Viltu taka þátt í að einfalda regluverk og bæta þjónustu hins opinbera?

Mál nr. 79/2022 Birt: 07.04.2022 Síðast uppfært: 18.08.2022
  • Innviðaráðuneytið
  • Annað
  • Málefnasvið:
  • Samgöngu- og fjarskiptamál
  • Hagskýrslugerð og grunnskrár
  • Húsnæðis- og skipulagsmál
  • Sveitarfélög og byggðamál

Niðurstöður birtar

Rúmlega 70 ábendingar bárust og er nú unnið úr þeim ábendingum bæði í stofnunum og í ráðuneytinu. Ábendingarnar geta leitt til endurskoðunar á regluverki og þjónustu og í einhverjum tilvikum er þegar unnið að þeim úrbótum sem bent hefur verið á.

Ferill máls

Málið var opið til umsagnar í gáttinni á tímabilinu 07.04.2022–06.05.2022. Umsagnir um þetta mál birtust ekki í gáttinni. Skoða umsagnir. Unnið var úr þeim ábendingum og athugasemdum sem bárust og niðurstöður samráðsins birtar 18.08.2022.

Málsefni

Innviðaráðuneytið óskar eftir tillögum um hvernig megi einfalda regluverk og bæta þjónustu á vegum ráðuneytisins og stofnana þess. Allir eiga kost á því að taka þátt í könnuninni til og með 6. maí nk.

Markmiðið með könnuninni er að greina hvort og hvar lagðar eru óþarfar, flóknar eða óljósar byrðar á einstaklinga, fyrirtæki eða félagasamtök sem þurfa þjónustu eða leita erinda hjá ráðuneytinu eða stofnunum þess.

Könnunin snýr að innviðaráðuneytinu og sjö fagstofnunum þess en þær eru:

• Byggðastofnun

• Húsnæðis- og mannvirkjastofnun

• Rannsóknarnefnd samgönguslysa

• Samgöngustofa

• Skipulagsstofnun

• Vegagerðin

• Þjóðskrá Íslands

Ábendingar geta verið af ýmsum toga og geta snúið að íþyngjandi reglum, skorti á leiðbeiningum eða upplýsingum, hvar þjónustuferlar gætu verið betri eða stafrænni eða hvort þjónustu vanti eða þurfi að breyta vegna breytinga í samfélaginu.

Verkefnið er eitt af áherslum innviðaráðherra í takt við stefnu ríkisstjórnarinnar um að einfalda regluverk í þágu atvinnulífs og almennings.

Fyrir tæpum tveimur árum réðist ráðuneytið (þá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið) í fyrstu könnun af þessu tagi og bárust þá rúmlega 50 ábendingar frá einstaklingum, stofnunum og fyrirtækjum.