Níu umsagnir bárust og voru þær teknar til skoðunar við vinnslu málsins. Efnislegar niðurstöður samráðsins er að finna í sérstöku fylgiskjali.
Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 19.03.2022–29.03.2022.
Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.
Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 10.06.2022.
Um er að ræða breytingu á lögum um virðisaukaskatt (fjöldatakmörkun rafmagnsbifreiða o.fl.).
- Talið er nauðsynlegt að festa í lög um virðisaukaskatt heimild björgunarsveita til endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu sem felst í því að breyta ökutækjum þeirra á þann hátt að þau verði sérútbúin til björgunarstarfa og samræma hana þeirri skattframkvæmd sem viðhöfð hefur verið.
- Á síðustu misserum hefur nýskráning rafmagnsbifreiða aukist til muna. Miðað við núverandi innflutningstölur á vef Skattsins, þar sem finna má upplýsingar um fjölda rafmagnsbifreiða sem notið hafa niðurfellingar virðisaukaskatts, má gera ráð fyrir því að núverandi fjöldatakmörkun rafmagnsbifreiða verði náð á síðari hluta ársins. Vegna orkuskipta í samgöngum er talið nauðsynlegt að auka enn meira hlutdeild rafmagnsbifreiða í umferð og er því lagt til að hækka fjöldatakmörkun rafmagnsbifreiða sem geta notið ívilnunar samkvæmt ákvæði til bráðabirgða XXIV. Samhliða þeirri hækkun eru lögð til ný fjárhæðarmörk ívilnunar sem taki gildi um næstu áramót.
- Að lokum er talið rétt að gera breytingar á heimild í ákvæði til bráðabirgða XXIV varðandi endursölu notaðra vistvænna bifreiða þannig að kveðið sé skýrt á um hver skilyrði hennar skuli vera.
Ágæti viðtakandi,
Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (fjöldatakmörkun rafmagnsbifreiða o.fl.)
Með góðum kveðjum
F.h. SAF
Gunnar Valur Sveinsson
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Rafbílasambands Íslands vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (fjöldatakmörkun rafmagnsbifreiða o.fl.)
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Rafbílasambands Íslands vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (fjöldatakmörkun rafmagnsbifreiða o.fl.)
ViðhengiViðhengd er umsögn KPMG ehf. um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (fjöldatakmörkun rafmagnsbifreiða o.fl.)
ViðhengiMeðfylgjandi er umsögn Bílgreinasambandsins, SAF - Samtaka ferðaþjónustunnar og SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (fjöldatakmörkun rafmagnsbifreiða o.fl.)
ViðhengiGóðan dag
Hjálögð er umsögn OR vegna draga að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (fjöldatakmörkun rafmagnsbifreiða o.fl.).
Kær kveðja,
ViðhengiVinsamlega sjáið í viðhengi umsögn frá VETNIS Iceland ehf. á drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt.
f.h VETNIS Iceland ehf.
Auðun Freyr Ingvarsson
ViðhengiGóðan dag.
Hjálögð er umsögn Bílaumboðsins Öskju vegna frumvarps til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (fjöldatakmörkun rafmagnsbifreiða o.fl.).
Með bestu kveðjum,
ViðhengiHjálögð er umsön Samorku.
f.h. Samorku
Baldur Dýrfjörð lögfræðingur
ViðhengiUmsögn um drög að frumvarpi til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (fjöldatakmörkun rafmagnsbifreiða o.fl.).
Viðhengi