Samráð fyrirhugað 01.04.2022—11.04.2022
Til umsagnar 01.04.2022—11.04.2022
Niðurstöður í vinnslu frá 11.04.2022
Niðurstöður birtar

Frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum vegna tilfærslu fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar (Fasteignaskrá)

Mál nr. 76/2022 Birt: 01.04.2022
  • Innviðaráðuneytið
  • Drög að frumvarpi til laga
  • Málefnasvið:
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður í vinnslu

Umsagnarfrestur er liðinn (01.04.2022–11.04.2022). Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust.

Málsefni

Innviðaráðuneytið birtir til umsagnar drög að frumvarpi til laga um breytingu á ýmsum lagaákvæðum vegna tilfærslu fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis-og mannvirkjastofnunar.

Frumvarp þetta mælir fyrir um breytingar á lögum vegna flutnings fasteignaskrár frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Tilfærslan hefur og fyrst og fremst þann tilgang að þjónusta á vegum hins opinbera á sviði húsnæðismála verður aukin og samhæfð, ásamt því sem breytingin veitir stjórnvöldum aukna yfirsýn til að gera markvissari aðgerðir til að ná jafnvægi á húsnæðismarkaði. Þjóðskrá Íslands mun áfram veita öfluga þjónustu við skráningu einstaklinga í grunnskrám landsins og veitir breytingin jafnframt tækifæri til að skilgreina framtíðarsýn Þjóðskrár með skýrum hætti og með skýrum skilum á milli stofnananna. Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001, lögum um Þjóðskrá Íslands nr. 70/2018 og lögum um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun nr. 137/2019, í þeim tilgangi að færa ábyrgð á fasteignaskrá frá Þjóðskrá Íslands til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar. Er hér aðallega um orðalagsbreytingar að ræða auk þess sem lagt er til að í lögum um Húsnæðis- og mannvirkjastofnun verði verkefni tengd skráningu og mati fasteigna tilgreind.

Innsendar umsagnir

Afrita slóð á umsögn

#1 Sævar Þór Halldórsson - 11.04.2022

Ég mæli með því að fyrst það er verið að taka smá til með þessum lögum. t.d. að taka matrikel kerfið af. Þá mæli ég með því að 3. mgr. 17. gr laga um skráningu og mat fasteigna 6/2001 verði breytt. Stofnskjal er ekki lengur forsenda skráningar í fasteignaskrá. Það var fellt út með lögum nr. 83/2008.

https://www.althingi.is/altext/stjt/2008.083.html

Forsenda þess að fasteign sé skráð í fasteignaskrá núorðið er sú að þinglýsingarstjóri/fulltrúi staðfesti fasteignina og eignarhald hennar. Því mætti mgr. vera orðuð: „Áður en heimild er veitt til mannvirkjagerðar á eignarlóð skal sveitarstjórn hlutast til um að fasteign verði skráð í fasteignaskrá“ Þó eru eldri eignir skráðar í fasteignaskrá en eru ekki með staðfest eignarhald í bókum sýslumanns. Þá væri kannski réttara að hafa mgr. svona: „Áður en heimild er veitt til mannvirkjagerðar á eignarlóð skal sveitarstjórn hlutast til um að fasteign verði skráð í fasteignaskrá og sé með staðfest eignarhald í bókum sýslumanns.“

Með von um góðar móttökur,

Sævar Þór

Landfræðingur.

Afrita slóð á umsögn

#2 Samtök atvinnulífsins - 11.04.2022

Góðan dag,

Meðfylgjandi er umsögn Samtaka atvinnulífsins.

Viðhengi