Samráð fyrirhugað 30.03.2022—20.04.2022
Til umsagnar 30.03.2022—20.04.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 20.04.2022
Niðurstöður birtar

Drög að stefnu og aðgerðaráætlun um orkuskipti í flugi

Mál nr. 73/2022 Birt: 30.03.2022 Síðast uppfært: 13.04.2022
  • Innviðaráðuneytið
  • Drög að stefnu
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál
  • Umhverfismál
  • Orkumál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (30.03.2022–20.04.2022). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Innviðaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að stefnu og aðgerðaráætlun um orkuskipti í flugi á Íslandi.

Í febrúar 2021 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu þar sem Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra var falið, í samráði við ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra að skipa starfshóp sérfræðinga til að móta stefnu og aðgerðaráætlun um orkuskipti í flugi á Íslandi.

Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra skipaði starfshópinn í apríl 2021 en hann skipuður fulltrúm þriggja ráðuneyta, samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Samgöngustofu og Isavia. Auk verkefnastjóra. Við vinnu starfshópsins voru haldnir fundir með helstu hagsmunaaðilum í flugi hér á landi ásamt því sem rætt var við erlenda aðila.

Starfshópnum var falið að ræða og gera tillögur að eftirfarandi:

a. Hvernig Ísland geti orðið í fremstu röð í orkuskiptum í flugi.

b. Hvernig styðja megi við nýsköpun á sviði orkuskipta í flugi.

c. Fýsileika landsins með tilliti til veðurfars og þess hvaða innviðir þurfi að vera til staðar hér á landi vegna orkuskipta í flugi, m.a. í tengslum við nýsköpun, umhverfisvæna orkugjafa og þátttöku í prófunum og alþjóðlegri þróun orkuskipta í flugi.

d. Að sett verði markmið um að byrjað verði að nota umhverfisvæna orkugjafa í innanlandsflugi fyrir árið 2030 og hvernig áætlun um það samrýmist öðrum áætlunum ríkisins í orkuskiptum, nýsköpun og loftslagsmálum.

Skýrslan skiptist í fimm kafla. Fyrstu fjórir er nokkurs konar bakgrunns kaflar en í fimmta kafla er að finna aðgerðaráætlun í 12 liðum. Meðal þess sem lagt er til er að kanna möguleika á samstarfi við framleiðendur nýrra flugvéla með það að markmiði að Íslands verði vettvangur prófana á nýrri tækni í flugi. Þá er einnig lagt til að unnið verði að því að allt innanlandsflug veðri knúið með endurnýjanlegu eldsneyti fyrir árið 2040. Meðal annarra aðgerða er innviðauppbygging fyrir endurnýjanlegt eldsneyti á flugvöllum, orkusparnaður í loftýmisstjórnun og að átaksverkefni verði skilgreint innan Orkusjóðs sem tengist orkuskiptum í flugi.

Í skýrslunni er leitast við að tengja og samþætta áætlunina við aðrar áætlanir ríkisins í orkuskiptum, nýsköpun og loftslagsmálum auk þess sem horft er til gildandi Flugstefnu Íslands. Árangursmælikvarðar eru síðan ákvarðaðir fyrir hverja aðgerð og ábyrgð á einstökum aðgerðunum skýrð.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Rakel Eva Sævarsdóttir - 13.04.2022

Við hjá PLAY fögnum því að starfshópur sérfræðinga hafi verið skipaður til að móta stefnu og aðgerðaráætlun um orkuskipti í flugi á Íslandi.

Drögin að stefnu og aðgerðaráætlun sem nú er til umsagnar í Samráðsgáttinni skapa góðan grunn að áframhaldandi vinnu og endurspegla að mörgu leiti okkar sýn og væntingar.

Skýr aðgerðaráætlun um orkuskipti í flugi eru mikið hagsmunamál fyrir alla hlutaðeigandi og málaflokkurinn er mikilvægur þáttur í framtíðarrekstri og markmiðum PLAY. Verkefnið er stórt en með markvissum vinnubrögðum og samstilltu átaki er unnt að ná árangri.

Við lýsum yfir áhuga og von um að taka þátt í næstu skrefum við frekari stefnumótun og framkvæmd aðgerðaráætlana. Þá lýsum við sérstaklega yfir áhuga að leggja liðsinni við frekari mótun á liðum 5.1, 5.2, 5.4 og 5.6 – 5.9 í aðgerðaráætluninni.

Með ósk um farsælt samstarf

Rakel Eva Sævarsdóttir,

Forstöðumaður sjálfbærnimála hjá PLAY

Afrita slóð á umsögn

#2 Þórólfur Nielsen - 13.04.2022

Hjálögð er umsögn Landsvirkjunar um drög að stefnu og aðgerðaráætlun um orkuskipti í flugi.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#3 Icelandair ehf. - 20.04.2022

Viðhengd er umsögn Icelandair ehf. um ofangreint mál.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#4 Guðjón Axel Guðjónsson - 20.04.2022

Meðfylgjandi er umsögn Landsnets hf. vegna máls nr. 73/2022.

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#5 Landvernd, landgræðslu- og umhverisverndarsamtök Íslands - 20.04.2022

Vinsamlegast sjá umsögn Landverndar í viðhengi

kveðja

Auður

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#6 Íris Lind Sæmundsdóttir - 20.04.2022

Góðan dag

Eftirfarandi eru atriði sem Orkuveita Reykjavíkur (OR) og Veitur ohf. vilja koma á framfæri vegna draga að stefnu og aðgerðaráætlun um orkuskipti í flugi:

- „Í samanburði við háspennulínur getur vetnislögn flutt tífalt magn orku fyrir um 12% af kostnaði við háspennulínuna. Þar að auki er líftími vetnislagnarinnar lengri [25].“ Þarna er vitnað í skýrslu McKinsey fyrir samtök fyrirtækja sem eru að vinna í átt að „vetnisframtíð“. Eftir að hafa kafað aðeins dýpra í uppruna þessara talna þá er þar verið að miða við flutning á mun meiri orku yfir miklu lengri vegalengdir án tillits til fyrirliggjandi innviða. Þess fyrir utan eru þessar tölur mjög athyglisverðar og koma öllum sem til þekkja mjög á óvart. Ég held að best væri að sleppa svona vafasömum og samhengislausum tölum enda skila þær engu.

- Vetnisumræðan virðist gjarnan horfa fram hjá „external“ kostnaði, sem dæmi er talað þarna um flutning á vetni á flutningabílum án þessa að horfa til aukins kostnaðar við viðhald vega og mengunar vegna slits vega og dekkja.

- „Eitt af tækifærum Íslands við framleiðslu rafeldsneytis er að nýta mögulega árstíðabundna umframorku vatnsaflsvirkjana og hámarka arðsemi þeirra“. Þessi rök eru oft tínd til í umræðu um rafeldsneyti, en hér má þá skilja það sem svo að í lélegum vatnsárum liggi flug niðri eða eldsneytið sé innflutt. Ef markmiðið er að halda uppi flugsamgöngum árið um kring á innlendu kolefnislausu eldsneyti þá er það ekki gert með tilfallandi framleiðslu, þó vissulega séu möguleikar til að auka framleiðslu og flytja þá út eldsneyti í góðum vatnsárum. Slíkur ávinningur tengist hins vegar lítið orkuskiptum í flugi innanlands heldur snýr frekar að „business-case“-i vetnis framleiðenda. Geymsla á rafeldsneyti til langs tíma er bæði kostnaðarsöm en einnig flókin, sem dæmi þá gufar vetni upp (boil off) og lekur hægt og rólega í gegnum alla tanka. Það verður því að teljast ansi langsótt að slík orka sé geymd yfir margra mánaða eða ára tímabil í þeim tilgangi að bæta nýtingu vatnsaflsvirkjana.

- Leggja ætti áherslu á notkun beins rafmagns (rafhlöðu flugvéla) í innanlandsflugi, samanber skýrar fyrirætlanir um slíkt sem í t.d. í Noregi og Svíþjóð og virðist framtíðin í þeirri tækni björt. Það er óþarfi að nota margfalt meiri (raf)orku til að framleiða vetni til að knýja flugleiðir sem „einfalt“ er að knýja á beinan hátt með rafmagni með mikið betri nýtingu. Næg verða vandamálin að finna orku í orkuskiptin til að við séum ekki að sóa henni í slíkt.

Frekari upplýsingar veitir undirrituð f.h. framangreindra félaga.

bkv. Íris Lind Sæmundsdóttir, lögmaður

Afrita slóð á umsögn

#7 Jóhann Þór Magnússon - 20.04.2022

Umsögn um drög að stefnu og aðgerðaáætlun um orkuskipti í flugi.

Jóhann Þór Magnússon

Viðhengi