrigðiskerfi á Íslandi til framtíðar fyrir alla. Lögð er áhersla á að íslensk heilbrigðisþjónusta verði á heimsmælikvarða og lýðheilsustarf með áherslu á heilsueflingu og forvarnir verði hluti af allri þjónustu með áherslu á heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað fólks í heilbrigðiþjónustu. Öll heilbrigðisþjónusta skuli vera örugg, árangursrík og aðgengileg.

Helstu straumar og stefnur í geðheilbrigðismálum á heimsvísu sýna að á Íslandi eins og í öðrum löndum eru það sameiginlegir hagsmunir þjóða að auka áherslu á lýðheilsu, forvarnir og geðheilbrigðisþjónustu. Þetta er í takt við áhersluatriði í fyrrgreindum stjórnarsáttmála um ríkisstjórnarsamstarf Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Þrátt fyrir töluverðar framfarir í geðheilbrigðismálum á undanförnum árum eru vísbendingar um að Íslendingar standi frammi fyrir frekari áskorunum og hindrunum sem ryðja þurfi úr vegi til að ná árangursríkum framförum til framtíðar. Samantekt niðurstaðna Geðheilbrigðisþings 2020 ásamt fyrri þverfaglegum greiningum og skýrslum um málaflokkinn sýna að það skortir heildstæða og samhæfða nálgun í geðheilbrigðismálum allt frá geðrækt, forvörnum og snemmbærum úrræðum til geðheilbrigðisþjónustu á öllum stigum og á milli velferðarþjónustukerfa og við dómskerfi. Þjónusta milli heilbrigðisþjónustustiga er að einhverju leyti brotakennd og ósamhæfð, samþætting við félagsþjónustu, skólaþjónustu eða aðra opinbera þjónustu er takmörkuð og skortur er á þverfaglegum mannauð í geðheilbrigðisþjónustu á öllum stigum sem áríðandi er að ráða bót á. Brýnt er að finna lausnir á ofangreindum áskorunum til umbóta fyrir fólkið í landinu. Framsetning tillögu til þingsályktunar um stefnu í geðheilbrigðismálum til ársins 2030 tekur þannig mið af því og er sett fram með hliðsjón af fjórum kjarnaþáttum og áherslum sem móta á aðgerðir og sérstakar aðgerðir að.

Áherslur til framtíðar í geðheilbrigðismálum þurfa að vera á jafnt og greitt aðgengi að einfaldri, skilvirkri og notendamiðaðri geðheilbrigðisþjónustu sem byggir á bestu mögulegu gagnreyndu meðferð og endurhæfingu hverju sinni, gæðaviðmiðum og nýsköpun og er veitt af hæfu starfsfólki.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa sjúkrahúsa og sérþjónustu

hrn@hrn.is