Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 18.–27.3.2022

2

Í vinnslu

  • 28.3.–10.8.2022

3

Samráði lokið

  • 11.8.2022

Skjöl til samráðs

Fylgiskjöl

Mál nr. S-66/2022

Birt: 18.3.2022

Fjöldi umsagna: 20

Drög að frumvarpi til laga

Fjármála- og efnahagsráðuneytið

Markaðseftirlit og neytendamál

Drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæðum um tilgreinda séreign (lágmarkstryggingavernd o.fl.)

Niðurstöður

Frumvarpið var samþykkt á vorþingi 2022. Ein breyting var gerð á frumvarpinu í meðförum Alþingis. Um var að ræða nýjan efnismálsl. við b-lið 2. gr. frumvarpsins. Samráð við gerð frumvarpsins er rakið í ítarlegu máli í samráðskafla frumvarpsins.

Málsefni

Fjármála- og efnahagsráðuneytið birtir til umsagnar drög að frumvarpi til breytinga á lögum nr. 129/1997 (lágmarkstryggingavernd o.fl.)

Nánari upplýsingar

Í frumvarpinu felast fimm meginbreytingar. Í fyrsta lagi er lögbundin hækkun mótframlags launagreiðenda á almennum vinnumarkaði til lífeyrissjóðs úr 8% í 11,5%. Í öðru lagi er lagt til að sjóðfélagar geti ráðstafað hækkun mótframlagsins til þess er mun kallast tilgreind séreign, í stað þess að ráðstafa hækkuninni í samtryggingardeildir lífeyrissjóða. Í þriðja lagi eru tillögur að auknum heimildum til þess að nýta úrræði lífeyrissparnaðar til fyrstu kaupa á fasteign. Í fjórða lagi er lagt til að tilgreindur verði á skýran hátt sá hluti lífeyrissparnaðar sem kemur ekki til lækkunar við ákvörðun um ellilífeyri, tekjutryggingu og ráðstöfunarfé samkvæmt lögum um almannatrygginga. Í fimmta lagi er lagt til að verðlagsuppfærslur lífeyrisgreiðslna eigi sér stað einu sinni á ári í stað mánaðarlega eins og nú er.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

postur@fjr.is