Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 23.3.–25.4.2022

2

Í vinnslu

  • 26.4.2022–

Samráði lokið

Mál nr. S-68/2022

Birt: 23.3.2022

Fjöldi umsagna: 2

Drög að reglugerð

Innviðaráðuneytið

Samgöngu- og fjarskiptamál

Drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um girðingar meðfram vegum nr. 930/2012, með síðari breytingum

Málsefni

Innviðaráðuneytið birtir til umsagnar drög að reglugerð um breytingu á reglugerð um girðingar meðfram vegum nr. 930/2012, með síðari breytingum.

Nánari upplýsingar

Samkvæmt 3. gr. reglugerðar nr. 930/2012 greiðir Vegagerðin stofnkostnað girðinga meðfram þjóðvegi sem lagður er um tún, ræktarland, engjar eða girt beitiland. Þá greiðir Vegagerðin skv. 5. gr. viðhaldskostnað girðinga með stofn- og tengivegum til helmings við landeiganda. Áætlaður stofnkostnaður girðinga og viðhaldskostnaðar girðinga miðar við fjárhæðir sem er að finna í viðauka við reglugerðina. Með drögunum sem hér eru birt til samráðs eru fjárhæðir í umræddum viðauka uppfærðar með tilliti til verðlagsbreytinga frá síðustu uppfærslu.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Skrifstofa samgangna

irn@irn.is