Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 30.3.–1.5.2022

2

Í vinnslu

  • 2.5.–10.8.2022

3

Samráði lokið

  • 11.8.2022

Mál nr. S-74/2022

Birt: 30.3.2022

Fjöldi umsagna: 7

Annað

Forsætisráðuneytið

Réttindi einstaklinga, trúmál og stjórnsýsla dómsmála

Grænbók um mannréttindi

Niðurstöður

Alls bárust 7 umsagnir, allar frá hagsmunasamtökum sem starfa á sviði mannréttinda. Umsagnir verða nýttar inn í vinnu við Grænbók um mannréttindi. Þar að auki hefur aðildarfélögum Mannréttindaskrifstofu Íslands verið boðið upp á sérstaka samráðsfundi til að tryggja að öll sjónarmið komi fram með skýrum hætti. Þetta er gert í samræmi við áherslur um víðtækt samráð í vinnu við Grænbók.

Málsefni

Í kjölfar flutnings stjórnarmálefnisins mannréttinda frá dómsmálaráðuneyti til forsætisráðuneytis hefur forsætisráðherra ákveðið að hefja vinnu við grænbók um mannréttindi.

Nánari upplýsingar

Í grænbók um mannréttindi verður yfirlit yfir stöðu mannréttindamála á Íslandi. Við vinnuna verður safnað upplýsingum um mannréttindi, þróun, tölfræði, samanburði við önnur lönd og samantekt um mismunandi leiðir eða áherslur til að mæta þeim áskorunum sem við blasa í mannréttindamálum, m.a. í tengslum við stofnun sjálfstæðrar innlendrar Mannréttindastofnunar.

Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um stofnun sjálfstæðrar innlendrar Mannréttindastofnunar. Slík stofnun þarf að uppfylla ákveðin almenn skilyrði sem sett eru fram í viðmiðunarreglum Sameinuðu þjóðanna um mannréttindastofnanir eða svokölluðum Parísarviðmiðum.

Samráði lokið

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Tenging við önnur mál (1)

Umsjónaraðili

Skrifstofa jafnréttis- og mannréttindamála

steinunn.valdis.oskarsdottir@for.is