Samráð fyrirhugað 30.03.2022—27.04.2022
Til umsagnar 30.03.2022—27.04.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 27.04.2022
Niðurstöður birtar

Reglugerð um heilbrigðisþjónustu, lyf og lækningatæki um borð í íslenskum skipum

Mál nr. 75/2022 Birt: 30.03.2022 Síðast uppfært: 13.04.2022
  • Innviðaráðuneytið
  • Drög að reglugerð
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (30.03.2022–27.04.2022). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Innviðaráðuneytið kynnir til umsagnar drög að reglugerð um heilbrigðisþjónustu, lyf og lækningatæki um borð í íslenskum skipum. Reglugerðin mun koma í stað reglugerðar sama heitis nr. 365/1998.

Reglugerð um heilbrigðisþjónustu, lyf og lækingatæki um borð í íslenskum skipum hefur verið til endurskoðunar síðastliðið ár. Í henni er kveðið á um lágmark lyfja og lækningatækja í lyfjakistu um borð í öllum skoðunarskyldum skipum á íslenskri skipaskrá.

Eldri reglugerð hefur staðið að mestu óbreytt frá því hún var sett árið 1998, með smávægilegum breytingum árið 2003. Á þeim tíma sem síðan er liðinn hafa orðið miklar breytingar á skipaflota og tækni. Nægir að nefna fjölmörg skip í ferðaþjónustu sem eru almennt í siglingu nálægt höfnum í örfáar klukkustundir. Þá hefur orðið sú breyting á tækjabúnaði skipa og áhafna að mögulegt er að nýta upplýsingatækni um borð, með fjarskiptasambandi sem og staðbundið með niðurhali skráa en á markaði er kominn hugbúnaður sem gerir skipum kleift að hafa umsýslu lyfjakistu rafræna.

Í drögum að reglugerð eru eftirfarandi breytingar gerðar:

1. Bætt er við flokki farþegaskipa sem eru skemur en 5 klukkustundir í ferðum til og frá höfn.

2. Felldur er niður sérstakur flokkur björgunarfara en í þess stað skal búnaður þeirra vera í samræmi við kóða Alþjóðasiglingamálastofunarinnar um lyfjakistur þ.e. sjúkragögn björgunarfara (LSA Life saving appliance Code).

3. Bætt er við öryggisstjóra útgerðar og umsjónarmanni lyfjakistu í upptalningu í 6. gr. til samræmis við fyrirkomulag hjá stærri útgerðum.

4. Gefinn er möguleiki á að nota upplýsingatækni fyrir dagbók notkunar og umsýslu lyfjakistu í þeim greinum reglugerðarinnar sem við á.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Samtök ferðaþjónustunnar - 13.04.2022

Ágæti viðtakandi,

Í viðhengi er umsögn Samtaka ferðaþjónustunnar um reglugerð um heilbrigðisþjónustu, lyf og lækningatæki um borð í íslenskum skipum.

Með góðum kveðjum

F.h. SAF

Gunnar Valur Sveinsson

Viðhengi
Afrita slóð á umsögn

#2 SVÞ-Samtök verslunar og þjónustu - 22.04.2022

Meðfylgjandi er umsögn lyfsöluhóps SVÞ - Samtaka verslunar og þjónustu um drög að reglugerð um heilbrigðisþjónustu, lyf og lækningatæki um borð í íslenskum skipum.

Viðhengi