Samráð fyrirhugað 18.03.2022—27.03.2022
Til umsagnar 18.03.2022—27.03.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 27.03.2022
Niðurstöður birtar 11.08.2022

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæðum um tilgreinda séreign (lágmarkstryggingavernd o.fl.)

Mál nr. 66/2022 Birt: 18.03.2022 Síðast uppfært: 11.08.2022
  • Fjármála- og efnahagsráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Markaðseftirlit og neytendamál

Niðurstöður birtar

Frumvarpið var samþykkt á vorþingi 2022. Ein breyting var gerð á frumvarpinu í meðförum Alþingis. Um var að ræða nýjan efnismálsl. við b-lið 2. gr. frumvarpsins. Samráð við gerð frumvarpsins er rakið í ítarlegu máli í samráðskafla frumvarpsins.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 18.03.2022–27.03.2022. Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 11.08.2022.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir til umsagnar drög að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 129/1997 (lágmarkstryggingavernd o.fl.)

Í frumvarpinu felast fimm meginbreytingar. Í fyrsta lagi er lögbundin hækkun mótframlags launagreiðenda á almennum vinnumarkaði til lífeyrissjóðs úr 8% í 11,5%. Í öðru lagi er lagt til að sjóðfélagar geti ráðstafað hækkun mótframlagsins til þess er mun kallast tilgreind séreign, í stað þess að ráðstafa hækkuninni í samtryggingardeildir lífeyrissjóða. Í þriðja lagi eru tillögur að auknum heimildum til þess að nýta úrræði lífeyrissparnaðar til fyrstu kaupa á fasteign. Í fjórða lagi er lagt til að tilgreindur verði á skýran hátt sá hluti lífeyrissparnaðar sem kemur ekki til lækkunar við ákvörðun um ellilífeyri, tekjutryggingu og ráðstöfunarfé samkvæmt lögum um almannatrygginga. Í fimmta lagi er lagt til að verðlagsuppfærslur lífeyrisgreiðslna eigi sér stað einu sinni á ári í stað mánaðarlega eins og nú er.

Tengd mál

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 BSRB - 24.03.2022

Meðfylgjandi er umsögn BSRB.

Virðingarfyllst,

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 Hólmgeir Jónsson - 25.03.2022

Umsögn Í viðhengi frá Sjómannasambandi Íslands, Félagi skipstjórnarmanna og VM-Félagi vélstjóra og málmtæknimanna.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Samtök atvinnulífsins - 25.03.2022

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands um málið.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Kári Magnús Ölversson - 25.03.2022

Fyrir hönd SVG , Sjómanna og vélstjórafélags Grindavíkur vil ég koma eftirfarandi á framfæri;

SVG lítur svo á að fari frumvarp þetta í gegn með óbreyttum hætti , sé enn og aftur um að ræða bæði mismunun og inngrip af hálfu stjórnvalda á kjörum og samningsstöðu sjómanna.

Núverandi kjaradeila sjómanna við útgerðarmenn steytir á þessum steini, sjómenn eru sannarlega búnir að skila af sínum launum/hlutfalli í viðbótarframlag til að fá 11.5% mótframlag frá útgerð .

Útgerðin , eina stétt launagreiðenda á íslandi sem greiðir 8% í stað 11.5% hefur einnig notið ívilnunar til þess að mæta kröfum sinna launþega/sjómanna . Bráðabirgðarákvæði 7. greinar frumvarps er hrein og klár mismunun og inngrip stjórnvalda.

Afrita slóð á umsögn

#5 Bandalag háskólamanna - 25.03.2022

Meðfylgjandi er umsögn BHM

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Þóra Jónsdóttir - 25.03.2022

Meðfylgjandi er umsögn Brúar lífeyrissjóðs.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#7 Árni Hrafn Gunnarsson - 25.03.2022

Sjá í viðhengi umsögn Gildis-lífeyrissjóðs.

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#8 Gunnar Þór Baldvinsson - 25.03.2022

Meðfylgjandi er umsögn Almenna lífeyrissjóðsins.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#9 Seðlabanki Íslands - 25.03.2022

Umsögn við drög að frv.t.l um breytingu á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæðum um tilgreinda séreign.

Viðhengi Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#10 Oddur Ingimarsson - 26.03.2022

Sjá meðfylgjandi umsögn í viðhengi.

Viðhengi Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#11 Sjómannafélag Íslands - 26.03.2022

Umsögn Sjómannafélags Íslands um frumvarp til laga um breytingu á lögum, um hækkun lágmarkiðgjalds til lífeyrissjóðs o.fl.

Sjómannafélag Íslands (SÍ) fagnar því að lögfesta eigi ákvæði um 15.5% lágmarksiðgjald launþega í lífeyrissjóð, með breytingu á lögum nr. 129/1997, en mótmælir um leið harðlega þeirri undantekningarheimild sem kveðið er á um í frumvarpinu, í bráðabirgðaákvæði 7. gr. frumvarpsins, að undanskilja sjómenn á fiskiskipum frá þessari lögfestingu lágmarksiðgjaldsins. Engin réttlætis- eða sanngirnisrök standi fyrir slíkri niðurstöðu. Sjómönnum á fiskiskipum er aðeins tryggt 8% mótframlag frá atvinnurekanda í lífeyrissjóð, meðan aðrar starfsstéttir hafa fengið greitt hærra mótframlag, flestar 11.5%, sem nú stendur til að lögfesta.

SÍ mótmælir þeim fátæklegu og óljósu skýringum sem færðar eru fyrir undantekningareglunni, í ummælum um 7. gr. í frumvarpi til laganna. Ekki séu fyrir hendi neinar málefnalegar forsendur eða ástæður til að undanskilja sjómenn á fiskiskipum frá ákvæði í lögum um 15.5% lágmarksiðgjald. Í frumvarpsdrögunum er vísað til þess að þar sem laun sjómanna ákvarðast samkvæmt hlutaskiptakerfi skuli ekki „raska forsendum launakerfa“ þeirra, með því að fella sjómennina undir 15.5% lágmarksiðgjald laganna. Í frumvarpinu er engin tilraun gerð til að rökstyðja hvað í þessu felst, útskýra eða sýna fram á með dæmum eða tölum, hvernig þessi breyting raskar að einhverju raunverulegu marki forsendum launakerfis sjómanna, eða hvers vegna það getur talist varhugavert eða óeðlilegt að tryggja sjómönnunum sama lágmarksiðgjald og öðrum starfsstéttum.

Að mati SÍ væri gróflega brotið gegn jafnréttissjónarmiðum, sbr. jafnræðisregla 65. gr. stjórnarskrárinnar, lög nr. 33/1944, sbr. 3. gr. laga nr. 97/1995, með því að lögfesta það, að undanskilja sjómenn á fiskiskipum um ókomna tíð framangreindu lágmarksiðgjaldi, enda engar málefnalegar ástæður að baki þeirri mismunin sem í því felst.

Bráðabirgðaákvæði 7. gr. frumvarpsdraganna, um undanþágu frá lögbundnu lágmarksiðgjaldi í lífeyrissjóð, er ekki háð neinum tímamörkum. Í ljósi þess og þeirrar staðreyndir að samtök útvegsmanna (SFS) hafa í rúman áratug sýnt lítinn sem engan samningsvilja gagnvart samtökum sjómanna, er augljóst að mati SÍ að útgerðarmenn eru ekki að fara að semja um hækkun á mótframlagi þeirra í lífeyrissjóð, þ.e. umfram þau 8% sem nú þegar er. Það „svigrúm“ sem samtökum útgerða yrði fengið með lögfestingu bráðabirgðaákvæðisins, myndi því endanlega tryggja það, að samtökin muni ekki í komandi framtíð samþykkja hækkun á mótframlagi útgerða í lífeyrissjóð.

Útgerðir íslenskra fiskiskipa hafa undanfarin misseri og ár skilað fordæmalausum hagnaði, sem byggir ekki síst á vinnu og fórnum skipverja íslenskra fiskiskipa og þeim möguleikum sem ríkisvaldið gefur útgerðum þeirra til slíks hagnaðar og auðsöfnunar, með lágum veiðigjöldum og öðrum ívilnunum, eins og lækkun tryggingagjalds, sem átti meðal annars að leiða af sér hækkun á mótframlagi útgerða í lífeyrissjóð, en hefur ekki gert. Með vísan til þessa og annars framangreinds er það ekki aðeins mikilvægt heldur algjörlega nauðsynlegt, að fyrirhugaðar breytingar á lögum nr. 129/1997, um lágmarksiðgjald í lífeyrissjóð, gildi um sjómenn líkt og alla aðra launþega landsins.

Augljóst má vera, að ef hægt er að leggja það á alla aðra atvinnurekendur þessa lands, þar sem oftast er um að ræða atvinnurekstur, sem er mun erfiðari, nýtur ekki beinna ívilnana frá íslenska ríkinu og hagnaðarvon er miklum mun minni en hjá útgerðum fiskiskipa, að þeir greiði starfsmönnum sínum 11.5% mótframlag í lífeyrissjóð, þá megi augljóslega einnig gera þá kröfu til útgerða fiskiskipa, enda engin atvinnugrein í landinu á frjálsum markaði sem hefur jafn gott svigrúm og þær til slíks, enda hafa þær um langt árabil skilað óheyrilegum hagnaði og arði fyrir eigendur og hluthafa sína. Ekki má gleyma því að mótframlag útgerða í lífeyrissjóð helst samkvæmt hlutaskiptakerfi í hendur við aflaverðmæti og tekjur af rekstri útgerðinna. Þannig myndi framlag þeirra í lífeyrissjóð alltaf lækka til samræmis við minnkaðar tekjur og hagnað af rekstrinum, en útgerðir þessa lands þurfa eins og aðrir atvinnurekendur að þola sveiflur í rekstrinum.

Það er tími til kominn að stjórnvöld standi með sjómönnum þessa lands með afgerandi hætti, en láti þá ekki sitja á hakanum, en það væri gert með því að svipta þá þeirri vernd til lágmarkskjara sem til stendur að lögfesta, um lágmarksiðgjald launþega í lífeyrissjóð.

Reykjavík 26. mars 2022,

f.h. Sjómannafélags Íslands,

Bergur Þorkelsson, formaður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#12 Landssamtök lífeyrissjóða - 27.03.2022

Í viðhengi er umsögn Landssamtaka lífeyrissjóða

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#13 Landssamband eldri borgara - 27.03.2022

Umsögn LEB - Landssamband eldri borgara

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#14 Ólafur Páll Gunnarsson - 27.03.2022

Umsögn Íslenska lífeyrissjóðsins er í viðhengi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#15 Ragnar Þór Pétursson - 27.03.2022

Meðfylgjandi er umsögn Kennarasambands Íslands

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#16 Arnaldur Loftsson - 27.03.2022

Meðfylgjandi er umsögn Frjálsa lífeyrissjóðsins

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#17 Snædís Ögn Flosadóttir - 27.03.2022

Umsögn fyrir hönd Eftirlaunasjóðs FÍA (EFÍA)

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#18 Arion banki hf. - 27.03.2022

Meðfylgjandi er umsögn Arion banka, rekstraraðila séreignarsjóðsins Lífeyrisauka.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#19 Reykjavíkurborg - 29.03.2022

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#20 Verkalýðsfélag Akraness - 08.04.2022

Viðhengi