Tímalína máls

1

Til umsagnar

  • 7.–29.4.2022

2

Í vinnslu

  • 30.4.2022–

Samráði lokið

Mál nr. S-78/2022

Birt: 7.4.2022

Fjöldi umsagna: 5

Drög að stefnu

Forsætisráðuneytið

Utanríkismál

Hagsmunagæsla Íslands gagnvart ESB - Forgangsmál 2022-2023

Málsefni

Forgangslistinn tekur til mála í lagasetningarferli hjá ESB sem metin eru sem forgangsmál út frá hagsmunum Íslands vegna aðildar Íslands að EES-samningnum.

Nánari upplýsingar

Forgangslistinn er settur fram í formi yfirlits yfir mál í lagasetningarferli innan ESB sem falla undir gildissvið EES-samningsins og sem skilgreind hafa verið sem forgangsmál hvað íslenska hagsmuni varðar en listinn er nú útbúinn í fjórða sinn.

Listinn er byggður á tillögum frá ráðuneytunum, sem bera ábyrgð á að vakta sín málefnasvið, en sum mál kalla á aðkomu og samvinnu margra ráðuneyta. Tillögurnar voru settar fram á þar til gerðum eyðublöðum í EES-gagnagrunninum, þar sem finna má ítarlegri upplýsingar (sjá viðauka).

Tilgangur forgangslistans er að auka skilvirkni í þátttöku Íslands í EES-samstarfinu og ákveða hvernig hagsmunagæslu af Íslands hálfu verði best háttað á tímabilinu. Listinn er í grunninn einskorðaður við mál sem eru á undirbúnings- eða forstigi hjá framkvæmdastjórn ESB eða mál sem komin eru á vinnslustig en þá hefur framkvæmdastjórnin þegar lagt fram tillögu að lagasetningu til ráðsins og Evrópuþingsins. Í einstaka tilfellum eru mál á listanum þar sem búið er að taka ákvörðun hjá ESB en huga þarf sérstaklega að upptöku viðkomandi gerða í EES-samninginn, t.d. með því að fara fram á aðlaganir.

Í vinnslu

Umsagnir voru birtar jafnóðum og þær bárust. Skoða umsagnir.

Umsjónaraðili

Utanríkisráðuneytið

utn@utn.is