Samráð fyrirhugað 23.03.2022—25.04.2022
Til umsagnar 23.03.2022—25.04.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 25.04.2022
Niðurstöður birtar

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um girðingar meðfram vegum nr. 930/2012, með síðari breytingum

Mál nr. 68/2022 Birt: 23.03.2022 Síðast uppfært: 13.04.2022
  • Innviðaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (23.03.2022–25.04.2022). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Innviðaráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um girðingar meðfram vegum nr. 930/2012, með síðari breytingum.

Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 930/2012 greiðir Vegagerðin stofnkostnað girðinga meðfram þjóðvegi sem lagður er um tún, ræktarland, engjar eða girt beitiland. Þá greiðir Vegagerðin skv. 5. gr. viðhaldskostnað girðinga með stofn- og tengivegum til helmings við landeiganda. Áætlaður stofnkostnaður girðinga og viðhaldskostnaðar girðinga miðar við fjárhæðir sem er að finna í viðauka við reglugerðina. Með drögunum sem hér eru birt til samráðs eru fjárhæðir í umræddum viðauka uppfærðar með tilliti til verðlagsbreytinga frá síðustu uppfærslu.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Jóhannes Hreiðar Símonarson - 25.04.2022

Ekki er gerð athugasemd við þær tölur sem hér eru lagðar fram í viðauka við reglugerðina heldur skort á úrræðum í reglugerðinni sjálfri um viðhald girðinga þar sem landeigandi sinnir ekki viðhaldi með fullnægjandi hætti. Í núverandi reglugerð er gengið út frá því að landeigandi sinni árlegu viðhaldi girðingar og óski síðan eftir greiðslu á kostnaðarhlutdeild veghaldara. Vegagerðinni er heimilt að synja um greiðslu komi í ljós að viðhaldi hafi ekki verið sinnt með fullnægjandi hætti og er það eina úrræðið eins og skilja má reglugerðina. Enginn sinnir þá viðhaldi girðingarinnar ef landeigandi bregst þeim skyldum sínum.

Nú eru landeigendur jafn misjafnir og þeir eru margir. Að mati undirritaðs þyrfti að vera í reglugerðinni það úrræði að veghaldara, þ.e. Vegagerðinni sé skylt, eða a.m.k. heimilt, að sinna viðhaldi girðinga meðfram slíkum vegarköflum þar sem landeigandi sinnir því ekki með fullnægjandi hætti og snúa þá dæminu við, þ.e. að Vegagerðin sinni viðhaldi girðinga þar sem landeigandi er að bregðast og sendi þá reikning á landeiganda til greiðslu kostnaðar á helmingi kostnaðar skv. þeim viðmiðunartölum sem birtar eru í viðauka reglugerðarinnar.

Virðingarfyllst,

Jóhannes Hr. Símonarson

vegnotandi og fv. landbúnaðarráðunautur

Afrita slóð á umsögn

#2 Sveitarfélagið Skagafjörður - 25.04.2022

Landbúnaðarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar vill gera athugasemd við útreikninga í ,,Drögum að reglugerð um breytingu á reglugerð um girðingar meðfram vegum nr. 930/2012, með síðari breytingum. Í nýlegu útboði Vegagerðarinnar (Reykjastrandarvegur 748) var viðmiðunarverð um 1.800.000 kr. á kílómetra í stofnkostnað veggirðingar. Í drögum reglugerðarinnar er gert ráð fyrir 924.677 kr. í stofnkostnað samskonar girðingar, sem er að okkar mati allt of lágt.